Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 30
þykir mér því ósennilegt, að
margfalt meira hafi glatast af
þeim fyrir það, að þau voru
flutt úr landi, en glatast hefði
af þeim, þótt þau hefðu fengið
að geymast á íslandi.
Hinn lagalegi réttur Dana?
Sagt hefur verið: „Handritin
eru lagalega dönsk þjóðareign.“
I því sambandi hefur handahófs-
mati verið slegið fram um verð-
mæti handritanna. Þeim mætu
mönnum, sem vilja styðja af-
hendingu þeirra á meðal Dana,
hefur verið borið það á brýn að
þeir vildu hafa stórfé af dönsku
þjóðinni, og hafa verið nefndar
á annað hundrað danskar krón-
ur, í því sambandi, á hvern ein-
stakling í Danmörku. Þetta er
rökstutt með því að íslenzku
handritin séu danskur menning-
ararfur og dönsk þjóðareign,
vegna þess að Árni Magnússon
hafi arfleitt Kaupmannahafnar-
háskóla að handritunum. — En
Kaupmannahafnarháskóli sé
þjóðareign Dana, og lagalega sé
eignarétturinn hjá Dönum.
Þessu verður bezt svarað með
því að minnast ennþá einu sinni
á þá staðreynd, að á þeim tíma,
sem handritasöfnunin stóð yfir
af hálfu Árna Magnússonar o.fl.
var Kaupmannahöfn hin raun-
verulega höfuðborg íslands. —
Þangað fór svo að segja allur
arður þrældóms íslenzku þjóðar-
innar. Kaupmannahafnarháskóli
var eini háskólinn, sem íslend-
ingar höfðu aðgang að, til æðri
mennta. Hann var því háskóli
íslendinga engu síður en Dana.
Enda munu til gögn um það í
skjalasöfnum, að ýmsar menn-
ingarstofnanir í Kaupmanna-
höfn voru að töluverðu leyti
byggðar fyrir íslenzkt fjármagn,
sem þangað var sótt eftir ýms-
im leiðum á þessu tímabili arð-
ráns og kúgunar.
Það er líka augljós vottur
þess, að prófessor Árni Magnús-
son leit á Kaupmannahafnarhá-
skóla sem menntasetur íslend-
inga. Það mun vera höfuðorsök-
in til þess, að hann arfleiddi há-
244
skólann að safninu, hafi honum
að öllu leyti verið sjálfrátt, þeg-
ar endanlega var gengið frá arf-
leiðsluskránni, sem af ýmsum
hefur verið dregið í efa, en þá
var hann að dauða kominn. Það
að hann tók fram í arfleiðslu-
skránni, að vöxtunum af eignum
sínum skyldi varið til þess að
styrkja efnilega íslendinga til
æðri menntunar og til vísinda-
starfa, bendir eindregið til þess,
að hann hafi álitið háskólann
menntasetur íslendinga. Þá má
einnig benda á, að fleiri voru
sendir út af „örkinni," til að kló-
festa handritin, en hinn þjóðlegi
og sanni íslendingur, prófessor
Árni Magnússon. Það voru send-
ir menn samkvæmt konunglegum
tilskipunum, til að afla allra
þeirra handrita, sem tök væri á,
að ná í.
Þarf víst ekki að efast um, að
ýmsum aðferðum hafi verið
beitt, til að árangur yrði sem
beztur og mestur, í þágu hins
„konunglega landsóðurs af guðs
náð.“
Ég fæ því ekki séð að hinn
lagalegi réttur sé ótvíræður, eft-
ir að Kaupmannahafnarháskóli
er ekki lengur menntasetur ís-
lendinga. Nú eftir að Háskóli ís-
lands er tekinn við því hlut-
verki, tel ég ótvírætt, að sam-
kvæmt arfleiðsluskránni eigi
Háskóli Islands að hafa veg og
vanda, af að varðveita handrit-
in og íslenzka þjóðin að leggja
til safnhús fyrir þau, sem yrði
svo á vegum háskólans og þar
til kjörinna handritasafns-
nefnda, eins og þegar er búið að
ákveða. Lagalegi og siðferðislegi
rétturinn til handritanna er því,
að mínu áliti, alveg ótvírætt hjá
íslendingum.
Handritin eru íslenzkur menn-
ingararfur og hinn lagalegi og
siðferðislegi réttur er íslendinga.
Þá má benda á að handritin
eru ótvíræður menningararfur
til Islendinga frá fyrri kynslóð-
um, sem af ótrúlegri elju oglist-
fengi unnu þessi verk, oft við
mjög erfiðar aðstæður. Skiptir
þar engu máli, þótt efni þeirra
greini frá einhverju, sem gerst
hefur hjá öðrum þjóðum, þau
eru engu að síður menningar-
arfur þeirrar þjóðar, sem lista-
verkið hefur samið, í þessu til-
viki eru það íslendingar. Það er
því ótvírætt menningararfur Is-
lands. Hins vegar mun öllum
þeim, sem þurfa að sækjaheim-
ildir í handritin, standa sú leið
opin, í samvinnu við íslenzka
trúnaðarmenn.
Handritin eru hvorki menn-
ingararfur Norðmanna, Svía né
Dana, eða Færeyinga, en í þeim
hafa íslendingar skráð margar
heimildir úr sögu þessara þjóða,
vegna þess að ritmenningin var
þegar þau voru skráð, á háu
stigi hjá Islendingum, þegar hún
mun hafa verið næsta bágborin
hjá hinum þjóðunum, en vegna
þessarar ritmenningar Islend-
inga, geta nú hinar Norður-
landaþjóðirnar veitt sér þann
munað að afla sér verulegra
heimilda úr sögu sinni, áður en
ritöld hófst hjá þeim. — Þetta
virðist mér að þær ættu að
kunna að meta.
Bæði lagalega og siðferðis-
lega er því rétturinn íslands og
ef þessar þjóðir vilja nú hafa
réttlætið í heiðri, og ef sú hug-
sjón, sem nefnd hefur verið nor-
ræn samvinna, á að sanna gildi
sitt, eiga allir ábyrgir menn á
Norðurlöndum að stöðva nú allt
leiðinda þjark um málið og af-
henda handritin Islendingum, í
samræmi við það samkomulag,
sem gert var á árinu 1960 og
samþykkt í danska Ríkisþinginu
með miklum meirihluta.
Engin óvild til Dana, heldur
þvert á móti.
Þótt ég hafi dregið hér fram
nokkrar skuggahliðar úr sambúð
íslendinga og Dana á því tíma-
bili, sem handritin voru flutt úr
landi, til Danmerkur og fleiri
landa, þá vil ég leggja áherzlu
á það, að ég geri það alls ekki
vegna neinnar óvildar til dönsku
þjóðarinnar, þvert á móti ber ég
djúpa virðingu fyrir henni. Ég
VlKINGUR