Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 32
t
Laugardaginn 10. okt. sl. fórst m/b
Mummi. Með bátnum fórust 4 menn,
en 2 björguðust á gúmmbát í kulda
og stormi. Þeir sem björguðust voru
Hannes Oddsson, skipstjóri, og Olav
Oyahals.
Aðfaranótt sunnudagsins 11. okt.
týndist m/b Sæfell og með því 3 menn.
Báturinn var að koma úr viðgerð á
Akureyri.
Báðir bátarnir áttu heima á Flateyri.
Harmur Flateyrar
Laugardaginn 24. október sl. fór fram minn-
ingarathöfn í Flateyjarkirkju um þá, sem fór-
ust með vélbátnum „Mumma“ og „Sæfelli.“
Fjórir prestar þjónuðu við athöfnina, séra Lár-
us Guðmxmdsson, sóknarprestur í Holti, séra
Jón Ólafsson, fyrrverandi sóknarprestur í Holti,
séra Jóhannes Pálmason, prestur að Stað í Súg-
andafirði og séra Bernliarður Guðmundsson,
prestur í Súðavík. Karlakór Isafjarðar söng við
athöfnina og Sigurður Jónsson, prentsmiðju-
stjóri á Isafirði, söng einsöng, „Alfaðir ræður.“
Mjög mikil fjölmenni var við atliöfnina. Vegna
prentaraverkfallsins hefur minningargreinin hér
að neðan beðið birtingar þar til nú.
Aðfaranótt laugardagsins 10. október lét M.b.
Mummi, ,ls. 166 úr höfn á Flateyri og hélti í
fiskiróður, annan róðurinn á vertíðinni.
Nokkrum klukkustxmdum síðar hóf Mb. Sæ-
fell, SH. 210 för sína frá Akureyri, þar sem
það liafði verið í slipp, og var ferðinni heitið
til lieimahafnarinnar, Flateyrar.
Þetta voru svo sem engin tíðindi, aðeins lið-
ur í daglegri önn fólks í litlu sjávarþorpi, bátur
í sjóferð og annar á heimleið til þess að liefja
vetrarstarfið. Ekkert háskaveður, að því er virt-
ist og vanir og örxxggir menn við stjórn.
246
VlKINGUR