Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 33
Hreinn Sigurvinsson. Þórir Jónsson. Pálmi Guðmundsson. Martin Taunsen. Mummi kom að vísu ekki að landi á venju- legum tíma, og vegna þess að ekki hafði heyrzt í talstöð lxans síðan um liádegi, var Slysavarna- félaginu gert aðvart. Til Sæfellsins lieyrðist kl. 24, aðfaranótt sunnudagsins, og þá gerði formaðurinn ráð fyr- ir að verða lieima kl. 8 á sunnudagsmorgun. Það hrást einnig, en margt gat tafið. Um það leyti var leit hafin að Mumma á sjó og lir lofti, því þá þótti sýnt, að hann liefði orðið fyrir alvarlegu áfalli. En báðir bátarnir. — Nei, það var svo ótrúlegt og þungt áfall, að því vildi enginn trúa, meðan anuað var hægt. Síðar urðu menn að trúa. Björgunarbátur af Mumma fannst á sunnudagskvöld. Tveir menn höfðu bjargazt, en fjórir farist, og þriggja daga leit að Sæfelli, á landi, sjó og úr lofti, bar eng- an árangur. Það voru dimmir dagar og erfiðir. En á þeim dögum kom líka víða skýrt í ljós hetjulund fólksins, sem bíður, fólksins, sem missir. Minnisstæðust verða mér ummæli, sem ég heyrði höfð eftir 15 ára stúlku, sem missti föð- ur sinn af Mumma, þegar liún vissi að annar maður liafði bjargazt, sem átti 4 ungbörn: „Það var gott, að liann Óli skyldi bjargast.“ Svo mæla ekki á slíkri stundu þeir, sem eru „lítilla sanda, lítilla sæva.“ Það er þungt áfall fyrir lítið sjávarþorp að missa tvo góða háta, sem áttu að sækja björg í bú á komandi vetri. Hitt er þó miklu þyngra að missa sjö vaska drengi úr þeirri stétt, þar sem sízt má vera autt rúm eða illa skipað. Nöfn þeirra liafa verið skráð í fréttum blað- anna, en þegar hlöð eru týnd og skrár gulnað- ar, munu nöfn þeirra geymast í hugum þeirra, sem þekkja þá, unnu með þeim á sjó og landi og nutu góðs af sókn þeirra á viðsjálum sæ. En fyrst og fremst munu þau geymast í liug og hjarta ástvina þeirra, sem eftir lifa. Þeim sendum við dýpstu samúðarkveðjur okkar, þó orð séu léttvæg þeim, sem svo mikils hafa misst. Hjörtur Hjálmarsson. VIKINGUR 247

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.