Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 36
Upphafsár vélvæðingar í Vestmannaeyjum
Valdimar Bjarnason.
Lagarfoss 12.54 tonn, smíðaðnr í
Danmörku 1920.
Valdimar Bjarnason, Staðar-
hóli Ve., er fæddur að Kársdals-
tungu í Vatnsdal 17. marz 1894.
Foreldrar: Bjarni Jónsson og
Sigríður Hjálmarsdóttir.
Valdimar fór til Vestmanna-
eyja 1914 og byrjaði sjómennsku
á „Óskari“ hjá Gísla Magnús-
syni en síðar á „Már“ hjá
Bernodusi Sigurðssyni. Valdi-
mar byrjaði formennsku 1919 á
„Braga“ og var fljótt heppinn
fiskimaður, síðar er Valdimar
með eftirtalda báta: „Tjald,“
„Lagarfoss 1“ og „Heymaey."
Eftir það fór Valdimar alfarið
úr Eyjum og var formaður í
Faxaflóa. Valdimar var alla sína
formannstíð í Eyjum svo að
segja toppmaður og tvisvar afla-
kóngur og jafnhliða með traust-
ustu formönnum Eyjanna.
Matthías Gíslason.
1920.
Matthías Gíslason, Byggðar-
enda Ve„ var fæddur að Vatns-
holti í Flóa í Hraungerðishreppi
11. maí 1893. Foreldrar: Gísli
Karelsson og Jónína Þórðardótt-
ir.
Matthías byrjaði 15 ára gam-
all sjómennsku á skútu frá
Reykjavík og stundaði það fjölda
ára, lengst á „Valtý“ með Pétri
Mikkel. Til Vestmannaeyja fór
Matthías alfarið 1915 og varð
þar sjómaður á ýmsum bátum.
Formennsku byrjaði hann 1919
á „Heklu.“ Síðar er Matthías
með eftirtalda báta: „Unni,“
„Kristbjörgu 1“ og „Enok I.“
1930 ræðst hann fyrir „Ása“ og
á honum ferst hann með allri á-
höfn við fimmta mann 24. jan.
suður af Bjarnarey í suðaustan
ofsaveðri.
Matthías var frískur maður
vel og sótti fast sjó og var afla-
maður ágætur.
Jónas Sigurðsson.
Skógarfoss 13,06 tonn, smíðaður í
Danmörku 1920.
Jónas Sigurðsson, Skuld Ve„
er fæddur að Helluvatni á Rang-
árvöllum 29. marz 1907. For-
eldrar: Sigurður Oddsson og
Ingunn Jónasdóttir.
Jónas fór ársgamall með for-
eldrum sínum til Vestmanna-
eyja og ólst þar upp. Ungur
byrjaði Jónas sjómennsku ám.b.
„Baldri,“ sem faðir hans átti og
síðar á „Mínerfu.“ 1927 byrjar
Jónas formennsku á „Skógar-
foss“ og hafði formennsku á
honum í 9 vertíðir. Eftir það er
Jónas með „Skíðblaðni“ og loks
með „Gulltopp.“ Þá hætti hann
formennsku. Jónas var kapps-
maður við sjóinn og aflamaður
góður, jafnhliða var Jónas einn
með allra beztu bjargsigsmönn-
um Eyjanna. Hann er nú hús-
vörður við Gagnfræðaskóla Ve.
250
VlKINGUR