Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 37
Höfrungur 12,46 tonn, smíðaður í Vestmannaeyjum 1920. Ólafur Einarsson, Búðarfelli Ve., var fæddur að Holti undir Eyjafjöllum 10. jan. 1897. For- eldrar: Einar Halldórsson og Margrét Bárðardóttir. — Ólafur fór 10 ára gamall með föður sín- um til Vestmannaeyja. Ólafur vandist fljótt öllum sjávarverk- um eins og margir ungir menn á þeim tíma. Ólafur byrjaði sjó- mennsku á „Höfrungi 1“ og var á honum óslitið til 1920, að hann tók við formennsku á honum, en það var aðeins ein vertíð. Þá létu sömu eigendur smíða Höfr- ung II og tók Ólafur við honum og hafði formennsku á honum til vertíðarloka 1927, en þá missti Ólafur heilsu, svo að hann varð að hætta sjómennsku.Ólafur var traustur og ábyggilegur formað- ur. Hann lézt 27. janúar 1928. Ármann Friðriksson. Olga 13,91 tonn, smíðuð í Vestmanna- eyjum 1920. Ármann Friðriksson, Látrum Ve., er fæddur á Látrum Ve. 21. nóv. 1914. Foreldrar: Friðrik Jónsson og Sigurlína Brynjólfs- dóttir. Ármann ólst upp hjá for- eldrum sínum. — Hann byrjaði ungur sjó- mennsku á ýmsum bátum. For- mennsku byrjaði hann 1939 þá með „Olgu II,“ síðar „Isleif.“ Á þeim bát var Ármann aflakóng- ur. Síðar kaupir hann bát sem var „Gunnar Hámundarson.“ — Bát þennan skírði Ármann „Friðrik." Síðan lét hann byggja 50 lesta bát, sem „Friðrik Jóns- son“ hét. Bát þennan fór hann með til Reykjavíkur og hafði formennsku á honum þar. Síðar kaupir hann „Helgu 1“ og hafði formennsku á henni þar til hann missti hana í sjóinn suður af Grindavík. Eftir það kaupirhann „Helgu 11“ og hefur haft for- mennsku á henni fram á þennan dag. Ármann var fljótt farsæll og stjórnsamur formaður. Hann er nú orðinn landsþekktur mað- ur fyrir stjórnsemi og aflabrögð. Jóhann Guðjónsson. Sigríður 12,00 tonn, smíðuð í Hafnar- firði 1920. Jóhann Guðjónsson, Kirkju- bæ Ve., var fæddur 20. des. 1901 að Kirkjubæ í Ve. Foreldrar: Guðjón Eyjólfsson og Halla Guðmundsdóttir. Jóhann ólst upp hjá foreldrum sínum á Kirkju- bæ. Jóhann byrjaði ungur sjó- mennsku í Eyjum, fyrst á „Emmu“ hjá Eiríki Ásbjörns- syni og síðar á fleiri bátum. — Formennsku byrjaði hann með „Sigríði 11“ veturinn 1923 en eftir þá vertíð pantaði hann bát frá Danmörk með Gísla J John- sen, sem var „Soffía,“ en Jó- hanni entist ekki aldur til að sjá hana, því að hann féll fyrir borð af „Friðþjófi" 20. ágúst það sama ár og drukknaði. Það stóðu miklar vonir að Jóhann yrði framtíðarformaður, ef líf hefði enst lengur, því að hann var dugnaðarmaður og framsækinn. VÍKINGUR 251

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.