Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 38
Fundur 11. desember 1894.
Samþykkt atS skrifa útgerðarmönn-
um um að styöja að því, að útvigtun
til liáseta færi fram í landi.
Fundur, 8. janúar 1895.
Ritari félagsins kom með tillögu um
að sjóður félagsins væri lagður í
Söfnunarsjóð íslands, með því að þar
mundi verða borgaðir hærri vextir en í
Landsbankanum, og sjóðurinn að öðru
leyti þar eins vel geymdur. (Málinu
frestaS).
Fundur, 15. janúar 1895.
Formaður mótfallinn að ávaxta sjóð
félagsins í SöfnunarsjóSi. Vildi að fé-
líigiS hefSi óbundnar hendur um á-
vöxtun sinna peninga og næg trygging
væri að baki.
Fundur, 12. febrúar 1895.
Formaður vakti máls á því, að hann
hefði fæi't í tal við Landshöfðingjann
hvort honum sýndist ráðlegt að færa
peninga sjóðsins úr Landsbankanum
og í Söfnunarsjóðinn, og hefði hann
verið því fremur meðmæltur, ef fé-
lagsmenn sjálfir ekki vildu hafa neinn
veg eður vanda af útlánum pening-
anna. I sambandi við þetta lagði fund-
arstjóri þessar spumingar fyrir fund-
inn:
1. Iivort þeir vildu færa peningana,
og í öðru lagi hvort þeir vildu færa
þá strax eður síðar.
Út frá þessu máli urðu alllangar
umræður og urðu ýmsir þess hvetj-
andi að peningar sjóðsins yrðu ávaxt-
aðir í Söfnunarsjóði Islands framveg-
is, undir þeim almennt viðurkenndu
skilyrðum þar, að höfuðstóllinn sé
aldrei borgaSur. Margir félagsmenn
voru því mótfallnir og álitu það ekki
heppilegt að binda svo hendur sínar
fyrir aldur og ævi, að ekki væri hægt
að taka peningana út þaðan, ef menn
á einhvem liátt sæju sér fært aS á-
vaxta þá með hærri rentum á jafn-
tryggan hátt. Eftir alllangar umræður
til og frá, kom tillaga frá Jóni ÞórS-
arsyni um að peningar sjóðsins væra
færðir úr Landsbankanum og í Söfn-
unarsjóð íslands og var hún sam-
þykkt. FormaSur áleit ekki óheppilegt
að menn létu peningana inn til 10 ára
tímabils, fyrir það fyrsta, því ef eitt-
livað breytti um til batnaðar á þessu
10 ára tímabili, þá gætu menn ráðstaf-
að því á annan veg. Annars þyrfti
ekki annaS en endurnýja skilmálann
við SöfnunarsjóSinn og láta þá vera
kyrra. Þessu vora margir samdóma.
Því næst kom fram tillaga frá Stefáni
Pálssyni um að peningamir væra
lagðir inn til 10 ára fyrir það fyrsta.
Hún var studd og borin undir atkvæði
og samþykkt.
Ásgeir Þorsteinsson, fyrsti formaður
öldunnar.
Fundur, 26. febrúar 1895.
Rætt um breytingar á farmannalög-
unum frá 22. marz 1890. Mættir á
fundi: M. T. Bjamason, skólastjóri og
Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri.
Fundur, 1. október 1895.
Árstillagið er kr. 5. — Inntökugjald
kr. 3.
Fundur, 28. október 1895.
Lát formannsins, Ásgeirs Þorsteins-
sonar. Samþykkt að kosta útförina og
gera liana vel úr garði. Samþykkt að
láta yrkja erfðaljóð.
Fundur, 5. nóvember 1895.
Samþykkt að leggja fram á næsta
fundi þær skýrslur eSur athuganir er
menn kunna aS hafa gert síðastliðið
útgerðarár.
Fundur, 3. desember 1895.
Samþykkt að hafa skemmtun í fé-
laginu um jólaleytiS til minningar
þess, að sjóður félagsins væri nú orð-
inn kr. 1.000.00 og gæti því byrjað sín
ætlunarverk að hjálpa nauðstöddum.
Fundur, 14. janúar 1896.
StyrktarsjóSur í árslok 1895 kr.
1.078.75.
Fundur, 4. febrúar 1896.
Bjarni Sæmundsson heldur fyrirlest-
ur um flatfiska við strendur landsins.
Samþykkt var að reyna að koma
því á, aS allur aflahlutur yrði greidd-
ur í peningum, en ekki úttekt, eins og
nú væri siður.
Fundur, 23. febrúar 1896.
AS öllum félagsmönnum sé heimilt
að ráða sig til næsta árs, fyrir núver-
andi kjör, en ráði sig einhver fyrir
minna, varðar þaS sektum allt að kr.
10.
Fundur, 28. febrúar 1896.
Rætt um upptöku 2ja YestfirSinga
í félagið, var mikið rætt og síðan fellt
með ölliun greiddum atkvæðiim gegn
einu.
Fundur, 10. nóvember 1896.
Rætt mn að fá leyfi hafnamefndar
til aS færa til á höfninni uppskipun-
arbáta, er bægðu fiskiskipum frá því
aS leggjast grunnt á höfninni.
Páll Hafliðason vakti máls á því, aS
þar sem nú væri í ráðum að byggja
vita eSur vitastöpul á Garðsskaga, þá
sýndist sér engu minni nauðsyn aS fá
einhverja týru á Stafnestangana. —
Frestað til næsta fundar.
Guðmundur Stefánsson vakti máls á
því, hversu nauðsynlegt væri að gjöra
eitthvaS til þess aS menn gætu fengið
tilsögn í ýmsu verklegu er fyrir kem-
ur á þilskipum eða með öðrum orðum,
að stofnaS yrSi til verklegrar stýri-
mannakennslu.
Kristján Bjamason að biðjaAlþingi
um skip, sem þannig væri útbúiS, aS
menn gætu fengið verklega kennslu og
æfingu.
Samþykkt að tala við skólastjóra
Stýrimannaskólans að halda fyrirlest-
ur.
Fundur, 22. desember 1896.
Formaður gat þess, aS Valdimar
Bjarnason liefSi óskað að fá að koma
inn á fundinn og bera upp mikilsvarð-
andi málefni fyrir sjómannafélagiS
„Báran.“ Samþykkt, en liann mætti
ekki.
Bréf, þar sem óskað er eftir að
Flateyingar fengju að gerast félags-
VlKINGUR
252