Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 41
Fulltrúar á landsþingi' slysavarnafélagsins framan vi'ð björg- unarstöð Ingólfs i Örfirisey. Þeir eru að skoða gúmmibjörgun- ' arbát slysavarnafélagsi m. — Ljósm.: Stcfán Nikulásson. útbúnaði og með það fyrir aug- um var erindið flutt. Tilraunir til að fá fólk til að trúa því að stjórn Slysavarnafélagsins eða ég persónulega hafi verið and- vígur gúmbátum sem björgunar- tækjum, er alveg út í hött og nægir þar að benda á yfirlýsingu Valgarðs Þorkelssonar, skip- stjóra, hér í blaðinu. Aðrar get- sakir Gísla í þessu sambandi eru honum ekki sæmandi. Hann neit- ar að viðurkenna, að Slysavarna- félag Islands hafi eignast gúm- bát 1944, af því að hann hafi hvergi fundið staf um það í Ár- bók félagsins. Ef takast mætti að sannfæra Gísla, hvað þetta snertir, þá fylgir hénneð mynd af slysa- varnafélagsfulltrúum utan af landi, vera að skoða gúmbjörg- unarbát félagsins framan við björgunarstöðina í Örfirsey. — Myndin birtist í dagblaði í Reykjavík áður en gúmbátar voru teknir í notkun í Vest- mannaeyjum og áður en nokkur íslendingur hafði bjargast í gúmbáti. Gísli ásakar mig fyrir að fara rangt með atriði er m.b. Veiga fórst, segir að ég hafi ekki haft hugmynd um þennan at- burð fyrr en mér hafi verið sagt frá þessu á 20. þingi F.F.S.Í. Bágt á ég með að skilja hvernig Gísli hefur farið framhjá skrá- setningu minni á þessu slysi í Árbókinni, eins vel og hann seg- ist hafa kynnt sér hana. í árs- skýrslunni frá 1952 er þó hægt að lesa um þetta á tveimur stöð- um. Um björgun mannanna á bls. 61 og á bis. 72, nöfnum þeirra, sem drukknuðu, aldri þeirra og helztu upplýsingum eins og venjulegt er. Ég skal viðurkenna, að í Árbókinni er því miður sagt rangt frá tölu áhafnarinnar á Veigu og einnig í erindi mínu og sést því hvaðan ég hefi heimildina. En eins og ég sagði fyrr, þá er aðeins minnst á slysin til lærdóms og varnaðar. Nú hefur enn skeð hörmulegt slys, þegar Mummi frá Flateyri fórst. Aðeins tveir menn björguðust fyrir einhverja sérstaka guðsmildi, enda þótt skipið sé útbúið tveimur gúm- bátum. Getum við varast að láta okkur detta í hug að fleiri hefðu bjargast, ef hægt hefði verið að losa gúmbátana með einu hand- taki, þegar báturinn fékk áfall- ið? Kom ekki þarna í ljós þörf fyrir, að bátarnir væru betur út- búnir, að tiltæk væru skjólföt og gúmbátsþakið styrkt með nylon- neti eða öðru móti, svo að það áhættulaust gæti borið mennina þegar bátnum hvolfdi, sem kom fyrir hvað eftir annað. Hefði þakið þolað það, ef að í bátnum hefðu verið eins margir menn og hann gat borið? Hvað snertir útbúnað, til þess Rekakkeris-eldflaugin í notkun. Rekakkeri gúmbáta þyrftu að vera af sömu stærð og þetta til að koma að verulegu gagni. VÍKINGUR 255

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.