Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 45
hurðunum, ekki nægjanlegt ljós,
verkfærin of vönduð og svo
væru þarna sprautur, sem sjó-
menn kynnu ekkert að fara með.
Eftir nokkrar vangaveltur var
ákveðið að lyfin, sem fyrir voru,
fengju að vera áfram, en auk
þess þyrfti að setja um borð
lyfjakistu eftir íslenzku reglu-
gerðinni. Verkfærin voru tekin
í land, það átti að „skoða“ þau.
Þau fengust þó aftur, þegar sent
var eftir þeim. Síðan var smíðuð
lítil kommóða með þröngum
skúffum, sem fyllt var af lyfj-
um þ.e.a.s. megnið af því var
joð, kresólsápulögur og laxerolía
ásamt öðru dóti, sem illa seldist
í lyfjabúðunum — gott fyrir
skipsbrúk — eins og þeir aug-
lýstu kjötið á skútuöldinni.
Á Norðurlöndum er samnings-
bundið við félögin hversu marg-
ir skulu vera á skipum eftir
stærð þeirra. — Innan skamms
munu viðræður hefjast í Sví-
þjóð um flokkun áhafna vegna
aukinnar sjálfvirkni. (I Banda-
ríkjunum er þetta ekki samn-
ingsbundið). Það er orðið nokk-
uð langt síðan t.d. að skip John-
sonlínunnar í Svíþjóð fengu
skiptiskrúfu, sem stjórnað er úr
brú. í erlendum blöðum eru ein-
att að birtast fregnir af þessum
framförum og skal drepið áfátt
eitt er telst til nýlundu. Fyrir
skömmu var danska túrbínu-
skipið „Emma Mærsk,“ 60.750
d.w.t. afgreitt frá Kockums
skipasmíðastöðinni. — Þar þarf
énginn vélstjóri að koma nálægt,
vélinni er stjórnað algjörlega úr
brúnni með venjulegum vélsíma.
Það skal tekið fram að þetta er
ekki fyrsta skipið þannig útbú-
ið. 1 janúar s.l. afgreiddi sama
skipasmíðastöð 54.600 d.w.t.
mótorskip norskt, „Bruce Jarl.“
Götaverken lauk nýlega smíði á
stóru skipi fyrir Rússa, þar sem
vél er stjórnað úr brú og er það
fyrsta slík smíði þeirra. Norð-
menn eru komnir með nokkur
fjarstýrð skip, Japanir einnig,
en Bretar og Þjóðverjar heldur
á eftir. Moor McCormac Lines
eru komnir vel af stað. Þeirra
skip hafa 24 mílna hraða. Þeir
hafa einn vélstjóra staðsettan í
brú. Lykes Lines hafa á prjón-
unum smíði á mörgum slíkum
skipum og hyggjast spara það
mikið í mannahaldi að óþarfi
verði að þiggja ríkisstyrk.
Enska blaðið Shipbuilding &
Shipping Record ræddi nýlega
þessi nýsmíði og fullyrti að inn-
an skamms þyrfti engan mann
í vélarúm, einn maður gæti séð
um allt annarsstaðar frá.
Á Norðurlöndum er yfirleitt
vöntun á vélstjórum. Á þessu
skipi (sænskt) er t.d. aðeins
einn af fjórum með full réttindi
og hann hefur ekki fengið frí í
þrjú ár. Sömuleiðis er vöntun á
matsveinum. — Eins og oft vill
verða þegar þannig stendur á,
ber mest á óreglu hjá þessum
stéttum. Það er bagalegt, því
þeir hafa hraða skips og heilsu
manna í hendi sér. Ef sjálf-
virknin væri ekki komin til sög-
unnar hefði getað farið svo að
sjómenn hefðu aftur þurft að
fara að hæsa seglin og naga
skonrok.
í þessu sambandi má geta
þess, að á mörgum skipum Bros-
trömsfélagsins er enginn 1. mat-
sveinn, en 2. matsveinn hefur
þann starfa að hita upp, í þar
til gerðum ofnum, tilbúinn mat,
sem kemur um borð í hæfilegum
pökkum.
Enn hefur ekki fréttst að vél-
stjóri hafi „bætt við sig sigl-
ingafræðinni“ til þess að taka að
sér allt draslið. Það hefði ef-
laust spurst, því að hann hefði
orðið nokkurs konar Gagarín í
sjálfvirkninni til sjós.
Ef ég man rétt, þá eru rúm
tvö ár síðan ég skrifaði um
„Seafax“ í þetta blað. Það er
tæki, sem skrifar sjálfkrafa nið-
ur veðurkort með því að setja
það í samband við sæmilegt út-
varpsmóttökutæki, sem stillt er
á þær veðurstofur, sem senda
slíkt út allt að fjórum sinnum á
dag.
Mér er ekki kunnugt um að
nein slík tæki hafi borist til
landsins. Erlendum skipum er
óðum að fjölga, sem hafa fengið
þau. Flest eru þau í skipafélög-
um, sem eitthvað kveður að og
sigla um N-Atlantshaf.
Nú þegar skipin eru orðin
stór, sterk og kraftmikil, má
vera að sumum sægörpum finn-
ist að það eina rétta sé, þegar
skellur á með ofsa, að hafa fulla
ferð, loka augunum og halda
sér — og þykjast jafnvel meiri
menn þegar þeir ná landi með
aðeins lítilsháttar brotið og
bramlað. Ég held að þeir séu
samt fleiri, sem vita að krókur
er betri en kelda og að það er
hægt að ofbjóða skipum hversu
stór sem þau eru.
Þessir ,,Seafax“ veðurkortarit-
arar gera mönnum auðveldara
að sneiða hjá lægðum, þar sem
veðurhæðin er mest og sjólagið
verst. Kostirnir eru augljósir og
hafa aukist að mun við tilkomu
„Tiros“-gerfihnattanna, sem gera
veðurathuganir. Nú er sá níundi
kominn á loft og nefnist „Nim-
bus.“ Hann fer yfir skautin, um-
ferðin tekur 100 mínútur og
„sér“ hann 1.500 mílna svæði í
senn, þannig að hann getur ljós-
myndað hverja fermílu á yfir-
borði jarðar tvisvar á dag. Nim-
bus tekur öllum þeim fyrri
fram svo nú gefst veðurfræð-
ingum betra færi á að komast
að upptökum óveðra, sem þeir á-
líta að myndist aðallega yfir
eyðimörkum og pólunum.
Það er haft eftir Harry Press,
er stjórnar Nimbusframkvæmd-
unum: „Að hann vilji ekki halda
því fram, að einn Nimbus gerfi-
hnöttur annist störf veðurstöðva
í þúsundatali á jörðu niðri, held-
ur að það sé einmitt það, sem
veðurathugunahnettir séu færir
um.“
Þá er augljóst að gildi „Sea-
fax“ hefur aukist að sama skapi
þegar hann getur skrifað niður
glóðvolgar fregnir svo til beint
úr gufuhvolfinu.
Með beztu kveðjum,
Jón Steingrímsson.
259
VlKINGUR