Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 47
Tuttugu kennarar eru ráðnir að Sjómannaskólanum í vetur. Hér sitja nokkrir í fremstu röð. Talið frá vinstri: Helgi J
Halldórsson, magister, nýkominn heim sem háseti á Jóni Kjartanssyni SU í sumar (íslenska og enska); Þorsteinn
Gíslason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU (danska, íslenzka, reikningur og siglingafræði); Ingólfur Þórðarson, skipstjóri
á Hval (siglingafræði, stærðfræði og sjómennska); Jónas Þorsteinsson, stýrimaður (sömu fög); Karl Guðmundsson
(sömu fög, líka eðlisfræði og veðurfræði); Benedikt Alfonsson (sömu fög að undanskildri eðlisfræði) og Þorsteinn
Valdimarsson, skáld (íslenska og danska). (Ljm. Þjóðv. GM).
Stýrimannaskólinn var settur 1.
okt. kl. 10.00 í 74. sinn.
Skólastjóri bauð velkomna kenn-
ara og nemendur og gaf stutt yfir-
lit yfir starfsemi skólans á liðnu
skólaári. Aðsókn að skólanum er
nú meiri en nokkru sinni fyrr, og
verða 11 kennsludeildir með 215
nemendum, þ.e. deild fyrir skip-
stjórapróf á varðskipum ríkisins,
1., 2. og 3. bekkur farmannadeild-
ar, 1. og 2. bekkur fiskimanna-
deildar, 1. bekkur tvískiptur og 2.
bekkur fjórskiptur, og minna fiski-
mannaprófsdeild. Ennfremur verða
tvö námskeið úti á landi fyrir hið
minna fiskimannapróf. Kennarar
verða tuttugu.
Skólastjóri sagði að hin mikla
aðsókn að skólanum bæri gleðileg-
an vott um góða afkomumöguleika
á sjónum. Velferð þjóðfélags okkar
hlyti líka að miklu leyti að byggj-
ast á því, að aflað væri úr sjónum
og kaupskipum okkar haldið úti, á-
samt þeim skipum, sem ættu að
verja fiskimið okkar. Skipaflotinn
væri nú þegar orðinn hinn glæsi-
legasti og stöðugt bættust við ný
skip. Þá hefði þróunin orðið sú, að
sérstaklega hefðu fiskiskipin stækk-
að jafnhliða nýrri veiðitækni. Hefði
þetta orðið til þess að margir af
okkar ágætu aflamönnum, sem að-
eins hefðu rétt til skipstjórnar á
skipum allt að 120 rúmlestir, hefðu
þegar þeim hefur boðist stærra
skip til að stjórna, orðið annað-
hvort að neita þeim, eða leita á
náðir stjórnarvaldanna til þess að
fá undanþágu til skipstjórnar. —
Hvorttveggja væri illt og hvað
undanþágum viðvíki hlytu þær allt-
af að verða tímabundnar og ekki
til frambúðar. Til þess að reyna að
ráða bót á þessu ástandi, var á-
kveðið að hafa sérstaka deild við
skólann í vetur fyrir þá, sem hafa
hið minna fiskimannapróf. Aðsókn
að þessari deild er svo mikil, að
tvískipta verður henni. í ráði er að
samskonar deild verði einnig í skól-
anum í vetur, en varla oftar.
Skólastjóri lét í Ijós ánægju sína
yfir að fyrir nokkru hefði Sjó-
mannaskólanum borizt tilkynning
um að ákveðin hefðu verið lóða-
mörk skólans og þar með hefði
fengizt endanleg lausn þessa máls,
sem hefði verið beðið eftir allt frá
því skólinn tók til starfa í hinu
nýja húsnæði fyrir 19 árum.
Að lokum brýndi skólastjóri fyr-
ir nemendum að nota vel hinn til-
tölulega stutta tíma, sem þeim væri
ætlaður til náms í skólanum.
Jónas Sigu rðsson, skólastj. Sjó-
mannaskólans, var skipstjóri á
einum hvalbtánum í sumar. Jónas
er nú ekki hér í tunnunni á þessari
mynd. Er að flytja setningarræðu
skólans.