Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 52
stökki munu Ástralíumenn veðja hiklaust á sína kengúru. Hún á heima á hástökksbrautinni og stekkur áreynslulaust fjóra metra, — en þá notar hún hal- ann í svinginn, og er þá eftir að vita hvort Ólympíunefndin tek- ur stökkið gilt. En þá nær hún kannske í einhvern pening í þol- hlaupi. I Englandi tóku menn eftir því, að laxar léku sér að því að stökkva foss, sem var 4,35 m. hár og féll fram af þver- hníptu bjargi. Þó var talið að laxinn stykki ekki alla hæðina, heldur synti hluta af henni. En hvað um það. Laxinn kemur vart til greina á þurrum vettvangi. í langstökki verður spennandi keppni milli kengúrúanna, ljóns- ins, antilópunnar og gasellunn- ar. Ljónið getur sannanlega stokk- ið allt að átta metrum, en stærstu kengúrurnar munu hafa vinninginn með allt að 10 m., og þar með slá þær út gamla heimsmetið hans Jesse Owens, sem var 8,13 metrar. Menntelja að pala-antilópan slagi hátt upp í kengúruna, og verður þar hörð keppni. — Ástralíumenn hafa fulla ástæðu til að vænta þess að kengúrúan þeirra hirði flest gull- in. Hún er mjög h'kleg að vinna í grindahlaupi og hindrunar- hlaupi. Við mælingu í þrístökki frosks- ins hefir hann stokkið saman- lagt um fimm metra. Tvö síð- ustu stökkin eru drjúgum spöl lengri en hið fyrsta. Froskurinn sem slíkur verður þó sennilega að láta í minni pok- ann fyrir kengúrurottunni, sem ku stökkva mjög glæsilega, og Tígrisdýr. harða keppni fær hann hjá afríkönsku stökkmúsinni, sem er aðeins 10 til 12 sentimetra löng, en stekkur hátt í fimm metra. Ef farið væri út í að gefa smæztu dýrunum aðgang að leikjunum mundi flóin óefað setja ólympíumet bæði 1 há- stökki og langstökki. Þó mundi engisprettan og fleiri stökkv- andi skordýr gjarna vilja mæta til leiks. í kúluvarpi verður aðeins um innbyrðis keppni að ræða meðal apanna. Þeir hafa haldgóða æf- ingu í því að kasta kókoshnetum og fáir jafnast á við þá í hnit- miðuðu lengdarkasti. Þeir hitta ávallt í mark. . - —I Slétthakur. Reyndar væri ekki útilokað að lamadýrið heimtaði aðgang. Það getur með einkar sakleysislegu yfirbragði sent skjólgóða klessu í andlit áhorfenda á fimm metra færi. Hver veit nema að dýrið heimtaði aðgang að „kúluvarpi.“ í lyftingum í smærri stærð- um verður sigurvegarinn skil- yrðislaust litla hetjumúsin frá Kongó. Hún getur borið um- yrðalaust um eitthundrað og fimmtíu pund. Ef við leitum meðal smærri dýra verða bjöll- urnar — bítlurnar nærtækastar. I þeim hópi er herkúlesbjallan, — hún er flöt eins og blað í bók. Þessi bjalla og aðrar tegundir geta staðið undir hlutum, sem eru allt að fjögurhundruö sinn- um þyngri en eigin þyngd. — Þrátt fyrir þetta skulum við ekki líta framhjá býflugunni, sém lyftir tuttugu og átta sinn- um eigin þyngd. Þungavigtin er örugg, þar sem fíllinn er. Hann ber auðveldlega nokkuð á annað tonn. Úr hópi spendýra mun mæta úrvalsflokkur til loftfimleika, sem vekja mun geysihrifningu % vSE; Svala. áhorfenda og veita þeim mikla skemmtun. Þar eru markettirn- ir (lítil apategund) einna fremstir. Þeir eru kátir og fjör- ugir. — Heimkynni þeirra eru frumskógar Afríku. Þeir hafa fjórar hendur og langan sveiflu- hala og svífa af mikilli leikni langar leiðir milli trjánna, með allskonar skringilegum tilburð- um. En markötturinn fær harða keppinauta hjá dvergunum með- al loftfimleikadýranna; flug- pokamúsin, sem ekki er ósvipuð hagamús og gengur oft undir nafninu „akrobat,“ enda ber hún það nafn með réttu. Hún er með breiðar fitjar milli tánna og langan fjöðurformaðan svif- og stýrishala. Þetta litla dýr er tamið á fjölda heimilum í Ástralíu, og svífur veggja milli til mikillar skemmtunar fyrir börnin, sem eiga þarna sitt sirk- usdýr. Músabörnin í pokanum á kvið hennar fá ókeypis svifflug. „Akrobatinn“ er þó raunveru- lega engin mús, heldur pokadýr af kengúruættinni. Þarna eiga Ástralíumenn gott númer til við- bótar til að senda á leikana. En í loftfimleikum dýranna ættum við ekki að gleyma „fljúgandi maki,“ hinum fræga svifapafrá Austur-Indíum. Makinn svífur hátignarlega frá hæstu trjátopp- Framhald á bls. 282 266 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.