Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 55
OLiULEIT í NORÐURSJÓ
Séð ofan á þilfar borunarskips. Borstengurnar liggja á þil-
farinu. Stöng við stöng er skrúfuð saman eftir því sem holan
dýpkar.
Mikið er nú skrifað í ensk
tæknirit um „the new industry,"
sem þau nefna svo, þ.e. leitina
að olíu og gasi í Norðursjónum.
Hyggja brezkir skipa- og véla-
smiðir sér gott til glóðarinnar
um aukna starfsemi, en þeir
eiga margir við erfiðleika að
stríða sem stendur, vegna sam-
keppni utan frá. Borturnar þeir,
sem notaðir eru við rannsókn-
irnar og vinnslu olíunnar upp úr
sjávarbotni, ef til kemur, eru
mikil fyrirtæki, og smiðjur á
austurströndinni standa þarna
bezt að vígi.
Af löndum, sem liggja að
Norðursjó, varð Bretland fyrst
til að gefa út lög, sem helguðu
þeim rétt til að hagnýta sjávar-
botninn á stórum svæðum kring-
um landið. Ekki mun þó full-
samið ennþá við nágrannalöndin
um þessa „landhelgi," en að
sjálfsögðu munu þau hvert fyr-
ir sig heimta sitt „landgrunn."
Bretar hafa þegar mælt sitt
landgrunn og skipt því í fer-
hyrnda reiti, 100 míilur hvern.
Hafa þessir reitir verið boðnir
út á leigu til ákveðins tíma, 5-6
ára gegn leigu, og að manni
skilst loforði um að mega dæla
úpp olíu síðar, ef hún finnst,
gegn ákveðnu gjaldi (royalty) til
ríkisins. Og ekki hefir staðið á
Þannig lítur neðsti hluti borsins út,
nefnist hann borkróna og er gerður
úr demant.
leyfisbeiðnum. — í skýrslu frá
orkumálaráðherranum brezka,
sem kom fram á blaðamanna-
fundi í London fyrir skömmu, er
þess getið, að 31 umsókn hafi
komið fram um leyfi til olíuleit-
ar í Norðursjó, og að bak við
þessar umsóknir standi 61 fyrir-
tæki og einstaklingar. — Lýsti
orkumálaráðherra því yfir að 22
umsækjendum væri þegar búið
að veita borunarleyfi. Er þar
um að ræða 400 reiti, samtals
um 30.000 fermílur. Sagði ráð-
herrann að leyfi þessi væru þeg-
ar undirrituð og innsigluð. En
hér hafði verið um mikið vanda-
mál að ræða, því mörg fyrir-
tækin sóttu um sömu reitina, og
yfirleitt sérstök svæði mest eft-
irsótt. Er þarna bæði um ensk
og erlend fyrirtæki að ræða. Og
þátttaka frá svo að segja öllum
svokölluðum alþjóða-Olíufélög-
um. Taldist ráðherranum svo til,
að hlutur Breta væri um 30%
og Kanada um 10%. Ráðherr-
ann lét þess getið, til þess að
gefa nokkra hugmynd um kostn-
aðarhliðina við þessar tilraunir,
þá væri áætlað að áminnstir
þátttakendur mundu eyða í til-
raunirnar um 80 milljónum
sterlingspunda á næstu 6 árum.
Mörg þessara félaga hafa þegar
gert mælingar á stórum svæðum
á Norðursjó, og talið er, að þau
bindi miMar vonir um góðan ár-
angur af borunum þar. „Ég hefi
frétt,“ sagði ráðherrann enn-
fremur, ,,að nokkrir borturnar,
sem kosta um 2 milljónir sterl-
ingspunda, séu þegar í pöntun í
Bretlandi, og að fyrirspurnir um
ýmsa aðra hluti sem nota þarf,
séu í umferð, og mun þetta allt
saman veita brezkum iðnaðar-
mönnum kærkomna vinnu. Þó er
það svæði sem minnst var á, að-
eins lítill' hluti af landgrunni
okkar, og það sem mestur áhugi
er fyrir sem stendur. — Önnur
svæði vekja ef til vill áhugasíð-
ar. Að minnsta kosti helmingur
þeirra svæða sem nú voru leigð,
renna aftur til stjórnarinnar
eftir 6 ár, og má þá leigja þau
aftur.“
Til þess að gefa nokkra hug-
mynd um hve umfangsmikið
VÍKINGUR
269