Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Blaðsíða 56
t MINNING: fyrirtæki er að ræða, þegarbor- að er eftir olíu á sjó úti, er hér þýddur smá útdráttur úr samn- ingi um smíði á einum slíkum borturni: Smith’s Dock Com- pany, of South Bank-on Tees, hefur gert samning um smíði á borturni til olíuleitar í Norður- sjó fyrir Transocean Drilling Company, Nassau, Bahamas. — Nýtt fyrirtæki, Shell U.K. Ex- ploration and Production Ltd., hefir tekið að sér að starfrækja fyrirtækið í 5 ár. Borturninn með öllum búnaði á að kosta um 2,5 milljónir sterlingspunda. — Hann á að geta staðið af sér 100 mílna vindhraða og 50 feta öldu- hæð, þ.e. mesta hugsanlega fár- viðri og öldugang í Norðursjó. Þessi borturn er af svokallaðri „selvlifting“ gerð, þannig að hægt er að lyfta (tjekka) vinnu- pallinum það hátt upp, að öldu- gangur nái honum ekki. Hann á að standa 6 fótum 260 feta há- um og 12 fet í þvermál. Við bor- unina stendur turninn 6 föstum fótum á sjávarbotni. Á vinnu- palli turnsins eru íbúðarhús fyr- ir 50 manns og lendingarstaður fyrir þyrlu, auk rúms fyrir vél- búnað, sem er ærinn. Flatarmál hans er 225 sinnum 140 fet, og hæðin frá undirstöðum fótanna og upp á borturninn 360 fet. Stálið, sem fer í tæki þetta er um 6.000 lestir. eða álíka mikið og fer í 30.000 lesta olíuflutn- ingaskip. Gert er ráð fyrir að með slíku tæki megi boi'a niður á allt að 20.000 feta dýpi. Það er athyglisvert hvað keppnin er nú mikil meðal olíu- félaganna um að komast sem fyrst í gang með boranirnar. Orkumálaráðherrann taldi mjög líklegt að sum félögin mundu hefja boranir á næsta ári. Og miklu er kostað. Þó vilja svona margir eiga skot í neyðinni. En olíufélögin hafa orðið mikla reynzlu á þessu sviði, og sum þeirra hafa, að sögn, leiðang- ursmenn á stöðugu ferðalagi um allar jarðir, í olíuleit. Og mikið Framhald á bls. 275 270 Ingimundar Jónssonar Ingimundur Jónsson. Þann 4. des. 1963 lézt að heimili sínu, Kleppsvegi 28 í Reykjavík, Ingimundur Jónsson frá Strönd á Stokkseyri. Hann var fæddur að Klauf í Vestur-Landeyjum 20. maí árið 1886. Ungur hóf Ingimundur að stunda sjó á skútum frá Reykja- vík, og einnig á árabátum og síðar á vélbátum, einkum frá Stokkseyri. Árið 1917 byrjaði hann for- mennsku á vélbátum og er for- maður til ársins 1947 að hann flutti til Reykjavíkur ásamt konu sinni Ingibjörgu Þorsteins- dóttur, þar eð börn þeirra hjóna 6 að tölu voru farin að heiman og flest til Reykjavíkur. Ingimundur var um margra ára bil aflakóngur á Stokkseyri, enda oft einskipa á sjó, þar sem lægni hans við brimsundin var frábær. Ég minnist þess í æsku, að ég heyrði haft eftir hinum merka formanni og hafnsögumanni Jóni Sturlaugssyni í Vinaminni á Stokkseyri, eitt sinn er rætt var um einskiparóðra Ingimund- ar, að það væri alltaf til „lag“ handa Munda á Strönd. Það, sem menn ná til að læra af færum mönnum í sinni grein, er þeim, sem læra, til heilla í starfi. Stefán Nikulásson. Jóns Svavars Karlssonar Jón Svavar Karlsson. Jón Svavar Karlsson, formað- ur, var fæddur að Gamla-Hrauni við Eyrarbakka 25. janúar 1914. Sonur hjónanna Sesselju Jóns- dóttur frá Norðfirði og Guð- mundar Karls Guðmundssonar, formanns á Stokkseyri. Árið 1948 er útgerðarfélagið Meitilinn h.f. í Þorlákshöfn hóf vélbátaútgerð þar, réðist Svavar fyrstur formanna til þess félags. Hér reið á traustum formanni til starfa hjá hinu nýja fyrir- tæki, þar sem hafnarskilyrði voru mjög ónóg í fyrstu. Svavar reyndist þessum vanda vaxinn í bezta lagi, enda var hann áður búinn að vera um 12 ára skeið formaður á Stokkseyri við mjög góðan orðstír, auk þess að stunda frá unglingsárum. Svavar stundaði róðrana af kappi og dugnaði, þar til um mánuði áður en yfir lauk, og oft hæstur með afla um lokin. Hann lézt 12. marz s.l. í Borg- arsjúkrahúsinu í Reykjavík og var jarðsettur 21. sama mánað- ar á Stokkseyri. Stefán Nikulásson. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.