Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 57
GEISUR OG TEHÚS Geisur á stéttarfélagsfundi. í Japan þykir jafn sjálfsagf að við líði séu geisur og tehús, eins og hverjum manni er nauð- syn að eiga greiðu. En ekkert er þó jafn tvírætt og slíkar stofn- anir. í tehúsum Tokyoborgar finnast nefnilega jafnmargar stéttir og þær, sem heimsækja veitingastaðina í París og Frakklandi — og Geisurnar . . já það er nú dálítið tilfinninga- næmur kafli. Útlærð geisa lítur á sjálfa sig, og það með fullum rétti, sem sér- fræðing til að hafa ofan af fyr- ir gestum á veitingastöðum, samtímis því lítur hún aðrar geisur aðeins sem barfélaga eða léttúðardrósir. Ég átti þess kost að kynnast tehúsum Japans og endurminn- ingarnar, eru svo minnisstæðar og ljúfar, að ég vil helzt sitja fyrir framan ritvél mína og brosa út í loftið, meðan minn- ingarnar streyma um hug minn. Bíllinn okkar þokast eftir göt- unum í Gotlandahverfinu í Tokyo. Klukkan er 6 um kvöldið og er ákvörðunarstaður okkar hið fræga tehús Hannya-en. Við erum fjórir Svíar í bif- reiðinni og mjög eftirvæntingar- fullir að komast í fyrsta geisu- félagsskapinn okkar. Og þar sem Svíavinurinn og stórbóndinn Genyoh Soda er gestgjafi okkar þetta kvöld, erum við fullvissir um að fyrsta geisukvöldið verð- ur minnisstætt. Bifreiðastjórinn stöðvar bifreiðina framan við hlið nokkurt. — Fjórar stúlkur klæddar kimonos, hneigja sig djúpt og bjóða okkur velkomna og leiða okkur síðan inn í dá- samlega fallegan garð. Garður- inn er skreyttur yndislegum blómum og trjám, þarna eru ljóskastarar, sem gefa umhverf- inu töfralegan blæ. Kyrrðin, sem ríkir er jafn áhrifamikil og feg- urðin í garðinum. Og hérna er höllin, sem prinz Shimazu átti heima í fyrir styrjöldina, en er nú eitt frægasta tehús Tokyo- borgar og fellur vel inn í um- hverfið með sínum einfalda og hreina stíl. f þessu tehúsi eru mörg her- bergi, sem notuð eru fyrir stór og smá samkvæmi. Öll herberg- ■ in eru prýdd sams konar hús- gögnum. Veggir eru skreyttir fögrum sedrusviði og dýrindis teppi á gólfinu. Rennihurðir eru milli herbergja ýmist gagnsæar VÍKINGUR 271

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.