Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 60
Yngri geisa hlýtur tilsögn í dansi hjá edri geisu, sem nýtur ekki lengur hylli í samkvæmum. urinn meiri, en samkvæmið í Hannya-en er virðulegra. Geisustéttin er meira en 100 ára gömul og á hvergi annars- staðar í heiminum sér líka. Fyrstu geisurnar komu fram í byrjun 19. aldar fyrir japönsku yfirstéttina Sumurais í fallegri höll í Kyotos. Gei-cha þýðir líka leikkona. Kyoto var og er aðal- stöð geisanna og þar lifðu þær sérstæðu lífi. Mikið af upphaf- legum venjum þeirra haldast enn og með því að ganga um geisustöðvarnar má kynnast því hvernig gamla Japan var. I Ky- oto er elzta geisuhreyfingin, en þegar Tokyo stækkaði, fjölgaði geisunum þar. — Helztu geisu- hverfin í Tokyo eru Janagibashi, Akasaka og Shimbashi. En hvað er þá á bak við geisuhús og tehús? Geisuhús er hús þar sem 4—6 geisur búa saman og tehús er ekta japansk- ur veitingastaður, þar sem geis- urnar starfa. Það sem kallast japanskur „restaurant“ er aftur á móti matsölustaður, þar sem japansk- ur matur er framleiddur. Og japanskt „inn“ er hótel með japönskum mat og innlend- um húsbúnaði, sofið á gólfinu og heit böð á boðstólum. Þessir síð- astnefndu staðir eru einnig mik- ið notaðir fyrir leynileg stefnu- mót. Heimkynni geisanna eru með allt öðrum blæ en aðrir íveru- staðir. Þar ríkir alveg sérstakt andrúmsloft. Fyrir hádegi eru göturnar tómar í hverfinu og al- gjör kyrrð ríkir. Hvílast þá geis- urnar eftir vinnu sína kvöldið áður. En tehúsin loka kl. 23.30 á kvöldin. Um hádegisbilið byrjar að lifna yfir hverfinu, og þá gellur síminn, er þá verið að panta geisurnar í „party" fyrir kvöldið. — Einnig koma aðrar geisur, sem ekki búa í hverfinu, en tilheyra þó geisuhúsinu, í heimsókn. Reglan er nefnilega sú, að geisurnar geta ekki verið í tengslum við tehús nema til- heyra ákveðnu geisuhúsi. Sérhvert geisuhús hefur á- kveðinn fegurðarsérfræðing, sem sér um klæða- og hárbúnað stúlknanna. Nútíma geisur nota hárkollur í starfi sínu til þess að þurfa ekki sjálfar að láta hár sitt vaxa upp í meters lengd. En svo mikið hár þarf til að setja upp hina frægu shimada greiðslu. Innan geisuhúsanna er enginn luxus og yfirleitt er hann ekki að finna í Japan nema hjá há- stéttunum. Innréttingin er mjög einföld, spegill og borð fyrir snyrtingu, nokkur málverk, sjón- varp í einu horninu og útvarp í öðru, engin rúm eru í geisu- húsunum, en púðar og madress- ur lagt til hliðar að degi til. Geisurnar sofa og endurnær- ast í geisuhúsunum, annars dvelja þær lítið heima. Aðal- íverustaðir þeirra eru félagssal- irnir. Stéttarfélag er orð, sem virðist ríma illa við stöðu geis- unnar og það umhverfi, sem þær að jafnaði hrærast í. — En geisurnar eru félagsbundnar og félagsskapurinn sér um að hafa ofan af fyrir þeim. Þetta mætti kannske eins vel kalla klúbb- starfsemi eða skóla. Stúlkurnar koma daglega sam- an. Þær matast þarna, ræða um starfið og skipuleggja dans og músiksýningar. Menntun geisunnar er löng og mikil. Hún á að vera fullkomin samkvæmissérfræðingur og sóma sér með aðalsmönnum og öðru stórmenni. Margar geisur koma úr sömu ættinni og er mamma fyrsti kennarinn. í Tokyo er hægt að finna 3 ættliði starfandi sem geisur, sú elzta er 73 ára, en yngsta 18 ára. Yngri geisurnar eru daglega þjálfaðar í músik, dansi og söng. Þær sem ekki eru fullnuma, eru kallaðar maiko og þjóna meðal annarra eldri geisunum. Æfing- arnar eru líka margar stundir í almennri framkomu og stúlk- urnar vita, að geisa verður að hegða sér vel. Yngstu maikos eru ellefu ára og þær verða að nema í 7 ár áður en þær útskrif- ast sem geisur. 1 Tokyo eru 5600 geisur, sem eru í 10 félagaklúbbum og stunda vinnu við ca 1400 tehús. í Janagibahsi-hverfinu, þaðan sem efnið í þessa grein er feng- ið, vinna 300 geisur í 25 tehús- um, eru þá 10—12 geisur við hvert hús að jafnaði. Stúlkurn- ar vinna þarna á þeim tíma, sem matur er seldur í húsunum. En einnig er hægt að fá geisurnar til að starfa heima í einkaíbúð- um, en þá verður að semja um það með milligöngu tehúsanna. VlKINGUR 274

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.