Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Síða 61
Margar geisur eru bæði ung- ar og fallegar og til þess að við- skiptavinir verði ekki fyrir von- brigðum, geta þeir fengið hefti til yfirlestrar með myndum og upplýsingum um stúlkurnar. — Geta menn svo hringt og pant- að sem þeim lízt á. Ef viðskipta- vinurinn lætur engar óskir í ljós, verður hann að sætta sig við það sem honum er boðið. En yfirleitt er það nú ekki svo hættulegt, því að eldri geisurn- ar kunna meira fyrir sér en þær yngri og hafa oft betri á- hrif í þá áttina að róa menn, þær eru líka vel færar um að ræða helztu málefni og heims- pólitíkina. Geisustarfinu fylgir og það að þær eru þagmælskuskyldar — eiga ekkert að vita eða heyra. Það er reglulega skemmtilegt að eiga kvöld með geisum, en það kostar mikla peninga. Hannya-en með 12 matborðs- geisur, eins og fyrr var lýst,. er einhver dýrasti geisustaðurinn í Tokyo. Ekki er hægt að velja matseð- ilinn, en það gerir ekkert, því að maturinn er alltaf í topp- standi. Greiðsan er því ákveðin fyrir hverja klukkustund og kostar á þessum stað rúmar 600 krónur fyrir manninn. Fjögurra stunda samkvæmi fyrir 6 menn með 12 borðgeisum og 3 skemmtigeisum kostar þá frá 16500 kr. upp í 25000 íslenzkar krónur Fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Ikeda,. sækir ódýrari skemmtistað, Rynkotei að nafni, þar kostar tveggja tíma dvöl fyrir tvo og tvær geisur 1062 kr. Geisan ein kostar fyrstu tvær klukkustundirnar 230 kr. ogeft- ir það 102 kr. pr. stund. Geisurnar eru virtar sem sam- kvæmissérfræðingar og tekjur þeirra eru langt yfir meðal tekj- ur almennings. Þær hafa 8500 kr. á mánuði og séu þær ungar og fagrar hafa þær hærri laun. Hámarkið er þó ekki yfir 13000 kr. Af þessum launum greiðaþær VÍKINGUR mánaðarlega til geisuhúsanna 1700 kr., í þeirri upphæð er hár- greiðsla innifalin, 850 kr. notast í fegrunarlyf og 170 kr. renna í klúbbinn. Tehúsin greiða einn- ig ákveðið mánaðargjald beint í klúbbana, með því tryggja þau sér góða starfskrafta. Vinnutími geisanna er venju- lega á tímabilinu frá kl. 17.oo til 23.oo. Þær eiga frí á sunnu- dögum og auk þess einn dag í mánuði. Yndislegt líf finnst manni og þó er geisan ekkert öfunduð af yngri kynslóð Japana. Meðan geisan er ung og fög- ur, lifir hún eins og drottning og er öfunduð af eldri geisum. Hún hefur háar tekjur, og oft á hún vin, sem lætur henni pen- inga í té, en þær giftast fáar, og þegar fegurðin þokar fyrir árunum, verður hún einmana og lætur sér nægja að dreyma um forna frægð. Enn eiga geisur allsterk ítök hjá japönsku þjóðinni, en þau í- tök fara dvínandi og stöðugt fækkar tehúsunum. Þau stand- ast ekki samkeppni við yngri veitingahús, sem rekin eru eftir vestrænni fyrirmynd. Japönsku eiginkonurnar vilja líka vera meira með eiginmönnum sínum út á við en áður, og dregur það allmikið úr starfsemi geisanna. Siður þessi stendur þó enn mjög föstum rótum og verður á- reiðanlega enn langur tími þar til hann líður undir lok. Þýtt efni. Olíuleit í l\lor5ursjó Framhald iaf bls. 270 skal til mikils vinna, það vita félögin bezt. Ýmislegt bendir til að þarna sé nokkur vinningsvon. Vísinda- menn, sem að þessum málum vinna, munu fyrst og fremst byggja á þeim staðreyndum, sem almenningi eru kunnar, og hafa auk þess eitt og annað í poka- horninu. Það sem almenningi er kunnugt er þetta: Að beggja megin við Norðursjó eru stór- auðugar kolanámur. Að borað hefir verið eftir olíu á nokkrum stöðum bæði í Englandi og Skot- landi og olía fundist, þó í litl- um mæli sé. Að víða hefir fund- ist olía í Niðurlöndum, og eru þar starfræktir smá olíubrunnar á nokkrum stöðum. Að nýverið fannst í Groningen í Hollandi geisiauðug gasnáma, sem mun nú vera komin í gagnið. Að síð- asta áratuginn hefir verið bor- að eftir olíu á dönsku eyjunum á mörgum stöðum. Þar hefir fundist salt í jörðu og önnur verðmæt efni. Ekki hefir verið gefið neitt upp um olíufund þar. Kvisast hefir þó, að olíumettuð kalklög séu þar langt niðri Gas- æð hefir lengi verið kunnugt um nálægt Friðrikshöfn á Jótlandi, og ef til vill víðar. Að þessu at- huguðu mætti telja ekki ólíklegt, að í lægðinni milli þessara landa gætu falist olíupollar á milli jarðlaga, og að ný mælitæki hafi leitt menn á sporið. Hallgr. Jónsson. Ráp milli vinnustaða Það hefur löngum þótt festuleysi, ef menn skiptu of oft um vinnustaði. Vestur-Þjóðverjar hafa rannsakað á hvaða aldursskeiði menn rópa mest milli vinnustaða. Myndin sýnir, að menn verða því staðbundnari því meir sem þeir eldast. 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.