Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Side 64
„Þú ert glataði sauðurinn,“
sagði stýrimaður umbúðalaust.
„Ég vil ekki hafa þetta,“
sagði skipstjóri æstur. „Hvern-
ig voga þeir sér að hegða sér
svona? Farðu og sendu þá upp
strax."
Stýrimaður blýstraði glaðlega
og hlýddi, og upp komu fjórir
menn, skarlati skrýddir.
„Jæja, hvað á öll þessi þvæla
að þýða?“ spurði skipstjóri reið-
ur. „Hvað viljið þið?“
„Við viljum frelsa þína ve-
sælu, syndugu sál,“ sagði Dick
í upphafningartón.
„Já, og við munum gera það,“
sagði Jói af sannfæringarkrafti.
„Það gerum við,“ sögðu hinir
tveir fjálglega og lokuðu augun-
um. „Það gerum við.“
Skipstjóri, sem ekki vissi,
hvernig hann átti að snúast
gegn slíku trúarofstæki, snéri
sér ókvæða að stýrimanni.
„Ef þú gætir séð hana núna,“
hélt Dick áfram í prédikunar-
tón, „myndir þú skelfast. Ef þú
gætir-------“
„Farið fram í undir eins,“
þrumaði skipstjóri móðgaður. —
„Farið, áður en ég sparka ykk-
ur þangað!“
„Bezt að láta Sam reyna,“
sagði annar hinna og lét sem
hann sæi ekki bræði skipstjór-
ans, „tilraunir hans hafa reynst
dásamlega blessunarríkar. —
Komdu, Sam.“
„Það hefur hvað sinn tíma,“
sagði Sam varfærnislega. „Lát-
um okkur fara fram í og sjá,
hvað við getum gert fyrir hann,
okkar í milli.“
Þeir fóru með tregðu, og
Dick leit um öxl, svo ástríkum
augum til skipstjóra, að honum
lá við köfnun af bræði.
„Ég líð þetta ekki!“ sagði
hann grimmdai'lega, „ég skal
berja það úr þeim.“
„Þú getur það ekki,“ sagði
stýrimaður. „Þú getur ekki bar-
ið sjómenn sundur og saman nú
á tímum. Það eina, sem þú get-
ur gert, er að losa þig við þá.“
„Ég kæri mig ekkert um það,“
sagði skipstjóri fúll. „Þeir hafa
278
verið með mér lengi og þeir eru
allir góðir sjómenn. Af hverju
reyna þeir ekki við þig, mér er
spurn?“
„Mig?“ sagði stýrimaður móðg-
aður og hissa. „Nú, ég er sjö-
undadagsaðventisti! Þeir þurfa
ekki að frelsa mig. Það er allt í
lagi með mig.“
„Þú ert dálaglegur aðvent-
isti, verð ég að segja!“ sagði
skipstjóri. „Hef aldrei heyrt það
fyrr.“
„Þú berð ekki skyn á svona
mál,“ sagði stýrimaður.“
„Það hljóta að vera afar auð-
veld trúarbrögð,“ hélt skipstjóri
áfram.
„Ég er ekki að flíka þeim, ef
þú átt við það,“ svaraði hinn
með nokkrum þunga. „Ég er
einn af þeim, sem heldur vil
setja ljós mitt undir mæliker.“
„Ölkolía myndi duga,“ hreytti
skipstjóri úr sér. „Og það væri
þér líkara, þar að auki.“
„Mennirnir viðurkenna þau
að minnsta kosti,“ sagði stýri-
maður hlakkandi. „Þeir sitja
ekki á bænasamkomu til að biðja
fyrjr mér.“
„Ég skal berja þá í plokk-
fisk!“ urraði skipstjóri. „Þeir
skulu ekki móðga mig!“
„Þetta er allt til góðs,“ sagði
hinn. „Þeir meina það vel. Jæja,
ég óska þeim góðs árangurs."
Með þessum miskunnarlausu
orðum .fór hann niður, og skildi
við skipstjóra sinn æstan í skapi,
gruflandi upp ráð til að venja
skipshöfnina aftur á sómasam-
lega hegðun og virðingu fyrir
yfirboðara sínum.
Upp úr sauð þó fyrst í tetím-
anum, þegar óþekkt hönd var
rétt inn um ljórann, og stærðar
fiugrit kom svífandi niður ká-
etuna og velti um bollanum.
„Þetta er hámark ósvífninn-
ar!“ öskraði skipstjóri, fiskaði
upp flugritið og fleygði því á
gólfið. „Ég skal lesa þessum
piltum lexíu, sem þeir gleyma
ekki strax, og græða skilding á
því að auki. Ég hef tilbúna smá-
ráðagerð, sem mér kom allt í
einu í hug í kvöld. Komdu upp,
Bob.“
Bob hlýddi glottandi, og skip-
stjóri tók við stýrinu af Sam og
sendi hann eftir hinum hásetun-
um.
„Hefur þú nokkurntíma vitað
mig svíkja loforð mitt, Dick?“
spurði skipstjóri, þegar hinir
komu upp.
„Aldrei,“ sagði Dick.
„Loforð Bowens skipstjóra er
betra en eiður annarra," stað-
hæfði Jói.
„Jæja,“ sagði Bowens skip-
stjóri og leit íbygginn til stýri-
manns, „ég ætla að leyfa ykkur
að iðka sjálfsafneitun í viku,eða
svo. Ef þið lifið allir á kexi og
vatni, þangað til við komum í
höfn, og smakkið ekki annað, þá
skal ég ganga í Herinn til ykk-
ar.“
„Kex og vatn,“ sagði Dick
efablandinn, og klóraði sér í
skegginu, sem var nógu strítttil
að klóra á móti.
„Það væri ekki rétt að hætta
heilsu okkar þannig,“ andmælti
Jói og hristi höfuðið.
„Þarna sérðu,“ sagði skip-
stjóri og snéri sér að stýri-
manni. „Þeir láta sér annt um
mig, meðan það kostar ekki ann-
að en kjaftamas og flugrit í teið
mitt, en þegar þeir þurfa ofur-
lítið að leggja að sér, þá renna
þeir á rassinn."
„Við höfum ekki neitað þessu,“
sagði Dick gætilega, „en ef við
tökum þessu, hvernig getum við
þá verið vissir um, að þú komir
til okkar?“
„Þið hafið loforð mitt,“ sagði
skipstjóri, „og stýrimaðurinn og
kokkurinn eru vitni.“
„Auðvitað gengur þú í Herinn
fyrir lífstíð," sagði Dick, ennþá
all tortrygginn.
„Auðvitað."
„Þá er þetta útrætt,“ sagði
Dick og ljómaði, „er það ekki,
piltar?“
„Jú, jú,“ sögðu hinir, en ljóm-
uðu ekki áberandi.
„Ó, hvílíkur dýrðar dagur!“
sagði gamli maðurinn. „Her-
skipahöfn og herskipastjóri! Við
VlKINGUR