Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1964, Page 68
„Hvað er þetta?“ spurði stýri- maður, og þorði varla að trúa sínum eigin augum. — „Vatn? Hvaðan getur það komið?“ ,,Kokkur!“ þrumaði skipstjóri, og leit blóðhlaupnum augum á þann heiðursmann, þegar fölt andlit hans birtist að baki stýrimanns, „hvað er þetta? Ef þú segir að það sé vatn, skal ég drepa þig.“ „Ég veit ekki, hvað það er,“ sagði kokkurinn gætilega; „en Dick sendi þér það með beztu kveðjum, og ég átti að skila, að það væri nóg til, þaðan sem þetta kom. Hann er illgjarn, undirförull og svikull maður, Dick gamli, og það lítur út fyr- ir, að hann hafi byrgt sig upp af vatni á flöskum, áður en þú blandaðir í tunnuna, og þeir hafi geymt þær í kistum sínum.“ „Dick er skynsamur, gamall maður,“ sagði stýrimaður. hellti sér í glas og drakk það með mik- illi velþóknun, „er það ekki, skipstjóri? Það verður ekki amalegt að vera í félagsskap slíks manns, hvað sem félagið heitir, er ekki svo?“ Hann beið eftir svari, en ekk- ert kom, því skipstjóri starði sljóum augum inn í framtíðina, sem var svo einmanaleg og óað- laðandi, að hann mátti ekki mæla — jafnvel ekki þeim orð- um, sem fyrr höfðu létt honum skap í raunum. — Stýrimaður glápti á hann forvitnislega and- artak, svo fór hann að dæmi kokksins og yfirgaf káetuna. *K Tveir félagar komn síðla nætur a'ö dyrum annars þeirra. „Kg — liikk — vildi að ég væri orðin lítil mús,“ sagði annar þeirra. „Nú, hvers vegna,“ spur'Öi hinn „Hún er það eina, sem konan mín er hræcld við.“ — ★ — Leyndardómurinn við góða f járliags- afkomu er að lifa jafn sparlega fyrstu dagana eftir útborgunardaginn og síð- ustu dagana á undan honum. Ef dýrin mættu . . . Framhald af bls. 266 um allt að 60 metra leið. Hann er á stærð við kött, og fitjarnar, sem ná milii háls hans og út- lima mynda ákjósanlega fallhlíf. Þetta flögr makíans í svartnætt- ismyrkri hitabeltisins er harla draugalegt, og við bætist að hann gefur frá sér hrollvekjandi stunu á þessum ferðum sínum. Þá er það flaggmúsin, sem setja verður í sérblassa, vegna þess að hún flýgur meir en hún svífur. Þá mundi maríinn frá Madagaskar, sem bæði væri í loftfimleikum. — Hann er á gjaldgengur sem hástökkvari og stærð við ref og gengur ekki á fjórum, heldur rís hann upp og hoppar á sterkbyggðum aftur- fótum, en heldur jafnvæginu með því að lyfta örmunum yfir höfði sér. Fæturnir eru svo sterkir, að indríinn getur hoppað 10 metra grein af grein, og ef hann tæki þátt í langstökki, mættu kengúr- an og antilópan sannarlega vara sig. Ef við snúum okkur að sjáv- ardýrunum, er ljóst að góður ár- angur mundi nást í sundinu, ekki sízt í kafsundinu. Við mun- um veðja á bláhvalinn. Þessi risi hafsins getur náð 30 metra lengd og vegið um 120 tonn. — Bláhvalurinn getur áreynslulítið haldið 15—20 sjómílna hraða neöansjávar um lengri tíma. En selirnir eru heldur engin lömb við að leika í þessum efnum. Til eru selir, sem að haustlagi synda fleiri hundruð mílur frá strönd- um Alaska í leit að þægilegri og hlýrri sjávarhita og synda svo norður aftur með vorinu. Hvað sjóormur fengi afrekað veit bók- staflega enginn. í köfun hefir hvalurinn yfirburði meðal spen- dýra hafsins. Við eina slíka æf- ingu festist búrhvalur í síma- kapli á sjávarbotni og skaddaði hann svo, að hala varð hvoru- tveggja upp af eitt þúsund metra dýpi, — en þá var nú aumingja hvalurinn drukknaður. Óhægt er um vik að veðja á sundfuglana, í þeirra flokki. í köfun væri trúlegt að kaföndin hremmdi gullið, á hafi úti nær hún niður á 100 metra, en marg- ar andategundir fara iðulega niður á 60 m. eftir mat sínum, og geta verið í kafi 6 mínútur. Margir sundfuglar koma til greina í kafsundskeppni.. Afrísk skarfategund, með ó- venjulega langan og sveygjan- legan háls, hafa hottentottarnir skírt slönguhálsfuglinn. Þessir meterlöngu fuglar ná 60 metr- unum á innan við einnar mín- útu, neðansjávar, en hann fær harða keppni við toppandarteg- und, sem syndir hraðar undir yfirborðinu en maður hleypur á landi. Þýtt, GuSm. Jensson. Myndin sýnir misvísun frá árinu 1541 til vorra daga. Gert er ráð fyrir að árið 1988 verði misvísunin 0. -K Blaðasali í Texas tóð á götuhomi og hrópaði: — Svindlað á 98 manns! Eldri maður keypti blaðið, leit yfir það. — Ég sé ekkert vun þetta svindl í blaðinu. Strákurinn var þá upptekinn við að hrópa: — Stórsvindl! Svindlað á 99 manns! 282 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.