Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Qupperneq 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Qupperneq 1
$ yomanna ífaílf VÍKINGUR Ú9efanJi: % armanna- °9 3ul kiniannaóami ban j J)a(anJó Ritstjórar: Guð'm. Jensson áb. og öm Steinsson. XXIX. árgangur. 5. tbl. 1967 JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO G. JENSSON Ekki er ennþá „dauður sjór EFNISYFIRLIT bls. Ekki ennþá dauður sjór 113 G. Jensson Sjóinannadagurinn í Rvk. 1967 116 Ræða dagsins 118 Sverrir GuSvarðsson • Merkilegur kjarasainningur 120 Einar GuSmundsson Bréf til Víkings 122 Ekið uiu Reykjavíkurhöfn 124 GuSjinnur Þorbjörnsson Togveiðar og vökulög > 125 Bátar og formenn 128 Jún Sigurösson Jón Dúason dr. juris, uiinning 130 Jóhann J. E. Kúld Franihaldssagan „í návígi við dauðann“ 132 Lífið um horð i „Ile de France“ 136 Frívaktin o.fl. Forsíðumyndin: Skipshöfnin á Snorra goða. Myndin er tekin í Grimsby þegar togarinn var sóttur árið 1911. Við höfum flest nöfnin, þó ekki öll. Veitunt 1000 kr. verðlaunuiu, þeim, sem kemur með nöfniu á allri skipshöfninni. VÍKINGUR Útgefandi F. F. S. í. Ritstjórar: Guð- mundur Jensson (áb.), örn Steinsson. Ritnefnd: Ólafur V. Sigurðsson form., Böðvar Steinþórsson, Ármann Eyjólfs- son, Henry Hálfdansson, Jón Eiríksson, Halldór Guðbjartsson, Hallgrímur Jóns- son. Blaðið kemur út einu sinni f mén- uði og kostar árgangurinn 250 kr. Rit- stjórn og afgreiðsla er að Bámgötu 11, Reykjavík. Utanáskrift: „Víkingur," Póst- hólf 425, Reykjavík. Sími 1 56 53. Prent- að f Isafoldarprentsmiðju h.f. VÍKINGUR Veiðibrögð íslenzkra togara undanfarnar vikur hafa leitt í ljós að síður en svo er „dauður sjór“ á fiskimiðum N.-Atlantz- hafs, sem nærtækari eru' okkur en öllum öðrum fiskveiðiþjóðum. Þessi „óvæntu" atburðir ættu að hrista eilítið upp í heilabúi þeirra aðila, sem staðnað hafa í þeirri oftrú sinni, að íslenzk tog- araútgerð sé þegar orðin von- laust fyrirtæki, dauðadæmd og heyri frekar til liðinni tíð. Það er þegar orðið tímabært, að þetta „trúleysi,“ sem gripið hefir um sig meðal of margra landsmanna, verði endurskoðað og að unnið verði ákveðið og með atorku að því, að afla stærri og betur útbúinna togara. Velgengni undanfarinna síld- ai'vertíða má ekki blinda okkur svo, að við einhæfum fiskveið- arnar og missum sjónar á þýð- ingu þess að afla meiri bolfisks fyrir hraðfrystihúsin og aðrar fiskvinnslustöðvar. Það er í sjálfu sér furðulegt, að þegar búið er að reisa hrað- frystihús fyrir hundrað milljón- ir króna, skuli ekki leitað raun- hæfra úrræða til að tryggja þeim þúsundum manna og kvenna, yngri sem eldri, sem byggja at- vinnu sína og afkomu á fisk- vinnslu, varanlega atvinnu. Fátt virðist benda til annars en endurnýjun togaraflotans verði sterkasti liðurinn í jákvæðum áætlunum um framtíðarlausn í þessum efnum. Það virðist líka allt benda til þess, að nú fari að rofa til á ný. Áhugi almennings er að vakna á ný fyrir útgerð með nýtízku hætti og margir aðilar hafa sótt um hina fjóra togara, sem ríkis- stjórnin mun stuðla að byggingu á. Er þess að vænta að nú hefjist nýtt timabil, eftir kyrkinginn, sem verið hefir í þessari útgerð undanfarin ár. Það væri beint í samræmi við athafnir og áætlanir annarra fiskveiðiþjóða. I því efni er fróðlegt að bregða upp sýnishorni af skoðunum hins brezka fiskimálastjóra, Sir Roy Mathews á framtíðarmöguleikum Breta varðandi úthafsveiðar, í ræðu, er hann flutti 31. marz síðastliðinn, en hann var að láta af störfum fyrir aldurs sakir. 1 starfi sínu kvaðst hann ýmist hafa verið haldinn svartsýnis martröð, en hitt veifið björtum hugsjónum. 113

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.