Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Qupperneq 2
Framtíðarhugsjónir hans voru á þá leið, að fiskveiðar Breta hæfu sig' upp úr tólfta sæti með- al fiskveiðiþjóða, sem þær nú væru í og að þær yrðu komnar upp í fyrsta sætið árið 1980! Með slíku átaki mundi þjóðin auka sína eigin fiskneyzlu, verða sjálfri sér nóg í þeim efnum og jafnvel geta miðlað öðrum þjóð- um, sem hefðu síaukna þörf fyr- ir þessa fæðu. Skoðanir R. Mathews báru ekki ellimörk með sér. Hann vill hefja brezkar úthafsfiskveiðar til vegs á ný, — að þessi at- vinnugrein verði fær um að taka við síauknum f j ölda ungra manna, og að komandi kynslóðir þjóðar- innar megi á þennan hátt erfa aítur foryztuhlutverk Breta á höfum úti. Hann taldi nauðsynlegt að hækka fjárveitingar til hafrann- sókna og fiskveiðitilrauna og uppbyggingu fiskveiðanna upp í 600 millj. kr. árlega. Þá benti hann á að Johnson forseti hefði nýlega sent Banda- ríkjaþingi erindi um allt að 2000 millj. kr. fjárveitingu til efling- ar fiskveiðanna. Sem andstæðu við framtíðar- drauma þessa forustumanns Breta í fiskimálum, lýsti hann þeirri martröð, sem> hafði gripið hann við þá tilhugsun að árið 1980 væru brezkar fiskveiðar reknar með gömlum úreltum skipum, lafandi á opinberum styrkjum, alls ófærar um að mæta neyzluþörf þjóðarinnar. Úthafsmiðin ónotuð. Sjómenn flýðu í land, — og jafnvel þótt ríkisstjórnin vildi þá hefjast handa með endurnýjun, væri það of seint. Þá væri orðinn svo mik- ill skortur á þjálfuðu fólki. Þessi atriði, sem hér hafa ver- ið rakin stuttlega úr ræðu hins aldna Sir Roy Mathews, gefur okkur nokkra hugmund um, hvernig stefnan verður í fisk- veiðum Breta og gæti að ein- hverju leyti orðið lærdómsrík fyrir okkur, enda þótt hér sé hugsað í mælikvarða milljónah þjóðar. sjóviivivuskóli. Það mun hafa verið árið 1962, að Eggert G. Þorsteinsson, núv. sjávarútvegsmálaráðh. og Pétur Sigurðsson ,alþ.m., lögðu fram á Alþingi frumvarp um endurskoð- un á fræðslutilhögun skipstjórn- armanna. Var þar m.a. lagt til að stofnaður yrði Sjóvinnuskóli, með það fyrir augum að gefa ungum sjómannsefnum kost á kennslu í sjóvinnu allskonar, svo sem fiskverkun, meðferð veiðar- færa o.s.frv. Frumvarp sem þetta hefði auð- vitað átt að fljúga í gegnum Al- þingi og slíkur skóli tekinn til starfa fyrir löngu. — En önnur hefir nú orðið raunin á. Með þeirri vaxandi einhæfni í fiskveiðum, sem þróast hafa hjá okkur hin síðari ár, er þörfin á slíkum skóla orðin ærið brýn. Sú spurning er orðin áleitin hjá mörgum hugsandi manni og þá sérstaklega eldri sjómönnum, hversu hár hundraðshluti þeirra, er prófi ljúka úr Sjómannaskól- anum kunni t.d. að fletja, salta, eða ísa fisk svo nokkur mynd sé á. Jafnvel kunni þó nokkrir, sem ljúka farmannanámi, ekki allar vír-, eða tógsplæsingar til hlítar. Sá tími er löngu liðinn þegar unglingar hófu sjómennsku á árabátum eða seglskipum á ferm- ingaraldri og þar innan við og lærðu undirstöðu sj ómennskunn- ar og öll þau handbrögð, sem þeirri lífsbaráttu fylgdi til hlít- ar. Til að brúa það bil, sem þarna hefir orðið í aðstöðu til raun- hæfrar verkmenningar við fisk- veiðar og siglingar, verður full- kominn Sjóvinnuskóli eina lausn- in. Hér verður nú staðar numið — að sinni. Mörg undanfarin ár hefir þessum málum og öðrum, er til bóta mættu verða, verið hreyft og því verður haldið áfram, þrátt fyrir það, að illa hafi gengið að þoka þeim í höfn. En kannske kemur einhverntíma að því, að „dropinn holar stein- inn.“ 114 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.