Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Side 8
MERKILEGUR KJARASAMNINGUR
--------- Heimildarmadur Einar Guðmundsson, Hafnarfirði ---
Hellyer Bros Limited
DORlUR-FISKIMENN.
Samningur milli eigendanna og fiskimann-
anna með skipinu b/v „Imperialist/1 um
lúðuveiðar (við Vestur-Grœnland):
Gert er ráð fyrir að fiskileiðangurinn hefjist
frá Hafnarfirði á íslandi í kringum 20. júní 1927.
Eigendurnir munu gera fiskimönnunum aðvart í
tækan tíma, svo að þeir geti verið ferðbúnir til
skips í Hafnarfirði á íslandi á tilsettum tíma.
Hver fiskimaður verður að vera hraustur á
heilsu, laus við smitandi næma sjúkdóma, og yfir-
leitt fullkomlega vinnufær.
Hver fiskimaður skal hafa með sér nægan fatn-
að, sjóklæði, rúmföt og útbúnað allan til ferðar-
innar og skal skyldur til að koma um borð með
allan útbúnað sinn á tiisettum tíma. Ferðakostn-
aður allur til Hafnarfjarðar, þegar fiskimaðurinn
fer þar á skip, greiðist af honum sjálfum og er
óviðkomandi eigendunum.
Eigendurnir ákveða einir hvenær lagt er af stað
heimleiðis frá fiskimiðunum, þó má það ekki síður
vera en í lok september mánaðar 1927.
Ferðin telst enda þegar skipið kemur aftur,
annaðhvort til Hafnarfjarðar eða Hull, en hver
af þessum höfnum það verður ákveða eigendurnir
einir. Eigendurnir ákveða hvort fiskimennirnir
verða afskráðir í Hafnarfirði eða í Hull.
Fari skip beint til Hull verður fiskimönnunum
borgað eftir því sem hér segir:
. 1.) £ 3 — þrjú sterlingspund — á viku frá því
er skipið kemur til Hull og þar til mennirnir koma
til Islands aftur.
2. )' Ennfremur frítt fæði og húsnæði frá því
skipið kemur til Hull og þar til fiskimennirnir
leggja af stað til Islands aftur.
3. ) Og loks fargjald og fæði frá Hull til Islands.
Eigendurnir ráða hvort fiskimennirnir fara frá
Hull til Islands á fiskiskipi eða öðru farrými á
farþegaskipi.
Fiskimönnunum skal skipt í doríuáhafnir, hver
doríuáhöfn skal veraeinn doríuformaður og fjórir
fiskimenn.
Fiskiskipstjórinn hefur fullkominn rétt til þess
að senda hvern þann fiskimann heim aftur er
reynist lélegur til verka eða við veiðina, eða hefur
sýnt óhlýðni, án þess að viðkomandi fiskimaður
eigi skaðabótakröfu á eigendurna eða fiskiskip-
stjórann þess vegna.
Hver fiskimaður skuldbindur sigtilþessoglegg-
ur þar við drengskap sinn, að fara ekki um borð í
önnur skip, eftir að komið er á fiskimiðin, nema
því aðeins að slíkt sé sérstaklega lagt fyrir hann
og yfirleitt skuldbindur hver fiskimaður sig til
þess, eftir því sem honum frekast er unnt og í
hvívetna að hlýða boðum og fyrirmælum fiskiskip-
stjórans. Fiskiskipstjórinn ákveður ávallt á hvaða
doríu fiskimennirnir vinna á hverjum tíma og
hefur hann heimild til að skipta um mennina á
doríunum eftir því sem hann telur bezt henta.
Skyldu skemmdir á skipinu eða skipsreiki eiga
sér stað og veiðarnar hætta af þeim sökum, eða
ef aðrar ástæður skyldu gera það að verkum að
eigendurnir ákveða að hætta veiðum, eiga fiski-
mennirnir enga kröfu á hendur eigendunum út af
því allt án tillits til á hvaða tíma veiðitímans þetta
er.
Borgun til fiskimannanna skal vera 5 % — fimm
af hundraði, til hvers þeirra, eða samtals 20% —
tuttugu af hundraði, fyrir alla fjóra mennina,
reiknað af verðmæti veiðinnar og grundvallað á
þriggja mánaða veiðitíma og reiknast þannig:
Fyrir afla
Allt að 30 tonnum 30 norska aura per kíló af lúðu
yfir 30 tonn, allt að 50 t. 40 „ „ „ „ „ „
yfir 50 tonn, allt að 70 t. 50 „ „ „ „ „ „
yfir 70 tonn, allt að 90 t. 60 „ „ „ „ „ „
yfir 90 tonn, allt að 70 „ „ „ „ „ „
Fiskimennirnir fá borgun í ísl. krónum eftir því
gengi sem á þeim verður, miðað við norskar krón-
ur, þann dag sem fiskileiðangurinn endar.
Skyldi svo fara að b/v „Imperialist" yrði ekki
Eins og kunnugt er höfSu Hellyer Bros hér um skei'Ö
all umsvifamikla starfsemi i HafnarfirÖi. Samningur
þessi, sem viö fengum hjá Einari Guömundssyni í
Hafnarfiröi, gefur all góöa hugmynd um kjör ís-
lenzkra sjómanna á skipum Hellyers og er merkilegt
heimildargagn um fortíöina.
120
VÍKINGUR