Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1967, Síða 19
Hann líkti einhverntíma gengis-
lækkun við það, að bóndinn bland-
aði vatni saman við nýmjólkina og
sviki þannig bæði sjálfan sig og
aðra. Jón sóttist ekki eftir pening-
um eða veraldargæðum, en hann
taldi peninga nauðsynlega sem
gjaldmiðil í samskiptum manna, þó
þeir hefðu ekkert gildi í sjálfum
sér. Þegar farið var að ræða við
dr. Jón um sjósókn og fiskveiðar,
þá færðist hann allur í aukana, því
á þeim málum hafði hann mikinn
áhuga og bjó yfir ótrúlega mikilli
þekkingu. Hann reiknaði það út og
setti fram um það ákveðna kenn-
ingu, sem hann byggði á legu haf-
strauma, að fiskur héldi sig í hlýj-
um botnsjó á miklu dýpi á djúp-
miðum í Davíðssundi undan vestur-
strönd Grænlands á veturna. Ég
held að það hafi ekki verið margir,
sem trúðu þessu þegar dr. Jón setti
fram þessa kenningu, en nú eru
þetta sönnuð vísindi. Vetrar-fisk-
veiðar margra þjóða á þessum slóð-
um hafa sannað þetta á síðustu ár-
um. Þannig var dr. Jón Dúason
langt á undan samtíð sinni á mörg-
um sviðum.
Þegar dr. Jón Dúason talaði um
Grænland sem nýlendu íslands, þá
lögðu ýmsir ranga merkingu í orð
hans, héldu að hann vildi fara að
undiroka Grænlendinga sem nútíma
nýlenduþjóð héðan frá íslandi. En
ekkert var fjær Jóni Dúasyni en
undirokun einstaklinga og þjóða.
Nýlendu-hugtakið hjá Jóni í þessu
sambandi var sú merking orðsins,
sem tíðkaðist meðal Germana á
þeim tíma, þegar Grænland byggð-
ist héðan frá íslandi, en þar var
nýlendan jafn rétthá eins og móður-
landið og byggði á lögum þess, en
háði hinsvegar sjálfstætt dómþing.
Þegar dr. Jón Dúason hóf sínar
sögurannsóknir, um hið forna ís-
lenzka þjóðfélag á Grænlandi og
landafundi og landaleit íslendinga í
Vesturálfu, þá var kenning fræði-
manna sú á Norðurlöndum og víð-
ar að íslenzka nýlendan á Græn-
landi hefði liðið undir lok, þannig
að íbúarnir hefðu dáið út vegnaúr-
kynjunar og skorts. Dr. Jón hafn-
aði strax þessari kenningu og setti
fram aðra. Kenning Jóns var sú, að
nokkur hluti íslenzka kynstofnsins
á Grænlandi hefði blandast kyn-
stofni Eskimóa og afkomendur
þeirra byggðu nú Grænland. Hins-
vegar hefði hinn hlutinn fluttst
vestur til meginlands Ameríku og
VÍKINGUR
þar að lokum blandast fjölmennum
kynstofnum, Eskimóum í Norður-
Kanada og Indiánum sunnar á
meginlandinu. Hver voru höfuð rök
dr. Jóns fyrir þessari nýju kenn-
ingu? Jú, þau voru þessi: Þegar
kuldatímabil með harðindaárum
lagðist yfir Grænland á 14. og 15.
öld með þeim afleiðingum, að t. d.
tún bændanna í Eiríksfirði hurfu
undir jökulröndina, þá varð ekki
lengur lifað á landbúnaði i Græn-
landi. Hnir íslenzku Grænlendingar
hurfu þá frá landbúnaði og gerðust
veiðimenn, eingöngu, en fram til
þess tíma höfðu þeir stundað þessa
tvo atvinnuvegi jöfnum höndum.
Þessi breyting á atvinnuháttum
gerði það að verkum, að nú var
föst búseta ekki æskileg eins og á
stóð. Þessi breyting leiddi svo til
kynblöndunar við þá veiðimanna-
þjóð Eskimóanna, sem héldu sig í
norðurhluta Grænlands. — Það sem
styður þessa kenningu er sú stað-
reynd að strax á fyrstu árumHans
Egeda á Grænlandi, þá varð þess
vart að sumir ættflokkar Eskimóa
voru orðnir mikið blandaðir hvíta
kynstofninum, en þessa blöndun
töldu fræðimenn þess tíma stafa af
samskiptum Eskimóa við Evrópska
sjófarendur. Þá benti dr. Jón einnig
á, að húsakynni Grænlendinga, sem
höfðu fasta búsetu, þegar Hans
Egede kom til landsins, þau líktust
mikið hinum forna skála á íslandi
og í Noregi að gerð. Þá var líka
bjarndýragildran, sem var norræn
uppfinning, hlaðin úr grjóti á sér-
stakan hátt, notuð á Grænlandi,
þegar siglingar hófust þangað á
nýjan leik. En það er ekki vitað
að sú veiðiaðferð hafi verið notuð
annarsstaðar af Eskimóum. Þannig
studdi dr. Jón mál sitt ýmsum rök-
um, sem erfitt var að mæla gegn.
Um flutninga hinna fornu Græn-
lendinga til meginlanda Ameríkuer
þetta að segja: Dr. Vilhjálmur
Stefánsson, landkönnuður, sem var
mannfræðingur að menntun, hann
sannaði með höfuðmælingum á
Eskimóum í Norður-Kanada, að þar
hefði líka blöndun átt sér stað.
Meira að segja hitti hann eina ætt-
kvísl Eskimóa, sem var alveg ljós
á hörund, og bar meiri einkenni
Evrópumanna en Eskimóa. Þá hef-
ur nú nýlega fundist merki um
ferðir norrænna manna frá göml-
um tíma suður í Mexíko. Það var
norrænt víkingaskip, rist á stein.
Þannig kemur fleira í Ijós, sem
styður kenningu dr. Jóns. Nú mun
líka vera svo komið að margir er-
lendir fræðimenn hafna algjörlega
hinni eldri kenningu um afdrif
hinna fornu Grænlendinga, en hall-
ast í þess stað að kenningu dr. Jóns
Dúasonar.
Nú er þessi mikli fræðimaður
okkar íslendinga horfinn af sjónar-
sviðinu eftir langan og erfiðan
starfsdag, þar sem ekki var spurt
um daglaun að kvöldi. íslenzka
þjóðin stendur í óbættri skuld við
þennan son sinn, og sú skuld verð-
ur aldrei greidd að fullu, úr því
sem komið er. En eitt getur íslenzka
þjóðin gert til heiðurs dr. Jóni Dúa-
syni og það er að gefa öll verk
hans út í vandaðri útgáfu, og von-
andi verður það gert áður en lang-
ir tímar líða.
Að síðustu vil ég færa þér miklar
þakkir, Jón Dúason, fyrir það að
mér auðnaðist að fá að kynnast
þér.
Vertu blessaður.
Jóhann J. E. Kúld.
Togveiðar .. .
Frh. af bls. 125
Fáar stéttir telja sig geta lif-
að mannsæmandi lífi fyrir dag-
vinnu eina saman, og hafa marg-
ar bókstaflega samið um fasta
aukavinnu, svo hlálegt sem það
er, og virðist 8 stunda vinnudag-
urinn ekki eins vinsæll og haldið
var í byrjun.
Þá hafa menn í landi ýms
tækifæri til þess að afla auka-
tekna utan við hinn fasta vinnu-
stað, og mundu fáir trúa, hve
margir gera það. En sjómaðurá
togara á ekki hægt um vik til
þeirra hluta.
Ekki dettur mér í hug, að end-
urskoðun vökulaganna gæti
breytt að neinu gagni afkomu
þessara skipa, en það gæti stuðl-
að að því, að hægt væri að manna
þau út á viðunandi hátt, og væri
það óneitanlega nokkur bót frá
því, sem nú er.
Þessi lög eru annars merkileg
að því leyti, að þau virðast lítið
eða ekki brotin eða sniðgengin,
sem telja verður til undantekn-
inga um lagafyrirmæli á íslandi.
131