Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 2
námu 16000—17000 kr. á mánu'öi fengu hálfa vísitöluuppbót eftir marz-samkomulaginu í fyrra og þeir sem voru ofan við 17000 fengu alls enga. Hins vegar var allt í lagi, þótt menn heföu ýmsa aöra launapósta ofan viö 17000 kr. — svo sem vaktaálag, bílapen- inga, feröatíma, viöverupeninga, gerfiverkfærapeninga o. s. frv. Bara að það héti ööru nafni en grunnlaun og starfsemin færi fram á landi. Á sjó gildir önnur regla. Þar eru öll tillegg flokkuö undir grunnlaun, svo sem mótor- vélauppbót, frystivélagreiösla, oliuskipaálag og langferöaupp- bót. — Hiö síöastnefnda hafa þó útgeröirnar af miskunnsemi fall- izt á aö telja ekki sem grunnlaun. Viöleitni Farmannasambands- manna beindist aö því aö fá skerðingarákvæðin afnumin, því miöur varö sú viðleitni árangurs- laus. Afleiöing þessa er nú oröin sú, aö kauphlutfall farmanna í samanburöi viö landmanninn hef- ur enn versnað. — Fyrir tveim geröardómum á einu ári höfum viö fært fram óyggjandi rök, sem ekki hafa veriö hrakin, fyrir því aö kaup farmanna hefur ekki hreyfst til jafns viö landmenn. Oddamenn dómanna hafa ekki treyst sér aö dæma lcauphækkun til farmanna og hafa rökin veriö þau, aö efnahagsástand þjóöar- innar leyfi ekki slíkt — hins veg- ar hafa þeir ekki neitaö rökum okkar fyrir því, aö aörar hreyf- ingar og verri hafa átt sér staö á kjörum farmanna, en þeirra er sitt taka á þurru. Öllu alvarlegri hreyfing er sú, sem veröur til viö skeröingu vísi- tölugreiðslna, en þar er um veru- lega kauphlutfallabreytingu aö ræöa innan starfsmannahópsins sjálfs á skipunum. Er nú svo lcomiö, aö þeir sem mesta reynsl- una hafa og lengst hafa unniö á skipunum og þyngsta bera á- byrgðina, eru að veröa hálfdrætt- ingar á viö undirmenn sína. Kem- ur þar margt til, svo sem skert vísitala, skertur fridagaréttur, engar yfirvinnugreiöslur og sí- fellt strit útgeröarmanna viö aö 136 finna hártogunargreinar samn- inganna til aö létta á buddu sinni. Já, þaö má segja aö flestir hjálpist nú aö því aö sosíalsera þetta blessaöa þjóöfélag okkar, enda er kjöroröiö í dag — upp með laun láglaunamannsins. Kjöroröiö þykir fínt og er not- aÖ af fullum krafti í öllum mál- gögnum stjórnmálaflokkanna, sem rembast, viö aö halda fylgi fólksins. En spurningin er bara sú, hvaö ber aö telja láglaunamenn? Ég hygg aö vísitölufjölskyldan sé ekki langt frá því aö þurfa nú 280000 til lífsviðurværis. Hversu margir launamenn hafa þessar tekjur fyrir 8 stunda vinnudag? Ekki ýkja margir. Er þá óeöli- legt aö telja þá láglaunamenn, sem ekki ná því marki aö fram- fleyta vísitölufjölskyldu? Eöa á hiö óraunhæfa mat Alþýöusam- bamdsins aö miöa viö skeröingu á 16—17000 kr. aö standa áfram sem stika milli láglaunamanns og liálaunamanns ? Haldi svo áfram líöur ekki á löngu áöur en þjóöin skiptist í tvær fylkingar; ööru megin lág- launamenn meö 20000 kr. mán- aöartekjur og hinum megin há- tekjumenn meö 100000 kr. launa- tekjur. Læknastéttin hefur þegar varö- aö leiöina upp í 100000 kr. mán- aöarlaun og aörir háskólagengnir menn gera kröfuna til sömu launa. Dálaglegt aö menntamenn skuli ekki meiri skilning hafa á efna- hagsmálum þjóöarinnar, enda sjáum viö fæsta þeirra í störfum viö undirstööuatvinnuvegi olckar að námi loknu. Á því er ekkert launungamál 'og enginn skyniborinn maöur neit- ar, aö erfiöleikar hafa steöjaö aö og standa enn yfir í efnahags- málum okkar.Viö sltkar kringum- stæöur er sjálfsagt, aö þegnarnir táki á sig byröar til aö fyrra vandræöum, en allt veröur þetta þó aö byggjast á sanngimi og jafnri miölun. Breyting á vísi- töluútreikningi má teljast eölileg og reyndar furöulegt aö prósentu- útreikningar hennar skuli ekki hafa veriö lagöar niöur fyrir löngu. Deila má um hvort eöli- legra er aö miöa viö 10000 kr. eöa 15000 kr., en aö jöfn tala komi síöan á állt kaup er gangi upp úr, held ég aö sé lágmark. Þaö aö skeröingarákvæöin, sem sett voru í fyrra, skuli haldast og siöan byggt ofan á þá vitleysu er glæp- ur gagnvart stórum hópi laun- þega, sem aldrei veröur þolaö til lengdar. Svo viröist líka sem ætlunin hafi veriö aö leiörétta óranglætiö frá marzsamkomulaginu. Ekki einungis meö því að hækka grunn- tölu mámöarkaups upp í 18000 kr., heldur einnig afnema skerö- ingarákvæöiö gamla 16—17000, því aö í samkomulaginu er ekki stafur um, aö skerðingin skuli haldast. Ef þaö heföi veriö gert, var þolanlegt viö þetta aö una. Ákvöröunin um aö skerÖingar- ákvæöin haldist óbreytt, viröist hafa veriö tekin, eftir aö sam- komulagiö var undirritaö og má furöulegt teljast. Svo aö hægt sé aö átta sig á þessu betur læt ég þrjár aöal- greinar samkomulagsins fylgja hér, sem hljóöa þannig: 1. gr. Frá gildistöku þessa samnings til nóv.loka 1969 skal greiða 23.35% verðlagsuppbót á grunnlaun, með þeim undantekningum er um ræðir í 4. gr., en að öðru leyti í samræmi við ákvæði 3. gr. Nú reynist verðlagsuppbót reikn- uð 1. ágúst 1969 á sama grundvelli og við er miðað í áætlun Hagstof- unnar 22. apríl 1969 hærri en þar er gert ráð fyrir, þ.e. 28,30%, og skal þá umframhækkunin koma fram í verðlagsuppbót á næsta 3ja mánaða tímabili, 1. september til 30. nóv. 1969. Nái þessi umframhækkun ekki einu prósentustigi, miðað við 1. ágúst 1969, skal hún þó fyrst koma fram í verðlagsuppbót frá 1. des. 1969. * 3. og 4. gr., sem vitnað er til bera ekki með sér neina skerðingu miðað við 16000—17000 kr. eins og sjá má. 3. gr. Verðlagsuppbót samkvæmt út- reikningi Kauplagsnefndar greiðist VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.