Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 4
Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri: Eldvarnarskóli ForiHuinsí hin ííöu sli/s oif cldsvoöu n sjó oij lundi oif liomuni ií stotn föstuni elilvurnurshólu í þúgu ulincnninqs. ÞEGAR hörmuleg slys og óhöpp verða, eins og nú hafa dunið yfir að undanförnu, leitar á hugann sú brennandi spurning, hvað sé hægt að gera til þess að slíkir hlutir endurtaki sig ekki. í sömu viku hefur eldsvoði orðið 7 íslenzkum sjómönnum í blóma lífs- ins að bana og auk þess stórskemmt 3 ágætis skip. Hinn óhugnanlegi eldsvoði um borð í Hallveigu Fróða- dóttur er öllum enn í fersku minni og ættu nú að hafa opnast allra augu fyrir því, að hér verður strax að reyna að stemma stigu við með öllum tiltækum ráðum. Síendur- teknir eldsvoðar, bæði um borð í skipum og í landi svipta fámenna þjóð dýrmætum mannslífum og valda milljóna tjóni.Verður á hverju ári tugmilljóna króna tjón af völd- um bruna. Er næsta eftirtektarvert hvað eldsvoðar hafa verið tíðir og stór- kostlegir undanfarin ár. Má hér nefna bruna á vöruskemmu Eim- skips, brunann í Lækjargötu, stór- bruna á Akureyri í vetur, og má því miður svo lengi telja. Á liðnum árum hefur fjöldi skipa farizt af völdum eldsvoða, og árið 1965 komst sjóslysanefnd að þeirri niðurstöðu, að brunatjón um borð í fiskiskipum hefði aukizt undanfarin ár, jafnvel þótt tekið væri tillit til aukningar skipastólsins. Hefur þetta gerzt þrátt fyrir reglugerðir og var- úðarráðstafanir. Má þar nefna VIII. kafla reglugerðar um eftirlit með skipum og öryggi þeirra, en þar eru ýtarleg ákvæði um eldvarnir um borð í skipum. Ennfremur reglugerð frá 28. febrúar 1962, þar sem kraf- izt er brunaboða af viðurkenndri gerð um borð í fiskiskipum, 15 til 200 rúmlestir að stærð, bæði í vélar- rúmi og vistarverum. Þegar slysin verða er spurningin, hvort sjómenn fylgi þessum reglum eða þeim sé framfylgt af nægri festu af eftirlitsmönnum og skipaskoðun. 138 Skv. skýrslu sjóslysanefndar árið 1965 varð algert tjón á fiskiskipum á 5 ára tímabilinu 1960—1964, 2 skip á ári að meðaltali. Síðastliðin 2 ár hafa verið strikuð út af skipa- skrá 4 skip, samtals rúmlega 400 rúmlestir, sem hafa farizt af völd- um elds. Ennfremur hafa orðið fjöl- margir meiri og minni háttar skað- ar og er mörgum enn í fersku minni eldsvoðinn um borð í Gullfossi árið 1963. En eldur kom upp í þurrkví í Kaupmannahöfn og læsti sig strax í skipið og höfðum við þar nærri misst flaggskip íslenzka verzlunar- flotans. Haustið 1961 kenndi ég undir- stöðuatriði eldvarna við varðskipa- deild Stýrimannaskólans í Reykja- vík. Höfðum við ennfremur lítils- háttar slökkviæfingar suður á Reykjavíkurflugvelli. Allt var þetta þó í smáum stíl, en stýrimenn sýndu þessu mikinn áhuga. Birti ég því stuttu síðar úrdrátt úr kennslublöð- um mínum í Sjómannablaðinu Vík- ingi í ársbyrjun 1962. Kom ég fram með þá tillögu í greininni, að hér yrði stofnaður eldvarnarskóli til þjálfunar sjómönnum í baráttu við eldinn. Tek ég hér upp þráðinn frá þessari grein. Hin stóru dönsku skipafélög eins og t.d. A. P. Möller (Mærsk Line), J. Lauritsen, Ö. K. og fl. leggja mikla áherzlu á eldvarnir um borð í skipum sínum. Margir stýrimenn og vélstjórar þessara félaga hafa sem varaforingjar í flotanum kynnst brunavörnum og öryggiseftirliti, en að lokinni herþjónustu hafa skipa- félögin stuðlað að áframhaldandi menntun og æfingu yfirmanna sinna. Hefur tekizt góð samvinna milli flotans og verzlunarflotans í þessum efnum.— Og öðru hverju geta skipa- félögin fengið senda yfirmenn sína á stutt námskeið í eldvarnarskóla konunglega flotans. Það væri athugandi fyrir íslenzku skipafélögin, L. 1. tT. og F. í. B. að leita samstarfs sín á milli, við brunaliðið eða Landhelgisgæzlima um að koma upp sameiginlega æf- ingasvæði og tækjum til eldvarna. Þannig æfingasvæði verður að vera langt frá byggð, á bersvæði og vera útbúið slökkvitækjum, yfirbyggingu skipa, olíukörum, asbestbúningum, slöngum o.fl. Þarna þyrfti síðan öðru hverju að hafa raunhæfar æf- ingar fyrir skipshafnir. Að sjálf- sögðu fengi Vélskólinn, Stýrimanna- skólinn og sjóvinnunámskeiðin að- stöðu til kennslu og verklegra æf- inga fyrir nemendur sína á slíku æfingasvæði, en undir handajaðri Vélskólans (eða Stýrimannaskólans) gætu slík námskeið þróast í sérstak- an skóla. Á góðu æfingasvæði gætu yfir- menn íslenzkra skipa þjálfað skips- hafnir sínar öðru hvoru í meðferð slökkvitækja. Þannig yrði: 1. Aukið öryggi áhafna, skipa og farþega. 2. Fyrri kunnáttu haldið við og hún aukin. Báta- og togarasjómenn ættu að minnsta kosti í upphafi úthalds að VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.