Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 6
landi hefur lánað út, og hefur mynd- in, sem nefnist „Fire Below“ og fjallar um eld um borð í olíuskipi, verið sýnd í Stýrimannaskólanum og nokkrum kaupkipum, a.m.k. Fræðslu- myndasafn Ríkisins á fátt merki- legra mynda um eldvarnir eða skv. kvikmyndaskrá 1965 eina 16 mín- útna mynd um brunavarnir í heima- húsum. Virðist mér áhugi þeirrar stofnunar næsta lítill fyrir myndum um þetta efni. Ég vil sem dæmi um þetta sinnu- leysi nefna, að fyrir liðlega 2 árum fór ég þess á leit við þáverandi for- stöðumann kvikmyndasafnsins, að hann útvegaði kvikmynd, sem fjall- aði um eldvamir um borð í togur- um og verið var að sýna í Hull um þær mundir. Sendi ég stofnuninni upplýsingar þetta varðandi. Þegar ég svo spurði um myndina á næsta skólaári voru upplýsingar þær er ég sendi, glataðar og mér bent á að reyna að grafa í þessu sjálfur. Það skal þó tekið fram, að varð- andi lán mynda hefur Stýrimanna- skólinn í Vestmannaeyjum notið ágætrar fyrirgreiðslu og þolinmæði Fræðslumyndasafnsins. En ofan- greint er aðeins dæmi um skilnings- leysi á mikilvægu máli og brýnu fyrir sjómannastéttina og ég vil segja alla Islendinga. Að lokum vil ég víkja nokkuð frekar að eldvarnarskóla danska flotans, en ég álít, að kæmist eld- varnarskóli hér á stofn, þá myndi áreiðanlega unnt að fá mikilsverða reynslu og upplýsingar um tilhögun alla hjá Dönum, og hafa nokkrir yfirmenn Landhelgisgæzlunnar hlot- ið þar þjálfun á undanförnum árum. Fyrrnefnd námskeið yfirmanna í þessum skóla eru í rúman mánuð í senn og fara allt að 3 vikur í bók- lega kennslu, en um það bil ein vika fer í raunhæfar slökkviæfingar í skipslíkönum, sem þarna eru. Sem kunnugt er, eru vélarúm skipa eldfimasti hluti skipsins og fá því vélstjórar sérstaka þjálfun í meðferð og notkuu reykköfiuiarbún- inga. Eru slíkir búningar og grímur til taks í skipunum og geta því vél- stjórar gripið til þeirra hvenær sem hættu af eldi og þá sérstaklega reyk ber að höndum. Þegar þetta er hugleitt vaknar sú spuming, hvort slíkt tæki og þjálf- aðir menn í notkun þeirra um borð í öllum stærri skipum hefðu ekki getað forðað hinu hörmulega slysi, sem varð um borð í Hallveigu Fróðadóttur. En af blaðaskrifum og viðtölum skilzt manni, að bannvænn reykurinn hafi fyrst og fremst vald- ið dauða mannanna, og meiri erfið- leikum en sjálft eldhafið. Atburðir síðustu daga hafa enn cinu sinni minnt okkur íslendinga á hve störf sjómanna við strendur landsins eru erfið og hættuleg. Þó eiga sjómenn iðulegast undir högg að sækja, þegar til kastanna kemur um kjör og aðbúnað. 1 ritstjórnargrein Morgunblaðsins Nú skal skipshöfn nefna, frá nítján fimmtíu og sex. Dýpkun hafna er hafin þá, ofj hagræðing vex. * Grettis störfum gera sinna, Gufjjón, Finnur, Sigmundur. Óskar, Hreiðar, Ingimundur, Árni, Bjartur, Sigurður, Kristján, Halli, Hákon vinna. Ilér matreiðir Friðbergur. Þá er einn, sem þarf að kynna það er Guðjón bátsmaður. laugardaginn 8. marz s. 1. segir: „Þessi hörmulegu tíðindi verða okk- ur áminning um að gera allt, sem í mannlegu valdi stendur til þess að tryggja öryggi sjóinanna okkar á hafi úti.“ Er nú óskandi, að hlutað- eigandi yfirvöld fylgi þessari her- hvöt eftir og hrindi því nauðsynja- máli í framkvæmd að koma hér á fót iöstum eldvarnarskóla fyrir sjó- menn og landsmehn alla. Mætti þá vonandi draga eitthvað úr þeim geigvænlegu slysum, sem eldurinn óbeizlaður getur valdið. Hamast Grettir hraust með lið, hafnarbotna glímir við, Skóflur hrisstir, skekkst á hlið, slcelfur turninn dálítið. Grjótið lamdi. Grettir harði, glamra tennur, brotna því. Móhelluna miltið barði, mylsnu stráði pramma í. Úr ýmsum höfnum úti á landi, aflsterkur með færibandi, ýtti í pramma upp úr sjá. Rýmkaði mikið mörg ein lcytra, milljónina teningsmetra Grettir hefur grafið frá. Myndin er af olíuskipi, sem er að brenna. GUÐJÓN GUÐBJÖRNSSON: Dýpkun hafna 140 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.