Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 9
suður í Hafnarfjörð til að taka
út kostinn, því nú átti að fara á
vb. „Dóru“ GK 49, vestur og
draga Hug heim.
Við Jón Magnússon fórum síð-
an saman suðureftir og pöntuðum
matarbirgðir, sem áttu að endast
tíu mönnum í þrjátíu daga.
Ég var nú orðinn lítt vanur
slíkum útreikningum, því í fyrsta
og eina skiptið sem ég hafði áður
verið kokkur til sjós, var á skaki
fyrir vestan eitt vor og sumar
árið 1926 eða 7 og hafði þá heitið
að þeirri raun lokinni að gefa mig
aldrei til slíks aftur. En það er nú
önnur saga.
IV.
Miðvikudaginn 19. ágústvarsvo
siglt af stað kl. 4 e. h. og tekið
strik fyrir Garðskaga í þægilegri
NA. átt, sem hélzt þó heldur vax-
andi næstu dægur.
Skipshöfnin sem þátt tók í þess-
um leiðangri voru þessir menn:
1. Jón Magnússon, skipstjóri,
Reykjavík, 58 ára.
2. Pétur Guðjohnsen, stýri-
maður, Reykjavík, 81 árs.
3. Eggert Laxdal, I. vélstjóri,
Vestmannaeyjum, 34 ára.
4. Þorleifur Vagnsson, II vél-
stjóri, Reykjavík, 32 ára.
5. Ragnar V. Sturluson, mat-
sveinn, Reykjavík, 50. ára.
6. Bjarni Magnússon, háseti,
Kópavogi, 20 ára.
7. Sigurður Ólason, háseti,
Vestmannaeyjum, 22 ára.
8. Hermann Stefánsson.háseti,
Reykjavík, 25 ára.
9. Sigurður Þorvaldsson, liá-
seti, Selfossi, 19 ára.
10. Birgir Sigurgeirsson, há-
seti, Selfossi, 16 ára.
Eg varð sjóveikur fyrsta kvöld-
ið við matseldina og gekk þá einn
liásetinn (Sig. Þorv.) frá matn-
um fyrir mig. Gekk síðan allt vel
þar til á laugardag, að þá var orð-
ið mjög hvasst, um 9 vindstig
samkv. veðurfr. Var ég þá orðinn
sjóveikur strax um morguninn.
Bögglaðist ég þó við að elda
morgungrautinn og sjóða saltkjöt
og baunir í miðdegismat, sem ég
þó aldrei gat borið á borð. Skip-
VÍKINGUR
verjar nældu sér sjálfir í kjötiðíf fyrir strandfjöll víðar þar sem ég
upp úr pottinum ásamt kartöflum * hef séð á Grænlandi.
og drukku kafl'i á eftir, en bauna-
súpan varð að brauði sem ég gaf
Ægisbúum um kvöldið.
Á fimmta tímanum eftir liá-
degi þennan dag sást til lands á
Grænlandi, og stefndum við þá á
Spalsund (Ikeq) sem liggur norð-
austan við Drangey (sem Danir
kalla Eggersö). Var þar töluverð-
ur veltingur. Um þetta sund eru
ekki sýndar mældar leiðir á sjó-
kortum. En smáhólar eru í því
austan til. — Við augum okkar
blasti hinn tignarlegi Skjöldur
(Tagdlerunat) sem er austasti
stórhöfðinn undir Hvarfi. Er
þetta um 560 m. hátt granítfjall
sem rís, líkt og flest fjöllin þarna
í nágrenninu, eins og aðeins hall-
andi hella reist upp á rönd beint
úr hafinu án nokkurrar strandar.
Væri þarna engum báti lendandi,
því hvergi virtist nokkur klöpp til
að stíga fæti á þó ládautt væri.
Óneitanlega var þetta mikilfeng-
leg sjón samtímis því hversu hún
var ógnþrungin og geigvænleg.
Annars eru fjöllin þarna í kring
einna líkust því sem menn hafa
gert sér hugmynd um fjöllin á
tunglinu, snarbrött og af heilum
steini gjörð, án þverlaga, einungis
aðskilin með gapandi gjám og
sprungum sem ganga niður í
sjávarmál. Lausar skriður sjást
varla og er það mjög einkennandi
Vegna sjógangs og hvassviðris
þótti Jóni skipstjóra ekki ráðlegt
að sigla suður fyrir Hvarf (þ. e.
Drangeyjarmúla undir Hvarfi),
sem sást móta fyrir þarna lengst
í vestrinu, heldur afréð hann að
slaga norður með landinu og sigla
vestur Hafhverf (Ikerasarssuaq)
sem Danir kalla: Prins Christian
Sund sem er fyrir ofan eyjarnar
bak við Hvarf. — Var svo gert,
en dálítið er það vandratað vegna
skerja sem liggja um 3% sjóm.
suðaustur af mynni Hafhverfs
sem og boða þar á milli.
Suðurströnd Hafhverfis mynd-
ar geysistór eyja með háar og
brattar strendur, og jökulkrýnd
að ofan. Grænlendingar hafa ekki
gefið henni neitt nafn og ekki
aðrir lieldur, enda sést ekki í
fljótu bragði að þar sé um eyju
að ræða. (Dr. Jón Dúason leggur
til að kalla þessa eyju Málmey á
íslenzku og Drangey höfum við
frá fórnu fari vestan við hana).
Eylenda þessi er klofin næstum
í tvennt frá vestri til austurs af
tveim fjörðum og heitir sá eystri
Kipisaqo — Skakkifjörður, og
það er einmitt hann sem getur
valdið villu þegar taka skalstefnu
í Hafhverf að austan. En í þetta
skipti tókst að forðast það, því
sæmilega sást til fjallanna. Og í
eina tvo tíma var slagað norður
M/s Dóru á sifiliiipti við Grænltmd.
143