Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 14
leika fiskiskipa í sjó úr öllum áttum miðað við stefnu skipsins. Þessar rannsóknir krefjast hins- vegar mjög fjölþættra og kostn- aðarsamra rannsókna með líkön í tilraunastöðvum, þar sem hægt er að framleiða bylgjur af breyti- legum stærðum og með breyti- legri stefnu. Erfiðleikinn er í þessu efni sá, að geta gert brot- sjó, sem líkist sem mest því, sem er á hafi úti, og að skipalíkanið samtímis geti siglt í mismunandi stefnu miðað við sjólag. Á þessum fundi var lögð fram frönsk skýrsla um tilraunir, sem gerðar hafa verið í Frakklandi á skipslíkani af tuna-fiskiskipi á ölduhrygg. Þýzka sendinefndin lagði einnig fram á fundinum skýrslu yfir líkantilraunir á fiskiskipi og pólska nefndin skýrði stuttlega frá tilraunum á líkani af fiskiskipi á stöðuvatni, en nýlega hefur verið lokið við þessar tilraunir í Póllandi og á næsta fundi nefndarinnar leggja Pólverjar fram skýrslu yfir árangur tilraunanna. 1 ljós kom nokkurt ósamræmi milli stöðugleika-útreikninga í frönsku rannsólminni. Var talið, að þetta ósamræmi gæti átt rót sína að rekja til breytinga á stafnhalla um leið og skipið hall- ast. Hér er um að ræða útreikn- inga, sem gerðir eru með raf- eindareikni, og nefndin taldi auðsætt, að nauðsynlegt væri að kanna sérstaklega hæfni þeirra útreikninga-prógramma raf- reikna, sem ætluð eru fyrir stærri skip, þegar nota á þau við lítil skip. Þau hafa yfirleitt skarpara form, og það getur krafizt þéttari uppmælingar til að nægjanleg nákvæmni fáist. Ákveðið var að rannsaka nán- ar velti-hreyfingu hallandi fiski- skipslíkans, sem siglir í meðfylgj- andi sjó (í lensi), eins og nánar er rætt um í skjölum frá Þýzka- landi. Samkvæmt þessum niðurstöð- um nefndarinnar samþykktu sendinefndir Frakklands og Þýzkalands að leggja fram síðar nánari greinargerðir, þar með taldir útreikningabogar og stöð- ugleikabogar umræddra fiski- skipa. 4. Stöðugleikamörk fiskiskipa. Eins og fyrr segir, þá hefur nefndin þegar afgreitt tillögur um alþjóðleg stöðugleikamörk fyrir þilfarsfiskiskip í úthafs- siglingum, en vinnur nú að því að reyna at setja einhver einfaldari stöðugleikamörk fyrir minni fiskiskip. Til að reyna tillögur (líkingar) um stöðugleikamörk, var ákveðið að þátttökuþjóðir skyldu nota þær við sem flest fiskiskip sín styttri en 30 metrar, sem fullkomnir stöðugleikaút- reikningar eru til yfir. Þessum gögnum hafði pólska sendinefnd- in unnið úr, og samtímis athugað aðrar líkingar. Við athugun á pólsku skýrsl- unni var augljóst, að töluverð dreifing var á niðurstöðum. Var talið sennilegt að ástæðan væri ósamræmi í upplýsingum, t. d. að vatnsþétt lokuð þilfarshús hafi stundum verið tekin með í út- reikningana, en stundum ekki. Var ákveðið að þau lönd, sem sent hefðu útreikninga, skyldu fullkanna hvert einstakt skip, til að tryggja sambærilegan grund- völl. Einnig var talið æskilegt að fleiri útreikningum yfir stöðug- leika smá-skipa yrði skilað fyrir 1. apríl 1969, og pólska sendi- nefndin tók að sér að endurskoða skýrslu sína með hliðsjón þessara frekari upplýsinga. 5. Ising fiskiskipa- Ising fiskiskipa er mikið og fjölþætt vandamál á dagskrá nefndarinnar. Ýmsar tilraunir og rannsóknir eru nú gerðar víða um lönd, og í vetur verða ýmsar rannsóknir á notkun tækjabún- aðar á fiskiskipum gerðar, til að reyna hæfni þeirra, ýmist til að hindra ísmyndun, eða til að fjar- lægja ís af skipum. Ætlun þeirra þjóða, sem þátt taka í störfum nefndarinnar, og nú munu gera slíkar tilraunir, er að leggja fram skýrslur yfir rannsóknirnar á næsta fundi hennar. Að þessu máli vinna t. d. Bretar og Kanadamenn en einnig Japanir, Rússar, Þjóðverjar og fleiri þjóðir. Áður hefur verið ræddur á fundum nefndarinnar árangur margra tilrauna, en óhætt er að fullyrða, að enn hefur eng- in fullnaðarlausn gegn yfirís- ingu fundizt. Þó eru orðin aug- ljós ýms atriði, sem greinilega minnka ísmyndun. Má nefna meira fríborð, minna af rekk- verki og stögum, sem binda mjög mikinn ís. Hitun kemur aðeins að gagni til að auðvelda losun á ís ekki til að bræða hann af. Til þess er ekki nóg orka til um borð. Gúmmí-hosa, sem ýmist er blásin út með lofti eða tæmd get- ur brotið af sér nokkurn ís, þar sem hún er sett á möstur, stög eða því um líkt. En þetta vandamál er til gaum- gæfilegrar athugunar og vonast er til þess, að með sameiginlegu átaki á alþjóða vettvangi Al- þ j óðasiglingamálastof nunarinnar megi takast að ná nokkrum ár- angri,til aukins öryggis fyrir sjó- farendur. 6. Velti-stuðlar. Velti-hi-eyfing skips gefur eins og kunnugt er til kynna byrjun- arstöðugleika skips. Nefndin vinnur að því að safna gögnum um veltitíðni skipa, sem til eru stöðugleikaútreikningar yfir, til að kanna samræmi milli þessara gagna fyrir mismunandi gerðir og stærðir skipa. Er þess vænst að þátttöku- þjóðir sendi gögn til Alþjóða- siglingamálastofnunarinnar, ti'l dreifingar fyrir næsta fund. 7. Stöðlun á aðalmálum og hlutföllum fiskiskipa- Rætt var um tillögu Banda- ríkjanna um stöðlun á skilgrein- ingum aðalmála og stuðla fiski- skipa og ákveðið að aðilar rituðu umsögn um tillöguna fyrir næsta fund, en hann var ákveðinn 30. september til 3. október 1969. V.V.V.V.V.1.-.1 VÍKINGUR r » » 148

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.