Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 21
Á lögreglustöðinni. Lögregluþjónn! í guðanna bænum takið þér mig fastan, ég hefi barið konuna mína!“ ,,Nú, er hún dauð?“ „Nei, en ég á von á henni hér á hverri stundu!" * „Kæri vinur,“ sagði eiginkonan. „Mér þykir reglulega leiðinlegt, að ég skyldi gleyma afmælisdegin- um þínum í fyrra mánuði.“ „Eiginlega ætti ég skilið að þú gleymdir mínum, sem er á morgun." út. * „Þessi hjónabönd eru merkileg fyrirbæri," andvarpaði sá fráskildi. Fyrst tautar maður eitthvað fyrir altarinu, sem enginn skilur, þá er maður giftur; svo talar maður eitt- hvað upp úr svefninum og þá er maður skilinn!" * Leigutakinn: Mér lízt vel á þessa íbúð, en ég er ekki viss um, að kon- unni minni kunni að líka hún.“ Leigusalinn: „Ég ráðlegg yður samt að festa yður íbúðina. í þess- um húsnæðisvandræðum er hægara að verða sér úti um aðra konu!“ * Einn nemendanna tók það ráð að skrifa vel metnu skáldi, sagði hon- um frá verkefninu, og bætti við: „Ég hefi valið að skrifa um yður vegna þess að þér eruð uppáhalds- skáld mitt. Nú langar mig til að biðja yður og skýra fyrir mér; liversvegna!“ — VJpp imuV henihirnar og engan hávaða. Það var í sjóstangaveiðitúr að frú nbkkur dró „aulaþorsk." Henni var hælt á hvert reipi af skipsfélög- unum. „Já, svona stóran þorsk hefi ég ekki veitt síðan ég giftist honum Ragnari mínum.“ f--------------\ * VAKTIN Hjónin voru á heimleið í mikilli hálku. Allt í einu datt konan á ,,botninn.“ „Meiddirðu þig, góða?“ „Nei, nei,“ svaraði hún. „Ágætt, allt er gott þegar endir- inn er góður!“ * Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út, var brezkur liðsforingi á eftirlitsferð fyrir stjórn sína inni í svörtustu Afríku. Honum barst svo- hljóðandi skeyti: „Stríðið er skollið á. Handtakið alla óvinveitta útlend- inga í umdæmi yðar.“ Skömmu síðar sendi Bretinn svo- hljóðandi svar: „Hefi handtekið sjö Þjóðverja, þrjá Frakka, tvo Belga, tvo ítali, einn Austurríkismann og einn Ameríkana. Góðfúslega símið mér strax við hverja við eigum í stríði!“ * Ung stúlka sótti námskeið í „hjálp í viðlögum" og var nýbúin að læra lífgun úr dauðadái. Kvöld eitt, er hún var á gangi á götu, sá hún mann liggja þar á grúfu. Hún brá við skjótt og byrjaði að gera á honum lífgunartilraunir. Von bráðar bærði maðurinn á sér og leit upp. „Ungfrú góð,“ sagði hann. „Ég veit ekki hvað þér mein- ið, en má ég biðja yður um að hætta að kitla mig. Ég er að lýsa manninum hérna niðri í holræsinu, og ég gæti misst lampann." „Já, svo maðurinn yðar er hlaup- inn frá yður. Hafði hann nokkur kennimerki?" „Ekki ennþá, en bíðið bara þar til ég næ í hann!“ * Ráð við sólbruna: Gott ráð við sólbruna, ef hann er ekki á háu stigi, eru kaldir bakstrar, vættir í sterku tei, sem hefur verið látið kólna. Sútunarsýran í teinu sefar undir eins sviðann, og innan sólar- hrings hefir hún breytt roðanum eftir sólbrunann í fagurlega brúnan lit. — Hvað oft hef ég sagt þér að misnota ekki svipuna. VÍKINGUR 155

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.