Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Blaðsíða 23
Bréf til Víkings Ktvi'i Víkingur ! Stjórnartíðindi A9 no. 23 frá 17. maí 1969 upplýsir að ríkis- stjórnin hafi feng-ið heimild til lántöku 225 milljónir til fram- kvæmdaáætlunar ríkisins. Síðan er sundurliðun um hvernig þessu fé skuli varið og er aðeins 58 milljónum varið til sjávarsíðunn- ar, en þ.e. landshafnar. Ekki eyr- ir til framleiðslu eða gjaldeyris- sköpunar fyrirtækja. Lánin skulu tekin erlendis, þótt ekki sé varið til gjaldeyrissköp- unai', svo og hin frægu spariskír- teini, sem samkv. 3. gr. nefndra laga hljóðar þannig: „Ríkis- skuldabréfin og spariskírteinin, sbr. 1. gr., svo og vextir af þeim og verðbætur skulu undanþegin framtalsskyldu og skattlagningu á sama hátt og sparifé, sbr. 21. gr. laga nr. 55/1964.“ Þetta eru kaldar kveðjur til út- gerðarmanna, sj ómanna og verka- fólks við útflutningsframleiðslu, sem skattlagt er miskunnarlaust á það sparifé, sem þessar stéttir leggja til atvinnufyrirtækja sinna og um leið bjarga þjóðinni með gjaldeyrisöflun til lífsnauðsynja. Haldi svo áfram að ríkissjóður keppi um lausafé landsmannameð ódrengilegum aðferðum samanber skattfríðindin og noti síðan pen- ingana til óarðbærra fjárfestinga, má búast við algjöru hruni at- vinnuveganna við sjávarsíðuna, fiskiskipin hverfa og ryðga niður, einnig gömlu togararnir og fisk- iðjuverin grotna niður og eftir standa glerhallir banka og toll- heimtustarfsemi, — en þjóðin hungurmorða. Krafa allra stétta innan vé- banda þess sem kallast fram- leiðslustéttir er að sparaður pen- ingur, sem lagður er í hlutafé eða hverskonar uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja skal skattfrjáls og búa ekki við lakari kjör en fjárfest- ingar-gerræði ríkis og banka í óarðbærum fjárfestingum. Framleiðslufólk! Kaupið ekki spariskírteini ríkissjóðs, því þeim peningum er kastað á glæ. Látið skattaundankomumenn um þaðog minnist þessa, að fyrir nokkrum árum þegar Ríkissjóður og bank- ar voru búnir að ausa á markað- inn nafnlausum skuldabréf um, var framkvæmd eignakönnun til að sækja í rottuholurnar" skattsvik- in skuldabréf með skrásetningu, ella ónýt. Sjávarútvegsmenn! Við þurf- um nýja togara og fiskiskip af öllum stærðum með nýtízku út- búnaði, en ekki fleiri bankabygg- ingar. Við hafnirnar þurfum við fiskvinnsluhús meðnýjustutækni, en ekki toll- og skattheimtubygg- ingu með bílastæðum. Uppgefinn og vonsvikinn fiskframleiðandi. »---------:--------------------æ Omar mér í eyra og innst í minni sál. Blessað vorið blíða bægir vetrar kvíða heill er á að hlíða hjartans óskamál. »--------------------------------ö tryggingar eru þær sömu og í öðrurn samningum. Nýtt ákvæði er um það þegar saltað er um borð og er úti er verið yfir tíma- bil kauptryggingar. Eins er nú ákvæði um þegar selt er erlendis og veiðiferð skiptist á kauptrygg- ingartímabil. Þá eru ákvæðin um hvernig haga skuli greiðslu til Lífeyrissjóðs. Ennfremur er fjall- að um greiðslu fæðiskostnaðar. Þetta munu vera helztu breyt- ingar sem orðið hafa á samning- um við lagasetninguna 18. febr. 1969. Vel væri þegið ef menn létu það eftir sér að skrifa Samband- inu eða Víkingnum og ræddu þar kjaramálin og þau önnur mál, sem þá snertir. Oft er það erfitt VÍKINGUR að finna hvað sjómennirnir sjálf- ir telja nauðsynlegustu breyting- arnar á samningum þeirra vegna þess að fundir eru illa sóttir yfir- leitt, með þeim undantekningum að verkfall sé, en til að forðast það tjón sem verkföll hafa í för með sér, þá er þörf fyrir önnur vinnubrögð en að setja allt í stöðvun til að ná fram réttlætis- kröfum sjómanna. Með bréfum til Víkingsins er átt við að rædd séu þau mál sem menn hafa áhuga á varðandi útgerð og aðbúnað um borð og í landi, en eins og við vit- um er ennþá mjög ábótavant að- búnaði sjómanna í mörgum ver- stöðvum landsins, og verður að gera meiri kröfur um bætta að- búð í mörgum verstöðvum, en víða er ekkert afdrep fyrir sjó- menn, þegar þeir liggja við land og er þá erfitt að þreia þorrann og góuna og vill margur þá lenda á þeirri brautinni sem hálust er og eyða fjármunum sínum í bíla- akstur og brennivínskaup hjá leynivínssölum, í stað þess að geta farið á þokkalega sjómannastofu og stytt sér stundir við sjónvarp og bréfaskriftir og annað sem góðar og vel búnar sjómannastof- ur hafa upp á að bjóða. Að end- ingu sendið bréf og þau fá rúm í blaðinu ef þið óskið eftir því. Með sambandskveðju, I. Stefánsson. 157

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.