Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Side 25
»
t
I
þessu stavfi úti. Þá eru það mörg
félagasamtök sem finna hvöt hjá
sér til að styrkja þetta með ýmsu
móti. Eru kvenfélög og sauma-
klúbbar hinar mikilvægustu stoð-
ir í þessu, bæði hvað bein fjár-
framlög og jólapakka snertir.
Meira að segja sé ég í blaði
norska sjómannatrúboðsins „Bud
og Hilsen,“ sem ég hefi fyrir
framan mig að nemendur hús-
mæðraskólanna eru einnig farnar
að útbúa jólapakka, sem svo eru
sendir til sjómannaheimilanna til
úthlutunar.
Að framansögðu sézt að Islend-
ingar þurfa að bæta um. Það
þurfa að rísa upp mikið fleiri sjó-
mannastofur og þær eiga að vera
reknar á Kristilegum grundveili,
það sjáum við af reynslu annarra
þjóða. Þar á að gæta fyllstu
reglusemi og siðgæðis, í beinni
andstöðu við drykkjukrárnar. Þar
eiga sjómenn að geta verið óhult-
ir fyrir hinum skaðlegu áhrifum
og freistingum Bakkusar, en not-
ið hollra veitinga, lesið góðar
bækur eða blöð, skrifað til vina
sinna o.s.frv. Einnig er þeimveitt
margvísleg þjónusta og fyrir-
greiðsla, t.d. með síma, póst og
peninga o.fl. Þá er þeim að sjálf-
sögðu gefið tækifæri til að vera
á kristilegum samkomum, en það
eitt getur haft ómetanlega þýð-
ingu. Hefi ég þar fyrir mér mína
persónulegu reynslu og margra
annarra. Á einni slíkri sjómanna-
samkomu sem haldin var fyrir 35
árum síðan á norska sjómanna-
heimilinu, sem þá var starfrækt
á Siglufirði, urðu hin mestu
straumhvörf í lífi mínu. Þá mætti
ég Jesú Kristi sem mínum per-
sónulega Frelsara, og hann frels-
aði mig frá glötununni og leysti
mig undan ofurvaldi áfengis og
tóbaks og margra annarra synd-
samlegra nautna. Þessvegna vil ég
segja við hvern, sem er bundinn
af eiturnautnunum. Jesús getur
leyst þig, ef þú kemur til hans.
Þetta gat ekki gerzt fyrir minn
eigin kraft, en aðeins fyrir hans
frelsandi mátt. Jesús er kominn
„til að leita að hinu týnda og
frelsa það.“ Jóh 1 :12.
VÍKINGUR
Þá skal með nokkrum orðum
vikið að Salem sjómannastarfinu.
Við höfum ekki sjómannastofu
hér, en ég trúi því að það sem
gert er, verði undanfari þess að
hér eigi eftir að rísa af grunni
veglegt sjómannaheimili, fyrir
Guðs hjálp, og þeirra manna sem
hann kallar til þess. Við höfum
aðeins fremur lítinn samkomusal,
en þangað hafa þó æðimargir sjó-
menn lagt leið sína, bæði á sam-
komur, og svo er þeim hefir verið
sérstaklega boðið á stórhátíðum,
eða eftir því sem tækifæri hafa
verið til, og menn hafa lengi ver-
ið fjarri heimilum sínum. Eru þá
bornar fram ókeypis veitingar,
lesið Guðs orð, sungið og ræðst
við. Hafa það ávallt verið bless-
aðar samverustundir, sem margir
munu eiga góðar minningar frá.
Með desember er farið að láta
jólapakka um borð í þau skip,
sem næst til og vitað er um að
verða fjarri heimahöfn um jólin.
Á aðfangadag er farið á sjúkra-
húsið með pakka til þeirra sjó-
manna, sem þar eru, en á síðast-
liðnu ári var vitjað þangað svo
oft, sem hægt var 70 sjómanna og
þeim lánuð blöð og bækur og
ýmislegt fleira fyrir þá gert.
Á jóladagskvöldið er svo öllum
þeim sjómönnum boðið, sem ekki
eiga heimili hér í bænum. Um s.l.
jól var hér margt manna, og
sannarleg hátíðargleði með öllum.
Utbýtt var alls 195 jólapökkum
til íslenzkra sjómanna og 180 til
erlendra. Þess skal getið að frá
danska sjómannatrúboðinu barst
efni í 80 pakka, einnig sendu
nokkrar ungar sænskar stúlkur
efni í marga pakka. Þá hafa
verzlanir hér sýnt þessu fórnfýsi.
Þessum aðilum, og öllum öðrum,
sem á einn eða annan hátt hafa
sýnt þessu starfi vinarhug og
góðan skilning, vil ég þakka sér-
staklega og biðja Guð að launa
þeim bænir þeirra og kærleika.
Til íslenzkra kvenna vil ég
segja þetta: Ef þið finnið hvöt
hjá ykkur til að útbúa eitthvað
til að gleðja þá sjómenn, sem ekki
eiga þess kost að dvelja heima
með ástvinum sínum um jólin, þá
er mér ljúft að greiða fyrir því,
að það nái til þeirra. Sendið það
svo fljótt sem verða má. Undir-
búningur að þessu er oft hafinn
strax að sumrinu, enda getur ver-
ið erfitt að fá mikið í hendur
rétt fyrir jól.
Fylgt hefir verið þeirri reglu
að heimsækja hvert skip sem
náðst hefir til a.m.k. einu sinni á
ári, og gefa þá um borð Kristileg
blöð og rit. Yfirleitt má segja að
því hafi verið tekið vel meðal sjó-
manna, þegar Guðs orði hefir ver-
ið útbýtt á meðal þeirra, eða stutt
guðræknisstund höfð um borð.
Um það bera vitni góðar viðtökur
um borð í skipunum og mikill
fjöldi þakkarbréfa og skeyta frá
innlendum og erlendum sjómönn-
um, eða aðstandendum þeirra.
Það er bæn vor, að þeir megi
ávallt hafa Guðs orð sem „leiðar-
stein í stafni“ og taki af hjarta
undir með skáldinu sem kvað
þannig:
Og stundum sigli ég blíðan byr.
Og bræðra samfylgd þá hlýt ég.
Og kjölfars hinna, er fóru fyr.
Án fyrirhafnar þá nýt ég.
í sólarljósi er særinn fríður.
Og sérhver dagurinn óðar líður.
Er siglt er fyrir fullum byr.
En stundum aftur ég aleinn má.
í ofsarokinu berjast.
Þá skellur niðadimm nóttin á.
Svo naumast hægt er að verjast.
Ég greini ’ei vitanélandiðlengur.
En ljúfur Jesús á öldum gengur.
Um borð til mín í tæka tíð.
Mitt skip er lítið, en lögur stór.
Og leynir þúsundum skerja.
En granda skal hvorki sker né
sjór.
Því skipi ’er Jesús má verja.
Hans vald er sama sem var það
áður.
Því valdi ’er særinn og stormur
háður.
Hann býður: „Verði blíðalogn."
Að lokum skal það tekið fram
til að fyrirbyggja misskilning, að
þetta starf hér er algjör sjálf-
boðaþjónusta, sem unnin er, jafn-
hliða þeim störfum sem hinn
Frh. n bls. 160
159