Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Síða 27
BJARNDÝKSDRAPI
ft
c
k
I
leggs-lengd. Ég tek hana í hend-
ina bara af einhverri rælni og
geng svo í áttina til bangsa. Ég
veitti honum nákvæmar gætur og
sá engan reiðisvip á honum, en
það sér maður fljótt, bæði á hund-
um og öðrum húsdýrum, ef þau
eru í vígahug. Þegar ég átti svona
4—5 faðma að honum, stanzaði ég
og við horfuðmst í augu. Hann
var mjög rauðeygður greyið, eins
og hann væri nýbúinn að gráta.
Svona stóðum við nokkur augna-
blik og horfum hvor á annan, en
þá snýr bangsi allt í einu við og
gengur út með bökkunum í fjör-
unni og ég á eftir. Hann herðir þá
sporið og ég líka, þangað til báð-
ir eru farnir að hlaupa. Við höfð-
um farið 60—80 faðma. Þá hleyp-
ur bangsi framfjöruna, enþareru
sker frammi í sjónum, sem köll-
uð eru Sæbólssker og eru beint
fram af kennileitinu Kirfi, sem
áður er nefnt, og mér virðist hann
ætla þar í sjóinn. Þá sný ég til
baka, en iít öðru hvoru við til að
gá hvort það elti mig, en það
hreyfði sig’ ekki. Ég fór á bak
Jarpi gamla og reið til baka og
lieim að Sæbóli, sem er næstyzti
bær í víkinni. Þar hitti ég Vil-
Iijálm Magnússon, dugnaðar for-
mann. Hann var einn af þeim
fyrstu mönnum sem eignaðist
mótorbát í Aðalvík. Ég sagði hon-
um frá dýrinu og hann bað mig
að lofa sér að fara úteftir til að
sjá bangsa, og svo tvímenntum
við á Jarpi gamla og þótti mér
ekki gott að sitja á reiðanum, því
Jarpur var enginn gæðingur.
Þegar við komum úteftir, var
dýrið komið upp í hlíðarfætur,
VÍKINGUR
beint upp af Kirfis-skerjum eða
Sæbóli. — Vilhjálmur spyr mig,
hvort ég sé viss um að þetta sé
bjarndýr. Ég segi það örugglega
vera bjarndýr.
Við förum ekki nærri dýrinu í
þetta skipti, en ríðum sem fljót-
ast til baka og hittum Svein
Sveinsson, en hann var bróðir
Kristínar fóstru minnar og Guð-
nýjar, sem fyrr er getið. Sveinn
fær lánaða gamla byssu hjá frú
Hansínu, ekkju Finnboga föður
Guðmundar Snorra sem skrifaði í
Morgunblaðið um bjarndýrs-
drápið á miðri Aðalvík, eins og
fyrr er getið. Sveinn fær lánaðan
smá bát og með honum fara Guð-
mundur Snorri og Einar Benja-
mínsson, dugnaðar formaður, en
ekki Magnús Kjærnested, bróðir
minn, því hann var þá farinn suð-
ur og þetta er árið 1909 og ekki
1906, því ég er fermdur og á
fimmtánda ári.
Nú get ég ekki sagt neitt um
viðureign þeirra við dýrið, því ég
kom þar ekkert nærri meira, en
ég man að bæði mamma, eins og
ég kallaði fóstru mína, og Guðný,
systir hennar sögðu mér: „Sveinn
og Einar fara í land, en Guð-
mundur er í bátnum rétt fyrir
framan, ef dýrið hlypi í sjóinn.
Sveinn vill fá bangsa til að snúa
að þeirn, en hann fer undan í
flæmingi. Svo snýr hann á móti
þeim. Þá hleypir Sveinn af, en
geigaði og lenti kúlan í bógnum,
en ekki í hausnum eins og ætlað
var, og varð því ekki banasár.
Hleypur bangsi niður bakkana og
í sjóinn, og þeir í bátnum á eftir.
Hann syndir fram á víkina, og
þegar bangsi sér að þeir draga á
hann, snýr hann á móti þeim og
bítur í borðstokkinn á bátnum, en
Sveinn var skjótráður og tekur
eikarklump, sem var í bátnum og
molar á dýiúnu hausinn, þar sem
það var fast með kjaftinn á borð-
stokknum. Svo tóku þeir hand-
færi, sem var í bátnum og brugðu
því um hálsinn á bangsa og drógu
hann á eftir sér inn í Sæbólsvör.
Þar var hann fleginn og seldur
Norðmönnum á hvalveiðistöðinni
Heklu við Hesteyrarfjörð,en feld-
inn seldu þeir á ísafjörð."
Ég man að mamma var tölu-
vert harðorð við Svein bróður
sinn, að hann skyldi ekki hafa
gefið stráknum svo mikið sem 2
krónur, því hann hefði þó fundið
dýrið.
Svona var mér sögð viðureign
þeirra við bangsa, en það er dá-
lítið öðru vísi en Guðmundur seg-
ir frá. Ég kom þar hvergi nærri.
En viðskipti mín við bangsa eru
örugglega eins og þau gerðust.
Friðfinnur Á. Elíasson Kjærnested.
161