Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Qupperneq 28
Frá skólaslitum Stýrimannaskólans í Reykiavík lliKiíu Jónusuv Sigurússonur, shólustjóru. Kæru nemendur, ég' óska ykk- ur til hamingju með prófið. Þið hafið nú lokið mikilvægum áfanga, sem á að veita ykkur tækifæri til aukins frama og betri lífskjara í starfi ykkar. Að sjálfsögðu verður það mest und- ir ykkur sjálfum komið, hvernig það tækifæri nýtist. „Hver er sinnar gæfu smiður“ segir gam- alt máltæki, og mættuð þið hafa þáð ofarlega í huga, þegar þið nú á nýjan leik hefjið starfið á sjónum. Einnig skuluð þið hafa í huga, að þegar þið takið að ykkur stjórn á skipi takizt þið á hendur mikla ábyrgð og að til ykkar verða gerðar miklar kröf- ur. Með prófinu hér frá skólan- um hafið þið fullnægt þeim kröfum um menntun, sem lögin krefjast af þeim, sem réttindi hljóta til að stjórna skipi. Sjálf- - sagt hefur a. m. k. sumum ykkar fundizt námið hér við skólann erfitt, og þi'ð eruð því eflaust fegnir að losna undan handar- jaðri okkar kennaranna, en þó prófunum sé lokið er erfiðleik- unum ekki þar með lokið. Fyrir höndum er nú reynzlutími, sem Ijúka þarf, áður en skipstjóra- í'éttindum er náð. Þótt ekki séu tekin sérstök próf að þeim tíma loknum, verða verðleikar ykkar metnir, eftir því hvernig þið standið ykkur í því starfi, og það mat getur skorið úr um hver hlutur ykkar verður í lífinu. Þó ykkur finnist kannski nú, að nóg sé komið af bóklegum lærdómi, vil ég hvetja ykkur til að leggja ekki námsbækurnar til hliðar fyrir fullt og allt, heldur halda við þeim lærdómi sem þið hafið hlotið hér. Með því vex ykkur sjálfstraust og öryggi, sem nauðsynlegt er verðandi skipstj órnarmanni. Talað hefur verið um, að sjáv- arútvegurinn standi nú á tíma- mótum þar sem svo miklar breytingar hafa orðið á verði sjávarafurða til hins verra á er- lendum mörkuðum ásamt minnk- andi afla og breytingu á fiski- göngum. Verður ekki framhjá því litið áð ný viðhorf skapast af þessum sökum. Viðhoi’f sem miða þurfa að meiri fjölbreytni í veiðunum, svo að við verðum ekki of háðir einhverri sérstakri grein útvegsins. Sjávarútvegurinn er og verð- ur enn um ófyrirsjáanlegan tíma, sá atvinnuvegur, sem af- koma þjóðarbúsins byggist fyrst og fremst á og þó farið hafi verið inn á nýjar brautir á öðr- um sviðum, svo sem með stór- iðju, breytir það engu hér um. Fyrir okkar þjóðfélag er það lífsspursmál að geta endurnýjað og aukið skipaflotann bæði fiski- skip og kaupskip. Hér hefur þó orðið nokkur öfugþróun á síð- ustu árum. Stórvirk atvinnu- tæki eins og t. d. margir af hin- um svokölluðu nýsköpunartogur- um okkar grotna niður vegna þess, að ekki hefur fengizt grundvöllur fyrir rekstri þeirra og engin endurnýjun farið fram s. 1. 9 ár, sem leitt hefur til þess að við höfum alls ekki fylgzt með þróuninni á þessu sviði. Okkur veitir ekki af að leita víðar fanga en hér heima, og þetta eru skip- in til þess. Ber áð fagna því að vaknaður er almennur áhugi fyr- ir því að hefja þessa grein sjáv- arútvegsins til vegs á ný með nýjum og fullkomnum skipum, enda á það líka að vera metnað- ur fiskiþjóðar eins og íslending- ar eru, að vera samkeppnisfærir við aðra á fjaxúægum miðum. Þá verður og ekki sagt að þró- un kaupskipaflotans á síðari ár- um hafi verið eðlileg eða eins og hún hefði átt áð vera. Skipunum hefur fækkað og atvinnuhorfur og framavonir ykkar, sem eruð nú að ljúka fai’mannaprófi eru því ekki eins góðar og æskilegt væri. Að sjálfsögðu beinast von- ir ykkar að því, að þið getið sem fyrst notfært ykkur þau rétt- VÍKINGUR 162

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.