Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 33
inu úr Lek og Hollands íjssel. Þá held ég að ég hafi skissað upp eins og hægt er í fljótu bragði Rínar/Maas þríhyrnuna. Árið 1283 var þar sem Rotter- dam nú stendur lífleg útgerð og myndarlegt fiskimannaþorp. — Margir halda að nafnið á bænum hafi komið af því að rottur væru einkennandi fyrir staðinn á þess- um tíma og dammur sá er mynd- aði höfnina hafi gefið bænum þetta mjög svo vafasama nafn, en svo mun þó ekki vera, því að áin Rotte og Maas mætast þarna og sköpuðu upphaflega þessa ágætu hafnaraðstöðu, eða ,,dam in de Rotte," sem svo hefur breytzt til styttingar í Rotterdam, hið nú- verandi nafn borgarinnar. Hvaða öfl og aðstæður svo sem því hafa ráðið, forsjónin eða framþróunin, þá óx þetta um- komulausa og fámenna fiskiþorp það ört, að árið 1328 fékk það bæjarréttindi. Kannske á síldin einhvern þátt í þessum viðgangi borgarinnar og sjávarafli. Þá vit- um við að vöxtur Amsterdam og Rotterdam stendur í sambandi við hina auðugu nágranna, hið volduga (,,hinterland“) Rínar- löndin og hið auðuga Þýzkaland og Belgíu. Borgin Brille var mikil um- skipunarhöfn, en með árunum hafði Maas-áin borið fram leir og framburð í höfnina, svo mikinn, að ekki var hægt að komast þang- að á stærri skipum og höfnin varð of grunn og á endanum ónothæf. Það varð nægileg ástæða til að Brille lagðist af sem hafnar- og fiskibær og allt færðist og flutt- ist þetta til Rotterdam, sem hafði stærri og dýpri höfn, og bærinn Rotterdam tók að vaxa. „Nieuwe Waterweg" (nýja siglingaleiðin) varð til þegar rétt S------------------------------ö Myndiu efst lil viiistri er af vélknúðuni háti, seni ýtir á undan sér stóruin prainmu. I’annip flytja Hollendingar vörurnar eftir fljótuin landgins i stöiYugt vaxandi niæli. Að neðan lil hægri sést liluti af Rotterdam- liöfn ineft' margskonar skipagerftum. VÍKINGUR var úr króknum á ánni og hún dýpkuð á árunum 1866 til 1872 og segja má að þá hafi skipulega hafist framkvæmdir til sköpunar stærstu hafnar Evrópu, Rotter- dam. Hollendingar eru þekktir um alla veröld fyrir hæfileika sína og þekkingu í byggingu stíflugarða, sýkja og hafna. Þeir grundvöll- uðu Gautaborg á dögum Gústafs Adolfs 1621, og Oliver Cromwell fékk Hollendinga til að þurrka fenjalönd í Englandi um 1600. Hann hafði þá orðið lirifinn af hinum drjúgu landvinningum Hollendinga, sem höfðu í meir en hálfa öld byggt sér hind úr haf- inu, því að fyrstu þurrkarnir hóf- ust þar um árið 1000 og um 1200 eru margir staðir er bera vitni þessu brautryðjendastarfi, svo sem Amsterdam, Rotterdam, Volendam, Edams Gravendijk og Monnikendam. Þá voru þurrkaðar innvíkur og innsjóar í Norður-Hollandi og landið gert meira samfellt á strandlengjuna. — Þá urðu til (Polders), eins og Wormer, Bees- mster, Schermer og svo framveg- is og Zeelensku eyjarnar. Þetta voru landvinningar sem gengu friðsamlega fyrir sig, en voru drjúgir í þéttbýlu landi. Polders kalla Hollendingar svæði sem eru þurrkuð, með skurðum og varnar- görðum, venjulega lægra en yfir- borð sjávar. Dijk er varnargarð- ur á slíkum stöðum, fyrir vatni eða sjó framborið (Dejk). Áveit- ur þeirra, skipaskurðir og þurrk- anir, eru afrek sem verðskulda athygli, en eru kapituli útaf fyrir sig í þeirra þjóðsögu. 40% lands- ins liggur undir sjávarmáli, og Schiphold flugvöllurinn er 13 fet- um lægri en sjávaryfirborð. 40% þeirra 15.450 fermílna sem kallast Holland hafa Hollend- ingar byggt sér, eða tekið upp úr hafinu, síðan um 1700 hafa yfir Á SL0ÐUM HOLLANDS 167

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.