Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Síða 38
í boði. Það eru andleg verðmæti
og auðæfi forfeðra okkar, á ég
hér við verk hinna flæmsku meist-
ara og annarra snillinga, sem er
sönn Guðs gjöf, þeirra er andan-
um, þroskanum og snillinni eru
gæddir.
Því frumlegri sem einhver er,
með vald og getu á áður og öðr-
um óþekktum sannindum og
hæfni, því fjarri fer því að ein-
hver annar geti unnið verk hans
og því óbætanlegri er hann þegar
hann fellur frá.
Ekki er það á okkar valdi hvar
eða hvenær slíkir menn fæðast,
koma eða þroskast, og oft þekkja
þjóðirnar ekki sína beztu syni
fyrr en þeir eru allir. Það sem ís-
lenzkri þjóð er helzt til frægðar,
það dylst nú engum, á hún að
þakka mönnum sem unnu sín af-
rek í bókmenntum eða öðrum
sviðum andans, af ást og virðingu
fyrir verkefninu án tillits til laun-
anna, því þau hafa lengst af eng-
in verið, og er það mikið yfir-
lætisleysi og manndómur. Við
megum sannarlega vera þakklátir
þeim íslenzku listamönnum, sem
hlýtt hafa köllun sinni í köldu
landi og snauðu, og margir skap-
að góð verk, sem annars væru ó-
unnin, og enginn í heiminum gæti
gert í þeirra stað. íslenzkar bók-
menntir yrðu ekki bættar okkur
upp með bókmenntum annarra
þjóða, ef forfeðrum okkar hefði
annaðhvort láðst að skapa þær,
eða þær hefðu sokkið allar í sæ.
Sú þjóð er kannske auðugust sem
mest á af þeim hlutum og fjár-
sjóðum er varanlegastir eru and-
legri menningu, þroska, vizku og
ágæti listar í þjóðarsálinni, er
hvorki mölur né rið fá grandað
og geymdir eru í menningarsögu
mannanna og skráðir í lífsins bók.
Riksmuseet í Amsterdam, eða
Rembrandt-safnið eins og það er
oftast kallað, heldur á þessu ári
upp á 300 ára dánarafmæli Rem-
brandts van Rijn, er dó í sínu
litla húsi er enn stendur í Am-
sterdam, hinn 4. október 1669.
Þessi hátíðasýning er mesta
sýning sem haldin hefur verið á
verkum meistarans til þessa, og
væri vonandi að sem flestir gætu
notið hennar. Municipal-safnið í
Haag er þess virði að skoðað sé,
með nútíma list.
Tropical-safnið og Sjóminja-
safnið í Amsterdam, Maritime
Museum, Allard Pierson-safnið,
Hús Önnu Frank og Biblíusafnið
í Amsterdam. Royal Art Gallery
í Haag, Mesdag-safnið í Haag og
Mesdag-panorama, Bredius-safn-
ið og Hollenzka fata- og þjóðbún-
ingasafnið í Haag, Boymans van
Beuningen-safnið í Rotterdam og
Prince Henrik sjóminjasafnið og
National Institude of Shipping
and Aviation í Rotterdam verða
menn að skoða. Það sýnir allt í
sambandi við tækni og þróun í
flugvéla- og skipaiðnaði og smíði
og Sögusafnið Historical Museum
og fleiri og fleiri söfn gæti ég tal-
ið, en verð að láta staðar numið,
vil þó minnast á Frans Hals-safn-
ið í Harlem með gamla eðlisfræði-
safnið og elzta safn af bókprent-
unartækjum og fleiru. Dvergborg-
ina Madurodam, minnstu borg í
heimi rétt hjá Haag. Delft, með
sína fögru bláu Delft og Werneer
leirvörur og listmuni og tekniska
háskólann, sem nú leggur stund á
að skipuleggja og byggja upp og
þroska fólk í iðnaðarframleiðslu
landsins fyrir framtíðina. Hinn
383 feta turn Euromast í Rotter-
dam verða allir að sjá og heim-
sækja og njóta þaðan útsýnis yfir
þessa glæsilegu borg.
Það er langt síðan að flutning-
ar, siglingar og verzlun urðu fast-
ir starfs- og tekjuliðir í hollenzk-
um þjóðarbúskap. Bæði er lega
landsins sérstaklega hagkvæm
með auðug iðnaðarlönd að ná-
grönnum. Svo hefur dugnaður
sjómanna, skipasmiða, iðnaðar-
manna og verzlunarmanna lagst
á eitt um að nýta þessa mögu-
leika.
1964 var Holland tíunda í röð-
inni á eftir Italíu og Vestur-Þjóð-
verjum í verzlunar og flutninga-
skipaeign og fjórða í röðinni 1963
í flutningum í lofti á alþjóðaflug-
leiðum. Holland hefur nú stærsta
innanlandsflota allra landa Evr-
ópu. Næstir koma Vestur-Þjóð-
verjar.
I gegnum aldirnar hefur þetta
flutningakerfi þróast. — Oliver
Cromwell vildi draga úr áhrifum
Hollendinga á hafinu á 17. öld, en
siglingafrelsi og athafnafrelsi á
hafinu var boðað, og baráttumál
á þeim tíma, hugsjónamannsins
Crotiusar, í skýringum hans á al-
þjóðalögum Mare Liberum. Flutn-
inga- og viðskiptafrelsi er pólitík
Hollendinga, enda einn stærsti
liðurinn í þeirra þjóðarbúskap, að
þungavöruvögnum og lestaflutn-
ingum ógleymdum. Má segja að
margar þjóðir líti þessa aðstöðu
Hollendinga öfundaraugum og án
efa harðnar samkeppnin í Evróp-
iskri flutningapólitík með tilkomu
Efta og E.E.C. og annarra við-
skipta og efnahagsbandalaga.
Það var í nóvember 1957 að
söguleg ákvörðun var tekin um
framtíðarskipulag Rotterdam, —
„Euraport plan“ svokallað. Dokk-
ur þær sem gera átti við Rozen-
berg-eyjuna í ármynninu, eru nú
færar risatankskipum, og fyrir
utan ármynnið með ströndinni á
að byggja dokkur fyrir enn stærri
skip í svokölluðu Maasvlakte, upp
í fleiri hundruð þúsund tonn d.w.,
allt er þetta risastórt og byggt
langt fram í ókominn tíma. Líkt
er gert í Amsterdam, og kosta
þessar framkvæmdir stjarnfræði-
legar upphæðir. — Amsterdam/
Rínarkanallinn var opnaður í maí
1952 og gaf beinar samgöngur
milli Waal og Rín og hins „þýzka
hinterlands." Síðan hefur Am-
sterdam vaxið úr landshöfn í al-
þjóða viðskiptahöfn, með sífellt
vaxandi verkefni, og stærri og
stærri skip geta fengið þar af-
greiðslu, vegna dýpkunar á North
Sea Canal og breikkana, sem gert
hafa þetta mögulegt. Árið 1939
fóru 43 milljónir tonna af vörum
um hafnir Hollands, en 1963 fóru
134 milljónir tonna um þessar
sömu hafnir og nálgast nú annað
hundraðið, og enn aukast þessir
flutningar, vörumagn og iðnaður
í beinni afleiðingu þeirra.
Höfnin í Rotterdam skiptist í
13 aðal dokkusvæði, sem svo hafa
172
VÍKINGUR