Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1969, Page 44
pS ;
: ■
FRÉTTATl LKYN NING
FRÁ
A L C O A.
Niðursuðu-
dós, sem
opna má
með einu
handtaki.
í apríliiiánuöi cfndu fulltrúar anicríska álfyrirtækisins Alcoa
lil sýningar fyrir landssamband norskra niðursuðuverksniiðja,
sem hefir aðsetur í Björgvin, á nýrri gcrð niðursuðudósa, sem
vænta má, að ryðji sér brátt til rúms víða um heim. Við jietta
tækifæri flutti R. O. Erickson, tæknilegur frainkvæmdastjóri í
umbúðahönnunardeild Alcoa, ræðu Jiar sein bann greindi frá
Jiví, að hin nýja dós væri árangur langvarandi tilrauna til
cndurbóta á umbúðum um sjávarafurðir.
Þessi nýja dós cr létlari en aðrar af svipaðri stærð og jafn-
framt með endurbótum á efni, sem gera að verkum, að hún er
ineð afbrigðum sterk. Erickson benti m. a. á, hversu auðvelt
væri að opna bina nýju dós í samanburði við eldri gcrðir, J)ví
að til Jiess Jiarf aðeins eitt handtak með Jiví að kippa í liring í
einu borni loksins, sem losnar þá í einu lagi. Lokbrúnin, sem
eftir er, situr í gróp í hlið dósarinnar, svo að auðvelt er að kom-
ast að innihaldinu og tæma dósina. Brún er á dósarhliðinni, sem
ver lokið hnjaski og er líka aðbald við flutning á tómum dósum,
en unnt er að stafla þeim bverja í aðra, þar sem örlítill flái er
á bliðunum.
Sérstök rif eða fætur eru Jirykklar í botn dósanna til að
styrkja bann og auðvelda stöflun. Efnið í dósunum er sérstak-
lega liert ál, sem Alcoa framleiðir eingöngu til nota í dósir af
ýmsu tagi. Við framleiðslu efnisins er sú nýjung hjá Alcoa, að
völsunin fer fram í nýrri gerð véla, sem eru sérstaklega ná-
kvæmar, af Jiví að þeim er algerlega stjórnað af rafreiknum.
Meðal annarra mikilvægra ati'iða í augum framleiðenda, sem
berjast gegn vaxandi kostnaði, og þeirra, sem annast hönnun
umbúða, er sú stað'reynd, að auðvelt er að prenta á sjálfan málm-
inn, svo að ekki er þörf sérstakra umbúða, pappa eða pappírs,
tun dósirnar.
Hálf öld er nú liðin síðan Alcoa hóf kerfisbundin rannsókna-
störf í þágu viðskiptavina sinna, notenda áls af ýmsu tagi, sem
fyrirtækið framleiðir, en það gerir til dæmis aðeins efni í dósir,
en ekki dósirnar sjálfar. Alcoa ver árlega miklu fé til alls konar
rannsókna og leitar að nýjungum, sem það lætur síðan verk-
smiðjutn um heim allan í té. Það er Alcoa, sem framleiddi árið
1961 fyrstu bjórdósir, sem opna mátti með einu handtaki, en
síðan bafa framleiðendur í flestum löndum Iiagnýtt sér Jiessa
nýjung.
178
VÍKINGUR