Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 19
annar útbúnaður, er til slíkra rannsókna þarf, er feikna dýr. Þótt miklu hafi verið til kostað, má enn gera betur. Ekki er þó verið að fara fram á enn eitt milljarðaskip til hafrannsókna. Af slíkum skip- um eigum við nú þegar nóg, að nrinnsta kosti ef miðað er við margar stærri og ríkari nágranna- þjóðir. Það sem nú þarf mest á að halda er að efla og fjölga starfsliði rannsóknarmanna til þess að vinna frekar úr þeim gögnum, sem þessi skip safna, eða geta safnað — þáttur sem í sjálfu sér þarf ekki að kosta stórar fjárfúlg- ur. Það er ömurleg staðreynd, að sumar frumrannsóknir á lífríki og eðli sjávar og sjávarbotnsins um- hverfis landið svo sem á botn- dýraríki, botngróðri og botngerð hefur sáralítið verið sinnt síðan á tímum Dana um og eftir alda- mótin. Meðan jarð- og gróður- kortagerð af þurrlendi er komin á töluverðan rekspöl, er varla farið að huga að slíkri kortagerð á verðmætustu grunnsvæðum okk- ar; jafnvel fiskikort eru að mestu gömul og ófullkomin verk er- lendra manna. Sá hópur sér- menntaðra manna sem fæst við að rannsaka þessa dýrmætustu auð- lind okkar, hafið, telur rétt rúm- lega 20 manns, og hefur álíka fjölda rannsóknarmanna sér til aðstoðar. Þessi hópur hefur eðli- lega orðið að sinna brýnustu við- fangsefnum, sem eru að stórum hluta bein eða óbein stjórnun og rannsóknir á aðalnytjastofnum okkar og nýtingu þeirra. Mörgum þáttum grundvallarrannsókna, sem ekki skila sjáanlegum augna- bliksarði hefur lítt verið sinnt vegna skorts á starfskröftum. Þessi sparnaður á mannafla er reyndar löngu orðinn hneykslis- mál og með öllu óþolandi. Síðast- liðin 5 ár hefur aðeins fengist ráð- inn einn sérfræðingur til Haf- rannsóknarstofnunarinnar (eina stofnunin sem fæst að marki að VÍKINGUR hafrannsóknum hér á landi) auk þess sem stofnaðar hafa verið tvær stöður útibússtjóra, í hverjar er heimilt að ráða sérfræðinga. Svipaða sögu er að segja um ný- ráðningar aðstoðarfólks til þess- ara starfa. Þeim sem stjórna þess- unr málum er það lítt til málsbóta, þótt stórar fjárhæðir hafi á sama tíma runnið til kaups og útbúnað- ar á nýju rannsóknarskipi, því nokkur árslaun rannsóknarmanna er dropi í hafið hjá þeim kostnaði. Slík vinnubrögð eru því forkast- anleg. Það hefur hins vegar viljað svo vel, eða illa til (eftir því hvernig menn vilja líta á málin), að sá hópur manna, er lagt hefur stund á sérnám í fræðum hafsins á þessu tímabili má næstum telja á fingrunr annarrar handar (svo undarlegt sem það nú er), svo ekki hefur sá þrýstihópur knúið þung- lega á dyr hjá stjórnvöldum um að fá að stunda sín fræði. Hér er hinsvegar að verða breyting á. Álitlegur hópur ungs fólks hefur ýmist nýlokið, eða mun bráðlega ljúka námi í hafrannsóknarvís- indum. Mörgum finnst ef til vill nóg um allan þann fjölda „sérfræðinga“, sem nú raða sér eða troða á ríkis- jötuna. Þótt slíkar raddir eigi vart rétt á sér, eru þær skiljanlegar, þegar haft er í huga, hversu lítt menn hafa sýnt því sóma að sér- mennta sig í þeim fræðum, sem tengjast undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Margt hefur stuðlað að því að nrenn hafa ekki lagt slíkt fyrir sig í ríkum mæli. Fræg er sagan um ungu mennina tvo, sem ætluðu til náms erlendis (hér fyrir allnokkrum árum). Annar ætlaði að læra flautuleik og fékk til þess alla eðlilega aðstoð frá hendi hins opinbera (lánasjóðir náms- manna). Hinn ætlaði að læra niðursuðu á fiskafurðum, en til slíks fengust engar fyrirgreiðslur af neinu tagi. Þótt auðlindir hafsins séu mikl- ar eru þær ekki óþrjótandi, það hefur öllum orðið Ijóst á hinum síðari árum. Hin lífræna auðlind á þó að geta enzt um aldur og ævi, sé hún nytjuð á réttan hátt. Það varðar því beinlínis þjóðarfram- tíð, hvort við veitum því fólki, sem sérhæft hefur sig í rannsóknum á auðæfum hafsins, aðstöðu og tækifæri til starfs. Ef við þykjumst ekki hafa efni á slíku, höfum við ekki skilning á því, á hverju bú- setan í þessu landi byggist, og grundvöllur þeirrar búsetu þar með stöðugt ótraustur. ■ Presturinn var að skíra barn þekkts skipstjóra: — Kæru vinir, við vonum öll að þetta blessaða barn verði sann- kallað valmenni og karlmenni, þegar það kemst til vits og ára og það verði fengsælt við að sækja björg í þjóðarbúið eins og faðir þess. Hvað á barnið að heita? Móðirin: — Ingibjörg!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.