Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 49
TU sjós í næsta sumarfríi? Á tímum vaxandi tekna og auk- inna tómstunda (í suinurn löndum a.m.k.) eru sífellt að bætast við nýir möguleikar til þess að eyða sumarleyfinu. Það nýjasta og vin- sælasta er að leigja húsbáta, litla skemmtibáta til ferðalaga. Um borð er allt sem fjolskyldan þarfn- ast og siglt er um lokaða firði ár og strauma. Á meðal vinsælla staða fyrir bátsferðir af þessu tagi eru sigl- ingar á ám og vötnum írlands. Siglingaleiðin um írland er mjög auðveld, jafnvel fyrir örg- ustu landkrabba, baujur og veg- vísar sýna leiðina og bátarnir láta vel að stjórn. Ferðin hefst yfirleitt við Shannon ána, sem er lygn og auðveld yfirferðar. Shannon er lengsta á írlands, og hún er lengsta skipgenga áin á Bretlandseyjum, og leiðin liggur um sex flóðgáttir, þar sem skipum er lyft upp á hærra vatnasvæði. Ferðin hefst kannski í Loch Key og henni lýkur í Limerick, sem er 320 kílómetrum neðar, og leiðin liggur ýmist á fljótum eða stöðuvötnum, (sem eru 18 talsins), þar með talin mjög öll þægindi eru um borð. Hér sitja hjónin að niiðdegisverði uin borð í skipi sínu, en vistarverur eru rúingóðar. Húsbátur kost- ar lítið meira á Irlandi en venjulegur bíla- leigubíll — og ekki þarf að greiða hótel meðan dvalið er uni borð. Húsbátar við bryggju á vatnaleiðum írlands. stór vötn, eins og Lough Ree og Lough Derg, en það síðartalda er 50 kílómetra langt og 11 kílómetra breitt. En Shannon er ekki eina leiðin í þessu mikla vatnakerfi. Einnig er unnt að sigla til Dublin um svo- nefndan Grand canal, sem gerður var á 19. öld. Þaðan er einnig unnt að sigla inn í Barrow fljótið og til sjávar við Waterford, en það er um 80 kílómetra leið. Víða eru hafnir, með skemmti- legum bæjum, og að sjálfsögðu ekta írskum sveitakrám, og þar er unnt að taka vistir, en um borð er allt til eldamennsku, en auk þess svefnpláss fyrir 4—8 manns, og þurfa menn ekkert að hafa með sér, nema fatnað. Þeir sem reynt hafa, ber öllum saman um að skemmtilegra ferðalag sé ekki hægt að hugsa sér, og kostnaði er mjög stillt í hóf, einkum þegar fleiri eru um einn bát. Nokkrar íslenskar ferðaskrif- stofur munu hafa umboð fyrir skemmtibáta, eða húsbáta af þessari gerð. Bæði á írlandi og í Englandi. Bátahöfn á Shannon fljótinu á írlandi. VÍKINGUR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.