Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Qupperneq 31
og faldi mig við fætur hans. Ég var svo lánsamur að hafa litla stílabók á mér sem ég er vanur að púnkta minnisatriði í. Nú púnktaði ég það hjá mér sem hann tautaði við sjálfan sig. Hægt var að ráða sögu af hans slitróttu og stuttu frásögn- um: Það var á lygnum vordegi. Ský sást ekki á himni og sólargeislarnir streymdu til ilmandi jarðarinnar. Skerjafjörðurinn var sléttur sem spegill. Annað eins logn hafði ekki komið í manna minnum. Um fjögurleytið, þegar grásleppukarl- arnir tíndust í land, sást risastórt blátt skip stefna inn í Skerjafjörð- inn utan af hafi. Fólkið á bæjun- um tók að ókyrrast. Konurnar söfnuðust saman á fjörukambinn með litskrúðugar slæður á höfði og óhreinar svuntur framan á sér. Fólkið á saltfiskreitunum leit upp frá vinnu sinni. Fyrir kom að út- lend skip villtust inn í Skerja- fjörðinn. Þau héldu að það væri leiðin inn til Reykjavíkurhafnar. Skipið stefndi beint á boðana í mynni fjarðarins. Úrvinda grá- sleppukarlarnir litu skelfdir til hafs en ypptu öxlum og köstuðu sér í næsta fleti, Skærungur í fararbroddi. Þá var hann ungur og myndarlegur og var sá sem hafði flest net í sjó. Þeir reru snemma á morgnana. Það braut ekkert á boðunum vegna lognsins svo skipstjórinn áttaði sig ekki. Háflæði var. Loks tók skipið niðri með miklu braki á leiruboðanum. Konurnar gripu fyrir munninn og tóku andköf, sumar görguðu. Skipið lyftist upp að framan og staðnæmdist. Það var rækilega strandað og það átti eftir að fjara undan því. Það var átta þúsund lestir að stærð, hlaðið sykri og hét Virta. Björgunarbát sást slakað út og mennirnir reru til lands að Álfta- nesi. Samkvæmt heimildum er ég fékk á Landsbókasafninu komust allir mennirnir lífs af. En einn köttur fórst með skipinu. VÍKINGUR Brátt spurðist út að skipið var hlaðið sykri. Konurnar lögðu hendi undir kinn. Þær hristu eig- inmenn sína og hótuðu hinu og þessu ef þeir reru ekki út í skipið eftir sykri. En þeir töldu það óðs- mannsæði. Sögðu að skipið væri strandað á kletti, gæti hrunið nið- ur og steinsokkið samstundis, að það væri lífshættulegt að fara út í það. Þar fyrir utan væri sykurinn ónýtur af sjóbleytu. Aðrir lugu því að skipið gæti sprungið í loft upp. En móðir Skærungs vakti hann með vatnsgusu úr vaskafati. „Hypjaðu þig á fætur, drengur. Reyndu að hreyfa spaðana. Held- urðu að þú sért hér í sumarfríi,“ sagði hún hárri skrækróma raustu. Skærungur settist ringlaður upp í votu rúminu. „Mannaðu þig upp. Ég var ekki að fóstra þig svo þú gætir legið í leti. Það er heill skipsfarmur af sykri þarna úti. Þú veist að ég kaupi slíkt dýrindi ekki í mat- vörubúðinni. Við gætum eignast sykur fyrir lífstíð,“ sagði hún og slefaði. Hún var lítil vexti, horuð og með kónganef. Framan á henni hékk götótt svunta. Hún hafði enga slæðu á höfðinu. Hárið var feitt og skítug var hún í framan. Hún var í afskornum stígvélum sínu úr hvorri áttinni. Skærungur ýtti frá landi og ræsti mótorinn. Háværir skellirnir hljómuðu einkennilega síðla dags. Konurnar veifuðu til hins hug- prúða drengs. Þegar Skærungur kom út að skipinu sá hann að það var kol- rústað. Það brakaði og marraði í skrokknum, — ískraði og veinaði, þegar járnið nuddaði neðan- sjávarklettana. Skipið var staðið að framan en flaut að aftan. Á skutnum hékk kaðalstigi. Skær- ungur tjóðraði trilluna við stigann og klifraði upp. Sólin skein og það bærðist ekki hár á höfði. Um borð var allt hljótt, fyrir utan marrið. En honum fannst eins og lítil vera fylgdist með honum. Hann komst ofan í lestarnar og sá að sykur- inn var í sekkjum sem vel mætti burðast með. Lestin var hálf af sjó. Þegar hann reif gat á einn pokann kom í ljós að aðeins ysta lagið var blautt og hart, fyrir innan var sykurinn heill. Hann færði bátinn að síðu skipsins og byrjaði að slaka sekkjunum niður. Þeir voru þungir og hann klæddi sig úr að ofan til að vera léttari á sér. Bát- urinn varð fljótt hlaðinn. Skær- ungur athugaði ekki að stöðugt féll undan skipinu. Vinarlegt kattarmjálm heyrðist Skærungur lagði sekk frá sér og hlustaði eftir hljóðinu. Hvergi sást lífsmark. Ryðgað dekkið líktist eyðimörk. Hann fór á stjá og fann köttinn kúra í skoti út við lunn- inguna. En þegar hann ætlaði að taka hann upp stökk hann af stað, nam staðar skammt frá og mjálmaði. „Hvað er að kisi minn. Litli kisi komdu til mín,“ sagði Skærungur og elti köttinn, því hann hafði gaman af köttum. En kisi hljóp fram í stafn skips- ins. Þar náði Skærungur honum, tók hann í fangið og strauk hon- um. Kisi malaði. Skyndilega heyrðust ógurlegar drunur og slynkur kom á skipið. Skærungur kastaðist á dekkið og missti köttinn sem hljóp breim- andi aftur eftir skipinu. Skipið tók að skjálfa. Kötturinn stökk aftur í skut með skottið upp í loft. Skærungur greip dauðataki í næstu rör og skelfingarsvipur fyllti andlit hans. Afturhluti skipsins seig niður og dekkið sprakk í sundur með ógurlegum hvín. Skipið tók að klofna í sund- ur um miðju. Hann sá og heyrði hvernig tommu þykkt stál rifnaði í sundur eins og pappír. Skærungur ýmist greip fyrir eyrun eða hélt sér í rörið. Stögin í mastrinu slitnuðu og rúðurnar í brúnni möskuðust. Lestrarlúgurnar kubbuðust í sundur. Skipið jagaðist til. Skut- 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.