Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 35
minni gerðinni hefur komið með fullfermi að landi og farið út eftir 6 tíma aftur. Ýmsar breytingar til batnaðar hafa þó verið gerðar á bátakjara- samningunum frá því fyrst er þessi skip komu og í þá átt að nálgast hina gömlu togarasamn- inga. Þegar litið er til baka og hugsað til allra þeirra verkfalla og samn- inga, sem fylgt hafa í kjölfarið, þar sem þessir togarasamningar hafa þróast, þá verður mani á að spyrja til hvers var öll þessi barátta? Var bara verið að hugsa um stundar- hag? Það er allt í einu uppgötvað, að þessir samningar eru ekki lengur boðlegir, sjómenn kæri sig ekki lenur um að vinna sam- kvæmt þeim. Skýringin er kannski sú, að ný kynslóð sjómanna hefur að mestu ráðist til starfa á þessi skip. Víða hafa allir bátar verið seldir burt til þess að geta eignast togara. Fyrr- verandi bátasjómenn eru því í meirihluta á þessum skipum og þekkja ekki önnur kjör. Margir þessara togara eru líka reknir svipað og landróðrabátar. Eldri togarasjómenn, sem eitt- hvað hafa látið sig þessi mál varða eru hættir og farnir í land. í stjórnlausu verðbólguþjóðfé- lagi, eins og við höfum búið við undanfarið, er eðlilegt að sjómenn eins og aðrir einblíni aðeins á launaliði samninga og láti sér fátt finnast um önnur atriði. Peningar eru nú einu sinni afl þeirra hluta, sem gera skal. Reyndar er það ekki alveg rétt, að allir togarasjómenn hafi hafn- að togarasamningunum, ennþá eru 14 togarar, stærri en 500 brl. gerðir út samkvæmt þessum samningum. Sumar útgerðir þeirra leita þó allra ráða til þess að koma þeim í hóp hinna minni, eða losna við þá. Margir þessara togara eru á söluskrá og rætt er um að minnka aðra með hjálp siglingamála- VÍKINGUR stofnunarinnar. Það eru nú þegar nokkrir skráðir 499 brl. og kannski á þeim eftir að fjölga á næstunni. Tveir af þessum minni togurum hafa verið skráðir 500 brl. frá því þeir komu til landsins, en trúlega af tillitssemi við reglurnar, var annar þeirra orðinn 499 brl. þegar síðasta sjómannaalmanak var prentað. Það getur því farið svo, að tog- arar af stærri gerðinni, sem gerðir eru út á gömlu togarasamningana verði ekki mikið lengur við lýði á íslandsmiðum. Það gæti orðið umhugsunarefni fyrir marga togarasjómenn, ekki síst þá eldri, sem stóðu í stappinu við að knýja þá samninga fram, hvernig slíkt má verða. Vonandi eiga hinir ungu sjó- mennt ogaraflotans ekki eftir að þurfa að heyja baráttu þessara manna aftur þegar tímar líða og eðlilegt ástand bæði í atvinnu- málum og fjármálum verður á ís- landi. Síðan þessi skip tóku að sigla inná hafnir og hafnleysur landsins hafa menn reikað um landið með hugarfari gullgrafarans og hafnað á hinum afskekktustu stöðum, sem þeir myndu annars aldrei augum líta, til þess eins að komast á skutara og þá helst af minni gerðinni og á það jafnt við um yfirmenn sem lægra setta. Vafalaust á eftir að fækka á minni togurunum líka eins og þeim stóru. Full áhöfn á nýsköp- unartogurunum var 31 maður. Fordæmið er þegar fyrir hendi: 300 brl. togari er gerður út með 9 mönnum. Það má búast við því að heyra auglýsingar í útvarpinu í framtíðinni svipaða og þegar hef- ur heyrst. Matsveinn vanur tog- veiðum óskast, eða vélstjóri vanur netabætingum óskast á skuttog- ara. Það verður að nýta mann- skapinn. Þegar útgerðarmönnum tókst ekki að fá því framgengt í síðustu samningum að fækkað yrði mönnum á stóru togurunum úr 24 , sem er full áhöfn, var sett ákvæði í samningana um það, að fyrir hvern mann, sem áhöfnin vildi fækka urn að eigin frumkvæði, hækkaði skiptaprósentan lítillega til hinna. Áhöfn á einu eða tveimur skipum mun hafa notfært sér þetta, en áhugi virðist næsta lítill fyrir þessu tilboði útgerðar- manna. íslenskir togarasjómenn hafa fengið að kynnast því hvernig það er að vera á stórum og góðum togurum, sem hæfa vel hinni stormasömu veðráttu við strendur landsins, á fjarlægum miðum eða söluferðum til annarra landa. Þeir bjóða áhöfninni uppá betri að- búnað og vinnuaðstöðu. Erfið- leikar voru í fyrstu með spönsku togarana stóru, þeir eru alls 6, en gæta verður þess þess, að þeir voru einskonar tilraunasmíði fyrir íslendinga, sem enga reynslu höfðu í notkun slíkra skipa. Með reynslunni og breytingum hafa þeir sannað ágæti sitt eins og þeir tveir togarar hafa sýnt, sem komu síðast og Útgerðarfélag Akureyr- inga keypti. Ekki hefur heyrst að þeir hafi áhuga á því að losa sig við þá. Mun þar líka vera flest til fyrirmyndar er að togaraútgerð lýtur og að sjómönnum snýr, enda oft vitnað til þess manna á milli og opinberlega. Á Akureyri hefux líka í kringum þá útgerð skapast einna heillegastur kjarni togara- sjómanna, sem starfandi er á landinu. Þar eru 5 togarar, þar af einn af minni gerðinni. Vonandi verður komið í veg fyrir, að nokkur af þessum stóru togurum verði seldur úr landi. Það væru mistök eins og þegar Freyr, einn nýjasti og stærsti togari fs- lendinga var seldur til Englands á sínum tíma. Því verður heldur varla trúað að siglingamálastofn- unin samþykki fáránlegar breyt- ingar á pólsku togurunum stóru til þess að gera þá minni, það er undir 500 brl. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.