Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Page 15
Hrafn Gunnlaugsson: I svartasta skammdeginu Svo bar við í svartasta skamm- deginu þegar stríðið stóð sem hæst, að ókunn stjarna steig upp á austurhimininn. Skriðdrekarnir þrír sem óku um mörkina hemluðu svo söng í stálfjöðrum og sandur- inn þyrlaðist út í myrkrið. Byssu- turnar voru opnaðir og skytturnar ráku upp stór augu. Hvað var á seyði? Hafði einhver ýtt á hnapp- inn? Var hann þá svona glampinn frá bombunni, eða var þetta leis- ergeislinn? Nýtt leynivopn? Áhyggjufullir litu þeir hver til annars, en enginn bar kennsl á þetta undarlega Ijós. — Erþettaekkibaraloftsteinn, sagði feitlagni nýliðinn og reyndi að brosa. Enginn svaraði. Foring- inn leit á ratsjána, en þar var ekk- ert óvanalegt að sjá. — Furðulegt, tautaði hann og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka: Mjög furðulegt. Eins og brennandi kuml lyftist stjarnan upp á festinguna svo engu var líkara en nóttin stæði í björtu báli og tungl og smástirni blikn- uðu. — Hvað getur þetta verið, ef þetta er ekki loftsteinn? Gervi- tungl eða vígahnöttur? stakk nýliðinn uppá, en þorði svo ekki að brosa lengur og bætti við: Eigum við ekki að reyna að skjóta á það? — Þegiðu, hvíslaði foringinn, og hafið byssurnar klárar. 'Hann spennti hjálminn undir hökuna og hvarf ofan í turninn. Og skrið- drekarnir þrír flýttu sér í varnar- stöðu því Ijósið nálgaðist óðfluga og var æ bjartara svo skytturnar fengu glýju í augun. Loks var það beint fyrir framan þá. — Skjótið, skipaði foringinn, og eldflaugar þutu ýlfrandi af stað. Skjótið, skipaði hann aftur, og sprengjudrunur skóku skriðdrek- ana. Enhvernig sem þeirhömuðust varð stjörnunni ekki haggað; bjartari en viti í sortanum lýsti hún í gegnum kúlnahríð og reyk. Að lokum þraut skotfærin og þeir gægðust aftur upp, skelfingu lostnir. — Kannski hún sé geislavirk, sagði sá sem var vanur að þegja og um leið fór þytur um sandinn og herskarar af hvítum verum ljóm- uðu allt í kringum þá. — Flýið! öskraði foringinn. Og skriðdrekarnir þrír ösluðu af stað í sandhafi úr sandi út í myrkrið og hurfu. En í lágu fjárhúsi, þar sem fáeinir flóttamenn höfðu leitað skjóls undan hörmungum stríðs- ins, barst nýfæddur barnsgrátur út í nóttina.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.