Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Hrafn Gunnlaugsson: I svartasta skammdeginu Svo bar við í svartasta skamm- deginu þegar stríðið stóð sem hæst, að ókunn stjarna steig upp á austurhimininn. Skriðdrekarnir þrír sem óku um mörkina hemluðu svo söng í stálfjöðrum og sandur- inn þyrlaðist út í myrkrið. Byssu- turnar voru opnaðir og skytturnar ráku upp stór augu. Hvað var á seyði? Hafði einhver ýtt á hnapp- inn? Var hann þá svona glampinn frá bombunni, eða var þetta leis- ergeislinn? Nýtt leynivopn? Áhyggjufullir litu þeir hver til annars, en enginn bar kennsl á þetta undarlega Ijós. — Erþettaekkibaraloftsteinn, sagði feitlagni nýliðinn og reyndi að brosa. Enginn svaraði. Foring- inn leit á ratsjána, en þar var ekk- ert óvanalegt að sjá. — Furðulegt, tautaði hann og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka: Mjög furðulegt. Eins og brennandi kuml lyftist stjarnan upp á festinguna svo engu var líkara en nóttin stæði í björtu báli og tungl og smástirni blikn- uðu. — Hvað getur þetta verið, ef þetta er ekki loftsteinn? Gervi- tungl eða vígahnöttur? stakk nýliðinn uppá, en þorði svo ekki að brosa lengur og bætti við: Eigum við ekki að reyna að skjóta á það? — Þegiðu, hvíslaði foringinn, og hafið byssurnar klárar. 'Hann spennti hjálminn undir hökuna og hvarf ofan í turninn. Og skrið- drekarnir þrír flýttu sér í varnar- stöðu því Ijósið nálgaðist óðfluga og var æ bjartara svo skytturnar fengu glýju í augun. Loks var það beint fyrir framan þá. — Skjótið, skipaði foringinn, og eldflaugar þutu ýlfrandi af stað. Skjótið, skipaði hann aftur, og sprengjudrunur skóku skriðdrek- ana. Enhvernig sem þeirhömuðust varð stjörnunni ekki haggað; bjartari en viti í sortanum lýsti hún í gegnum kúlnahríð og reyk. Að lokum þraut skotfærin og þeir gægðust aftur upp, skelfingu lostnir. — Kannski hún sé geislavirk, sagði sá sem var vanur að þegja og um leið fór þytur um sandinn og herskarar af hvítum verum ljóm- uðu allt í kringum þá. — Flýið! öskraði foringinn. Og skriðdrekarnir þrír ösluðu af stað í sandhafi úr sandi út í myrkrið og hurfu. En í lágu fjárhúsi, þar sem fáeinir flóttamenn höfðu leitað skjóls undan hörmungum stríðs- ins, barst nýfæddur barnsgrátur út í nóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.