Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1978, Blaðsíða 29
Asgeir Gargani: Sykurskipið Ég ætla að segja ykkur litla sögu af finnska sykurskipinu Virta, sem strandaði í mynni Skerjafjarðarins á stríðstímunum, og af eina manninum sem fór út í það. Hann heitir Skærungur. Ég aldist upp í rauðu húsi í Sörlaskjólinu við Skerjafjörðinn. Þar er húsaröðin rétt ofan við sjávarkambinn. Fyrir neðan húsið er dágóð vör þar sem nokkrar gráslepputrillur leggja upp. Sitt- hvorumegin við vörina stóðu tvö Ásgeir Gargani er skáldanafn Ásgeirs Þórhallssonar. Ásgeir er fæddur 14. apríl 1954, sonur Leos Þórhallssonar og Stein- unnar Ásgeirsdóttur. Hann er alinn upp í Reykjavík. Ásgeir hætti í Tækniskóla íslands eftir eins árs nám vegna annarra hugðarefna. Nú fæst hann við „free-lance“ blaðamennsku. Hann hefur stundað ýmis störf bæði á sjó og landi. pakkhús, annað rauðgult en hitt grátt. Fjörukamburinn er gróinn hvönn og njólum. í rauðgula pakkhúsinu var saltfiskverkun og fengum við strákarnir stundum vinnu þar og þénuðum þá tvær krónur. Gráslepputrönur standa á kambinum. Þara-, skolp- og slor- lykt fyllir andrúmsloftið. Ég man að ég hélt því fram að Álftanesið væri Ameríka. Ég taldi að stóra gula fjölbýlishúsið sem stóð eitt sér innar í firðinum við flæðar- málið væri gult til að lýsa flugvél- unum. Mér fannst að flugvélarnar myndu hrynja úr loftinu ef það tapaði litnum. Við strákarnir vor- um vanir að flatmaga á klöppun- um og brjóta heilann um hvernig hægt væri að smíða fleka án þess að löggan kæmist á snoðir um það. Stundum dorguðum við ufsa af klóakinu. Skrítinn maður ráfaði um svæðið. Við kölluðum hann Skærung grásleppukarl. Þó réri hann aldrei. En krakkar úr öðrum hverfum kölluðu hann fjörukall- inn. Hann var sífellt í sama síða frakkanum og með sömu drullugu derhúfuna. Hann hafði hvítgráan skeggkraga undir hökunni og var rauðbirkinn í framan. Hann ráf- aði um svæðið og sat oft á bæjar- rústunum er stóðu efst í vörinni. Sagt var að hann hefði alist upp í torfbæ sem stóð þar einu sinni. Þá voru fiskreitir þar sem Sörla- skjólshúsin eru núna. Hann var víst fóstraður af einbúandi konu. Ég man eftir honum eins lengi og ég man eftir sjálfum mér. Hann talaði aldrei við neinn. En aftur á móti talaði hann stanslaust við sjálfan sig. Ef einhver yrti á hann þá bretti hann frakkalöfin fram og stakk höndunum í vasana og forðaði sér í burtu. Hann talaði einstöku sinnum um veðrið við grásleppukarlana. Fólk sagði að hann væri eirðarlaus og tylldi hvergi í vinnu, hefði fengið eitt- hvað á sinnið. Lítið meira fékk ég að vita. Stundum reyndi ég að skríða til hans í háu grasinu og hlusta á það sem hann var alltaf að segja við sjálfan sig. En ég komst aldrei það nálægt að greina orðaskil. Hann forðaðist mig en sendi mér oft djúpt augnaráð úr fjarlægð. Nýlega kom ég heim erlendis frá og heimsótti þá æskustöðvar mínar. Nú er búið að mála gula húsið grænleitt. Saltfiskverkunarhúsið hefur verið rifið til grunna. En Skærungur gamli er enn að ráfa þarna í sólskininu. Hann er krumpaður í framan af elli. Ég settist við hlið hans á hruninn vegg gamla torfbæjarins. Hann horfði út á fjörðinn og talaði við sjálfan sig. Hann hallaði sér fram á sjórekið prik og tók ekki eftir mér. „Skipið er hlaðið sykri. Já, já, ég skal sækja sykurinn. Það getur brotnað í sundur hvenær sem er. Sykur fyrir lífstíð. Litli kisi koma,“ heyrði ég hann tauta óskýrt. „Hvaða skip ertu að tala um?“ Hann ansaði mér ekki. „Manstu ekki eftir mér. Ég heiti Ásgeir og ég lék mér hérna í fjör- unni þegar ég var lítill,“ sagði ég með hlýju í röddinni. En hann ansaði mér ekki. Þá tók ég eftir að hann var orðinn heyrnarlaus. Ég lagðist í hvönnina VÍKINGUR 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.