Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 8
Ingólfur Stefánsson:
F.F.S.Í. enn sniögengid á fjárlögum
í frumvarpi til fjárlaga,
marsútgáfu 1980, má lesa eft-
irfarandi:
Félagsdómur .................................. 6 482
Samtök vinnumarkaðarins vegna hagræðingar-
starfsemi ................................... 50 000
Bygging orlofsheimila verkalýðssamtakanna ... 80 000
Alþýðusamband íslands vegna Menningar- og
fræðslusambands alþýðu ....................... 30 000
Félagsmálaskóli alþýðu ...................... 40 000
Hagdeildir Alþýðusambands íslands, Vinnuveit-
endasambands íslands, Vinnumálasambands
samvinnufélaganna, BSRB og BHM .............. 40 000
Iðnnemasamband íslands ................... 900
Ríkisábyrgð á launum vegna gjaldþrota ....... 40 000
Alþýðusamband fslands vegna orlofsmála.... 8 000
Alþýðusamband íslands vegna norræna verka-
lýðsskólans í Genf .......................... 14 000
Námskeið fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum . 1 400
Fræðslumál BSRB, BHM og samtaka sjómanna 9 400
Gjöld samtals ................................ 320 182
Ekki held ég að þau samtök
sem hér eru talin verði ofalin
af þessum framlögum. En við
hjá FFSÍ teljum að ekki sé
síður nauðsyn að sambandi
okkar sé veitt ríkulega til fé-
lagsstarfsemi.
Það er mitt álit að sjómenn
hafi mikla sérstöðu í ýmsum
málum og stjórnvöldum sé
skylt að taka tillit til hennar og
gera sjómönnum þannig kleift
að taka þátt í félagsmálastörf-
um frekar en nú er.
Starfsemi FFSÍ út á við er
sáralítil. Það hefur ekki haft
bolmagn til hennar, t.d. að
fylgjast með námskeiðum og
ráðstefnum erlendis um vel-
ferð sjómanna.
í því frumvarpi sem nú
liggur fyrir er hvergi minnst á
FFSÍ, en á einum stað er
minnst á BSRB, BHM og
samtök sjómanna. Ekkert
liggur fyrir um það að hluti
þess fjár sem þarna er minnst
á skuli renna til FFSÍ.
Á Norðurlöndunum hafa
málefni sjóman-aD verið mjög
mikið til umræðu síðustu árin,
og er það að vonum því að
þjóðirnar þar eiga mikið undir
siglingum. Hérlendis er þagað
þunnu hljóði um þessi mál.
Skellt er skollaeyrum við til-
lögum þeim sem FFSÍ hefur
borið fram um velferðarmál
sjómanna.
Allir íslendingar ættu að
vita á hverju tilvera þessarar
litlu þjóðar byggist. En ef ein-
hver veit það ekki, þá mætti
nefna honum sjósókn, fisk-
veiðar og siglingar. Þegar svo
illa tókst til hér fyrr á öldum
að siglingar lögðust niður og
sjómennska var ekki í heiðri
höfð, glataði þjóðin sjálfstæði
sínu.
Ég vænti þess að sú ríkis-
stjórn sem nú situr við völd
geri sér grein fyrir mikilvægi
þess að aðbúnaður sjómanna
verði með þeim hætti að ekki
þurfi að óttast um líkamlega,
félagslega eða andlega heilsu
þeirra.
/------------------------------
Ingólfur Stefánsson:
Leitaö langt
yfir skammt
Á síðustu árum hafa ráð-
herrar tekið sér aðstoðarmenn
til að annast ýmsa þætti starfs
síns eða vera sér til ráðgjafar.
Meðal annarra hefur sjávar-
útvegsráðherra gert þetta.
Ekki hefur það gerst að þeir
ágætu menn sem gegnt hafa
embætti sjávarútvegsráðherra
hafi kvatt sér til ráðuneytis
menn úr atvinnugreininni, t.d.
reynda skipstjóra, heldur hafa
þeir valið þann kostinn að
velja til þessa starfs menn úr
öðrum stéttum, og er það
merkilegt út af fyrir sig.
í sjávarútvegsráðuneytinu
hefur starfað um árabil gagn-
menntaður skipstjóri, með
mikla og farsæla sjósókn að
baki, og mætti ætla að reynsla
hans í málefnum fiskveiða
hefði getað orðið umræddum
ráðherrum mikil stoð í starfi.
Ég held að nauðsynelgt sé
fyrir sjávarútvegsráðherrana
að taka upp önnur og farsælli
vinnubrögð í vali á aðstoðar-
mönnum.
8
VÍKINGUR