Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Qupperneq 9
Við leggjum áherslu á félagslegar umbætur r r Rætt við Oskar Vigfússon, formann Sjómannasambands Islands, um kjarakröfur sjómanna Víkingur: Hvernig er háttað nú undirbúningi að samningagerð að hálfu Sjómannasambands íslands og aðildarfélaga þess? Óskar: Þessi undirbúningurerá lokastigi. Að undanförnu hef ég að sjálfsögðu kynnt mér skoðanir félaga innan SSÍ, hver vilji manna væri í sambandi við kröfugerðina. Það er nokkuð ljóst að almennt er það vilji manna að þessu sinni að frekar séu gerðar kröfur um ýmsar félagslegar umbætur held- ur en beinar krónutöluhækkanir, t.a.m. í formi hækkaðrar skipta- prósentu. Að mínum dómi verður megininntakið í okkar kröfum þetta: Efst á blaði verður krafa um lagfæringu á iðgjaldagreiðslum viðsemjenda okkar í lífeyrissjóð bátasjómanna. Eins og margir vita þá er þetta mál í megnustu óreiðu að því er varðar fjárhagslegt öryggisleysi að starfsævi lokinni. Iðgjaldagreiðslurnar eru svo lág- ar, að menn sem hættir eru störf- um á sjónum bera lítið úr býtum úr lífeyrissjóðum. Framarlega setjum við líka kröfuna um frítt fæði. Þessa kröfu höfum við reyndar lengi haft uppi í samningagerð, en hún hefur ekki náð fram að ganga að öðru leyti en því að fyrir alllöngu fengust greiðslur úr áhafnadeild afla- tryggingasjóðs upp í fæðiskostn- að. í kröfum okkar verður einnig lagt mikið upp úr því að menn geti notið aukinna fría, t.d. að helgar- frí verði á netabátum allt árið, en ekki frá 1. apríl eins og nú er. Margar greinar í kjarasamn- ingnum þarf að gera skýrari, þannig að þær kveði ótvírætt á um réttindi sjómanna. Því miður er það svo nú að túlkun okkar á ýmsum greinum hefur ekki farið saman við skilning LÍÚ. Þetta hefur í ýmsum tilvikum valdið miklum sárindum, og mætti í þessu sambandi nefna ákvæði varðandi veikindafrí og slysabæt- ur. Við munum knýja á um breyt- ingará 18. grein sjómannalaganna og höfum í samráði við FFSÍ gert um þær tillögu, sem felur það í sér að sjómenn njóti fyllri réttinda til samræmis við rétt verkafólks í landi. Þessi 18. grein er nú orðuð svo að útgerðarmenn hafa getað afskráð menn af skipum án þess að til kæntu ráðningarslit. Víkingur: Þess er sem sé að vænta að aðildarfélög SSÍ — að Vestfirðingum undanskildum — standi sameiginlega að kröfugerð, sem fyrst og fremst verður grund- völluð að félagslegum réttarbót- um? Óskar: Já. Víkingur: Að hvaða leyti eru kröfur Alþýðusambands Vest- fjarða hliðstæðar kröfum annarra sjómanna og að hvaða leyti helst frábrugðnar? Óskar: Þær eru í höfuðatriðum á annan hátt uppbyggðar. Við leggjum aðaláherslu á auknar, félagslegar réttarbætur, en Vest- firðingarnir á kaupliðina — að mínu mati. Ég vil þó taka það skýrt fram að ég tel að full rök séu fyrir öllum þeirra kröfum. Ýmis- legt af því sem þeir gera nú kröfur um er þegar fyrir hendi í öðrum sjómannasamningum. Að því er varðar aukna frídaga ganga hvor- ar tveggju kröfurnar í sömu átt. Eins sakna ég í kröfum þeirra Vestfirðinganna. Engin ákvæði eru nú í sjómannasamningum um kaupgreiðslur til sjómanna á tog- skipum þegar þau hætta veiðum VÍKINGUR 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.