Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 10
af öðrum ástæðum en vegna veð- urs. I samningum er ákvæði um að þegar 14 dagar eru liðnir af stoppi, skuli skipverjar fara á kauptrygg- ingu. Þetta á þó ekki við um skut- togara að okkar mati, þar sem hver einstök veiðiferð er kaup- tryggingartímabil. Þess vegna hefur SSÍ krafist þess að á slíkum skipum skuli . útgerðin greiða skipverjum kauptryggingu þegar skip stöðvast, en útgerðarmenn hafa í slíkum tilvikum afskráð menn. Eitt er það sem félagar okkar fyrir vestan hafa sett ofarlega á blað, að mönnum skuli greitt fyrri vinnu í samningsbundnum svefn- tíma þeirra. Sannarlega vil ég taka undir þessa kröfu, en með þeim fyrirvara að ég skil vökulögin svo að þau eigi jafnt við um minni togara sem stærri. Því hef ég talið það beinlínis hættulegt fyrir sjó- menn að ætla sér ákvæði í samn- ingi sem brýtur í bága við lög. Víkingur: Hvaða áhrif heldur þú að kjaradeilan á Vestfjörðum og verkfallið á ísafirði hafi á gang mála í öðrum félögum sjómanna? Óskar: Ég vona að kröfur okkar ágætu félaga fyrir vestan leiði ekki til þess að kröfur sjómannastétt- arinnar um auknar félagslegar umbætur hljóti ekki hljómgrunn hjá öllum almenningi, vegna þess málflutnings sem uppi hefur verið hafður af talsmönnum útgerðar- manna og þó einkum formanns LÍÚ. FTH * Stöðvarstjóri á Indlandi hafði fengið ströng fyrirmæli um að taka sér ekkert óvenjulegt fyrir hendur án beinnar skipunar frá yfirboðara sínum. Þessvegna sendi hann eftirfarandi símskeyti: „Skrifstofa Járnbrautanna, Kalkútta: Tígrisdýr á stöðvarpalli etandi lestarstjóra. Sendið fyrir- skipanir." Sjómenn — Útgerðarmenn Umboðsmenn um land allt BRUNABÓTAFÉLAGÍSLANDS Sími 26055 (3 línur) - Laugavégá 103 10 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.