Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 14
aðhald að þessi vinna yrði greidd. Það þýddi það að svolítið meira kæmi í hlut þeirra manna sem mest leggja á sig. Um leið og slíkar greiðslur yrðu teknar upp fengist skjalfest viðurkenning á þeirri þrælavinnu sem oft er unnin um borð í togurunum. Útgerðin borgi tíunda manninn Pétur: Hér hafa verið taldir upp þrír stórir liðir í kjarakröfum okk- ar. Fjórði stóri liðurinn, sem ákaflega lítið hefur verið fjallað um í umræðum um þessi mál. er krafan um það að á stærstu land- róðrabátunum verði tíu manna áhöfn, 5 á sjó og 5 í landi, og að skipl verði í níu staði. Útgerðin borgi sem sé tíunda manninn al- gjörlega af sínum hlut. Nú eru tíu eða ellefu menn á bátunum eftir stærð og skipt í jafnmarga staði og menn eru á skipi. Þessi krafa er þannig til komin að menn vilja fá inn í samning það sem hefur við- gengist í sumum verstöðvum. Við viljum fá þetta inn í samning svo að þetta gangi jafnt yfir alla. Útvegsmenn neituðu að ræða kröfurnar Vík.: Þið komuð kröfum ykkar til útvegsmanna 29. des. Hvenær fenguð þið fyrstu viðbrögð frá þeim? Sigurður: Það var talað um á þessum áramótafundi okkar, að það yrði haldinn samningafundur ekki síðar en 15. janúar. En það frestaðist vegna þess að flestir þeir sem kosnir höfðu verið til samn- inga af hálfu sjómannafélagsins hér. voru ekki í landi. Vík.: Hvenær var fyrsti sman- ingafundur? Sigurður: Hann var 6. febrúar. Pétur: Ég vildi undirstrika það, svo að það valdi ekki neinum misskilningi, að sameiginlegu kröfurnar frá Alþýðusambandi Vestfjarða voru sendar útvegs- mönnum 25. janúar, og óskað eftir samningafundi sem fyrst og eigi síðar en 3. febrúar. Litlu síðar fara fram tveir samningafundir með rúmlega hálfs mánaðar millibili. Á fyrri fundinum var kröfunum lýst nánar, skilgreindar frekar. Eftir seinni fundinn þá vonuð- umst við til þess að útvegsmenn væru búnir að átta sig á þeim út- skýringum sem við höfðum gert, en þá komu þessi hörðu viðbrögð sem hafa svo leitt af sér þá vinnu- stöðvun sem nú er að hefjast. Þeir neituðu öllum kröfum alfarið. Vík.: Hverri einustu? Pétur: Já hverri og einni ein- ustu. Reyndar létu þeir á öðrum fundinum merkja við ákveðna töluliði í kröfunum, og þá voru þeir spurðir hvort þeir væru til- búnir að ræða hina liðina, og þá kváðu þeir nei við því. Það mundi ekki bera árangur sögðu þeir. Á þessum sama fund óskuðu þeir eftir því að deilunni yrði vísað til sáttasemjara. Síðan er vinnu- stöðvun boðuð og þeir vísa málinu til sáttasemjara einhliða. Þriðji fundurinn er sem sagt undir handleiðslu Guðmundar Vignis Jósefssonar, varasáttasemjara. Góður afli og áróðursstríð Vík.: Má ekki segja að áróðurs- stríðið sem staðið hefur síðustu daga hafi hafist með yfirlýsingum formanns LÍÚ eftir þennan fund? Rúnar: Það má segja að það hafi hafist þegar hann kom hingað vestur. Þá stóð hann hér upp á fundi og sagði að hvorki yrði samið við Sjómannafélag ísfirð- inga né aðra sjómenn á Vestfjörð- um. Grímur: Við áttum nú reyndar von á því að þessir fundir myndu leiða til samninga en ekki áróðursstríðs. Þar skjátlaðist okk- ur að vísu. Við áttum ekki von á þessum viðbrögðum, bjuggumst ekki við því að mál sem að okkar mati hefði átt að leysa hér á samningafundum með útvegs- mönnum, yrðu gerð að sytrjaldar- efni í fjölmiðlum. Vík.: Formaður LÍÚ lagði á það áherslu í fyrstu yfirlýsingum sín- um í fjölmiðlum að hér væru tekjuhæstu einstaklingar landsins að gera kaupkröfur og nefndi í því VÍKINGUR Varaformaður Sjómannafélags ísfirðinga við beitningu í beitningaskúr Orra. Orri var aflahæstur línubáta á Vestfjörðum í febrúar. Hásetahlutur 628 þúsund krónur. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.