Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 15
Áróður eða upplýsing?
í áróðri LÍÚ og útvegsmanna á Vestfjörðum gegn kjara-
kröfurn sjómanna hefur verið hamrað á því að sjómennirnir
væru hálaunamenn. „En þessi kröfugerð Sjómannafélags
ísfirðinga nú fyrir hönd tekjuhæstu einstaklinga landsins er
einstök." segir formaður LÍÚ í viðtali við Morgunblaðið 19.
mars sl. Fyrirsögnin á því viðtali var: „Meðaltekjur háseta á
ísafjarðartogurununr tæpar 6 milljónir frá áramótum."
Við þetta er sitthvað að athuga:
I fyrsta lagi er fullyrðingin um 6 milljón króna tekjurnar
beinlínis röng (eins og reyndar er viðurkennt í sjálfu viðtal-
inu). Enginn háseti hefur haft þessar tekjur. Eins og vinnu-
álagið hefur verið á þessum togskipum, veitir mönnum ekki
af að taka sér hvíld túr og túr. í viðtalinu hér við hliðina
kemur fram að nokkuð er misjafnt hve löng frí sjómennirnir
taka sér, frá tveimur upp í fjóra mánuði á ári. Miðað við að
háseti hafi tekið sér frí fjórða hvern túr, hefur raunverulegur
hásetahlutur verið frá 8 upp í 15 milljónir á ísafjarðartogur-
um á sl. ári. Eru þetta tekjuhæstu einstaklingar landsins?
í öðru lagi er það ávallt ámælisvert í málflutningi að slíta
eitt atriði úr raunréttu samhengi. Þegar háar launatölur eru
nefndar væri ekki úr vegi að geta þess að einhverju hvað
rnenn hafa fyrir tekjunum sínum. í viðtalinu kemur fram að
þrátt fyrir lög og samninga sem kveða á um samtals tólf tíma
frívakt á sólarhring, er hún í raun helmingi styttri. Tekjurnar
eru fengnar með gegndarlausu vinnuálagi.
I þriðja lagi mætti spyrja: Hvers vegna nefnir fornraður
LÍÚ einungis háar tekjur sjómanna? Hvers vegna upplýsir
hann ekki í leiðinni landslýðinn um það, hver var hagnað-
urinn af útgerð Vestfjarðatogaranna á síðasta ári? Eða skiptir
það kannski engu máli, hvað er til skiptanna? Hér er um að
ræða atvinnutæki sem keypt eru fyrir almannafé og rekin eru
fyrir vinnuafl sjómanna. Það er síður en svo neitt einkamál
útgerðarmanna hvernig þessi skip eru rekin né hvernig
rekstur þeirra gengur. Hví skyldi ekki hlutur sjómanna vera
góður, þegar metfiskirí er og útgerðin stendur með blóma?
sambandi að meðaltekjur háseta á
ísafjarðatogurum væru orðnar
tæpar 6 milljónir króna frá ára-
mótum. Þetta kom t.d. fram í
Morgunblaðinu í gær. Hvað segið
þið um þessar tölur? Hver er hinn
raunverulegi hásetahlutur?
Gunnar: Þessi tala gæti kannski
staðist um togarana hér, ef háseti
er um borð allan tímann frá ára-
mótum. En það er mjög hæpið,
þar sem um er að ræða þvílíkt
vinnuálag, eins og fiskiríið hefur
verið. Þetta er algjör metvertíð.
Það er mjög vafasamt að nokkur
maður haldi það út að taka sér
enga hvíld frá störfum í svona
fiskiríi. Ég vil líka benda á það að
formaður LÍÚ gefur það í skyn að
við höfum 2Vi milljón á mánuði.
Það er ekki annað á honum að
skilja en að þetta séu tekjur sem
við höfum út árið. En sannleikur-
inn er sá að þegar svona vel geng-
ur eins og núna, þá hlýtur þrosk-
veiðibann á flotann að lengjast.
Það er ákveðinn kvóti sem má
fiska. Því betur sem aflast nú
framan af árinu, því lengra má
gera ráð fyrir að þorskveiðibann
verði. Við sjáum nú fram á að
minnsta kosti fjögurra mánaða
bann, og skipin verða þá að veiða
aðrar ódýrari fisktegundir, eins og
t.d. grálúðu, og það er hætt við því
að af þessum sökum verði nú
tekjurnar eitthvað lægri en Krist-
ján er að tala um. T.d. má nefna
að verð grálúðu rétt nær hálfu
þorskverði. Fyrir utan nú það að
þessum svokölluðu skraptúrum
fylgir miklu meiri vinna en þorsk-
veiðunum.
12—13 milljóna
árstekjur án fría
Vík.: Getið þið nefnt mér dæmi
um hásetahlut á togurunum á sl.
ári.
Rúnar: Ég veit um hásetahlut-
inn á Guðbjarti, hann var milli 12
og 13 milljónir, miðað við að
háseti tæki sér ekki frí.
Gunnar: Ef við reiknum með
eðlilegunr fríum, má draga af
þessu 25%.
Eitt má mjög gjarnan koma hér
fram: Við undirbúum okkar
kröfugerð fyrir áramót, og þá gát-
um við náttúrulega ekki séð fyrir
hvemig fiskiríið mundi verða eftir
áramót. Okkur dettur auðvitað
ekki í hug að draga okkar kjara-
kröfur til baka, þó að vel fiskist.
Góður afli er ekki bara sjómönn-
um í hag. Útgerðin fær líka sinn
hlut og það ekki lítinn.
Grímur: Sjómennska er lotterí.
Sjómenn hafa orðið að sætta sig
við mjög rýran hlut langtímum
saman. Það nær engri átt að þegar
koma góðir aflatoppar sem bæta
upp rýru tímabilin, þá séu þeir
notaðir sem allsherjarviðmiðun
fyrir tekjur sjómanna. Það er al-
veg óvenjulegur aflatoppur núna.
Það má held ég fullyrða að annar
VÍKINGUR
15