Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Blaðsíða 16
F.v.: Gunnar Þórðarson, Pétur Sijjurðsson, Grímur Jónsson, Sigurður Ásgeirsson, Rúnar
Grímsson.
eins landburður af fiski og hér
hefur verið frá áramótum hefur
aldrei verið í þessari verstöð, né
yfirleitt hér á Vestfjörðum.
Sum skip hafa fengið
greitt með olíunni
Vík.: Höfðuð þið í kröfugerð
ykkar hliðsjón af vitneskju um
góða afkomu útgerðar?
Gunnar: Já það má segja það,
sérstaklega þar sem við nú hleyp-
um þessu af stað út af olíugjald-
inu. Við höfum t.a.m. vitneskju
um það að á sumum skipum hérna
hafi útgerðin fengið greitt með
olíunni, olíusjóðurinn gerði sem
sé meira en greiða olíuna, útgerð-
in átti afgang. Þetta er það atriði
sem má segja að komi okkur af
stað.
Grímur: Á fyrsta viðræðufund-
inum með útvegsmönnum barst
það m.a. í tal, að útgerðarmenn
sem reka hérsmærri báta, tóku þá
stefnu upp sjálfir að taka olíu-
gjaldið til skipta. Þeim fannst það
mjög sjálfsagt og réttlátt. En þegar
minnst er á þetta varðandi stærri
skipin, þá er þetta álitið algjörlega
fráleitt.
16
Gunnar: Þegar sjóðakerfið er
stokkað upp, og það sem tekið er
af óskiptu er lækkað úr 27% niður
í 15% — jafnframt er því þá lofað
að þessi prósenta eigi eftir að
lækka enn frekar — þá er jafn-
framt lækkuð skiptaprósentan til
sjómanna um 5.2 prósentustig til
að koma til móts við þessa rýrnun
sjóðakerfisins. Þetta er gert með
einu pennastriki við uppstokkun
sjóðakerfisins. Síðan er sjóðakerf-
ið aukið aftur, en skiptaprósentan
okkar hún á að vera óbreytt.
Grímur: Krafan okkar um \Vi%
hækkun skiptaprósentu, þýðir
þannig raunverulega að við erum
að reyna að halda í skiptahlutfall
sem við höfðum.
Vík.: Hafið þið í höndunum
nokkrar greinargóðar upplýsingar
urn afkomu útgerðarinnar á sl. ári.
Hafa útvegsmenn lagt fram
nokkrar slíkar upplýsingar?
Grímur: Við höfum ekki að-
gang að rekstursreikningum skip-
anna hérna, og mundi vafalaust
ekki verða hleypt í þá. Útvegs-
menn eru með fullyrðingar um
slæma afkomu útgerðar, en þeir
hafa ekki nefnt okkur neinar tölur
í því sambandi.
Vík.: Fullyrðingar um slæma
afkomu útgerðar?
Grímur: Já, þær hafa heyrst hjá
vissum aðilum, en ekki hafa nú
allir útgerðarmenn tekið þátt í
slíku. Okkur þykir það auðvitað
mjög tortryggilegt að afkoma út-
gerðar hér geti verið slæm. Ef það
er rétt að þær upplýsingar hafi
borist frá Þjóðhagsstofnun að
rekstur minni skuttogara á land-
inu í heild standi á núlli, þá hljóta
vestfirsku togskipin að standa
nokkuð langt fyrir ofan núllið.
Guðbjörgin fékk 83 milljónir
úr stofnfjársjóði og 54
milljónir úr olíusjóði 1979
Pétur: Eitt má enn nefna í
sambandi við olíusjóðinn og
niðurgreiðslu á olíu til útgerðar.
Eins og fram kom áðan, var á sín-
um tíma þegar sjóðakerfinu var
breytt, sæst á þau lög sem sett
voru, þó að nokkuð hafi verið
misjafnt hvenig menn tóku því að
skiptaprósentan var lækkuð. En
fiskverð hækkaði þá jafnframt
verulega, sem þýddi það að það
skilaði sér í hækkuðu fiskverði
sem nam því sem dregið var úr
sjóðakerfinu. Þá sættu útgerðar-
menn sig við það að í þeirra hlut
kæmi að greiða olíuna, það var
talið eðlilegt. Þegar olíuhækkan-
irnar verða, þá standa þeir þó ekki
við sinn hlut, heldur er áreiðan-
lega undan þeirra rifjum runnið
að stofnað er til þessa olíusjóðs, og
sem þýðir auðvitað það að fisk-
verð hækkar minna, en ella hefði
orðið. Þessi olíusjóður gerði meira
en að greiða þá hækkun sem á
olíunni varð, í mörgum tilvikum
greiddi hann allan olíukostnaðinn
sem áður hafði verið — og um
hafði raunverulega verið samið að
útgerðin tæki á sig — og þar sem
best lét þar hafði útgerðin mill-
jónir í afgang.
Þar fyrir utan hefur alla tíð
verið tekið af óskiptu í stofnfjár-
VÍKINGUR