Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 20
Ætli hann yrði ekki álitinn dálítið skrýtinn sá skipverji sem vildi fara að löguni og neitaði að vinna frívaktina sína þegar svona stendur á. Myndin er tekin um borð í skuttogaranum Guðbjarti frá ísafirði um mánaðamót júlí—ágúst 1978. Talið var að 50—60 tonn væru í lialinu. Ljósm.: Gunnar Örn Gunnarsson. gerð kjarasamninga hér heima í héraði. Við teljum lilut okkar bet- ur borgið þannig, enda teljum við að við eigum í mörgum málum ekki samleið með öðrum lands- hlutum og teljum sem sé eðlilegt að hver landshluti semji fyrir sig, þar sem hver um sig hefur nokkra sérstöðu hvað varðar veiðiaðferð- ir, fjölda veiðiskipa sem nota ákveðnar veiðiaðferðir o.fl. Við förum ekki algjörlega einir af stað að því leyti að önnur félög fengu að vita um okkar aðgerðir, þær voru kynntar, og við fengum mjög jákvæðar undirtektir frá Bolvíkingum, þar sem er næst- stærsti hópur sjómanna ef ekki jafnstór og hér, þó að þeir séu í blönduðu félagi. Reynsla undan- farinna ára hefur margsýnt það að annað hvort fer Sjómannafélag Isfirðinga af stað með sína kröfu- gerð og hinir fylgja á eftir eða það er ekkert farið af stað. Gunnar: Okkar kröfur eur jafn- framt sameiginlégar kröfur sjó- manna á Vestfjörðum, eins og komið hefur fram hér áður, við förum bara fyrstir af stað með þær og fyrr en önnur sjómannafélög á landinu. En svo gerist það að út- gerðarmenn neita að ræða við okkur, og það er ástæðan til verk- fallsins. Að gefa eftir eða standa fast á kröfum Vík.: Verkfall hefur verið boðað frá og með deginum í dag, 20. mars, á togurum, og frá 30. mars á öðrum skipum. Sjómannafélagið hér er eina félagið á Vestfjörðum sem hefur boðað verkfall. Eigið þið von á því að fleiri fylgi á eftir? Gunnar: Já, við eigum von á því. Það hefur komið samþykkt frá Verkalýðsfélaginu Súganda, þar sem það lýsir því yfir að það hyggi á einhverjar ráðstafanir, skæruverkföll eða annað slíkt, sem þýðir það að þeir ætla að standa við hliðina á okkur. Vík.: Hafa ASV og verkalýðs- félögin á Vestfjörðum ávallt verið sér um samningagerð? Pétur: Já, alla tð. Vík.: Hafa nokkrar óskir komið fram frá sjómannafélögum annars staðar eða Sjómannasambandinu um að þið hefðuð samflot? Pétur: Nei. Málið er þannig vaxið að Sjómannafélag ísfirð- inga setur fyrst fram sínar kröfur um breytingar á samningum sem lausir voru um áramót. Það er eðlilegur gangur mála að þegar 20 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.