Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 31
heyrði til Júgóslavans sem bjó í
herberginu við hliðina á eldhús-
inu, heyrði hann leita bölvandi að
slökkvaranum áður en hann gekk
inní herbergið sitt.
Fyrst þegar ég hafði búið þarna
í þrjár vikur og handlék víst
myndina af Karli í fimmtugasta
skipti sá ég, að sporvagninn sem
hann stóð hlæjandi framanvið
með peningatöskuna sína var ekki
tómur. Ég horfði í fyrsta sinn af
athygli á myndina og sá að bros-
leit stúlka inni í vagninum hafði
lent með á henni. Það var sú lag-
lega sem ég hafði hugsað svo oft
um í stríðinu. Húsmóðirin kom í
áttina til mín, horfði rannsakandi í
andlit mér og sagði: „Nú berið þér
kennsl á hann, ha?“ Síðan gekk
hún bakvið mig, horfði á myndina
yfir öxl mér. Hún hafði hrifsað
saman svuntuna sína og uppmeð
bakinu á mér liðaðist þefur af
nýjum baunum.
„Nei“, sagði ég lágt, „en stúlk-
una“.
„Stúlkuna?“, sagði hún, „það
var unnusta hans, en kannski er
það gott að hann sá hana ekki
aftur — “
„Hversvegna?“, spurði ég.
Hún svaraði mér ekki. færði sig
frá mér, settist á stólinn sinn við
gluggann og hélt áfrani að afhýða
baunir. Án þess að líta á mig sagði
hún: „Þekktuð þér stúlkuna?“
Ég kreisti myndina í hendi mér,
leit á húsmóður mína og sagði
henni frá sápuverksmiðjunni, frá
endastöð níunnar og laglegu
stúlkunni sem alltaf hafði stigið
þar uppí.
„Ekkert meira?"
„Nei“, sagði ég, hún lét baun-
irnar skoppa niður í sáld, skrúfaði
frá krananum og ég sá einungis
mjótt bak hennar.
„Þegar þér sjáið hana aftur
munuð þér skilja af hverju það var
gott að hann sá hana ekki aftur
((
„Sé hana aftur?“, sagði ég.
VÍKINGUR
Hún þurrkaði sér um hendurn-
ará svuntunni, kom til mín og tók
myndina varlega úr hendi mér.
Andlit hennar virtist enn hafa
mjókkað, augu hennar horfðu
framhjá mér en hún lagði hönd
sína hljóðlega á vinstri handlegg
rninn. „Hún býr í herberginu við
hliðina á yður, hún Anna. Við
segjum alltaf við hana föla Anna,
af því andlit hennar er svo bleikt.
Hafið þér virkilega ekki séð hana
ennþá?“
„Nei“, sagði ég, „ég hef ekki séð
hana ennþá en víst heyrt í henni
fáeinum sinnum. Hvað amar
eiginlega að henni?"
„Égsegi það ógjarnan en það er
betra að þér vitið það. Andlit
hennar er allt sundurtætt, fullt af
örum -------- loftþrýstingurinn
slöngvaði henni á búðarglugga.
Þér munuð ekki bera kennsl á
hana aftur“.
Ég beið lengi um kvöldið uns ég
heyrði fótatak í forstofunni en í
fyrsta skiptið skjöplaðist mér: það
var hávaxni Júgóslavinn sem leit á
mig hissa þegar ég kom svo
skyndilega æðandi frammí for-
stofuna. Ég sagði feimnislega
„gott kvöld“ og fór aftur inní her-
bergið mitt.
Ég reyndi að sjá fyrir mér andlit
hennar með örum en mér tókst
það ekki. Alltaf þegar ég sá það
var það fallegt — líka með örum.
Ég hugsaði um sápuverksmiðj-
una, um foreldra mína og um aðra
stúlku sein ég hafði oft farið út
með í þá daga. Hún hét Elísabet
en lét kalla sig Mutz og hún hló
alltaf þegar ég kyssti hana og mér
fannst ég vera kjáni. Ég hafði
skrifað henni póstkort úr stríðinu
og hún sendi mér pakka með
heimabökuðum smákökum sem
voru orðnar að mylsnu þegar þær
komu. Hún sendi mér vindlinga
og dagblöð og í einu bréfa hennar
stóð: „Þið munuð sko sigra og ég
er stolt að þú ert með í því“.
En ég var alls ekkert stoltur af
að vera með í því og þegar ég fékk
leyfi skrifaði ég henni ekkert um
það og fór út með dóttur tóbaks-
sala sem bjó í húsinu okkar. Ég gaf
dóttur tóbakssalans sápu sem ég
fékk frá verksmiðjunni minni og
hún gaf mér vindlinga. Við fórum
saman í bíó, út að dansa og eitt
sinn þegar foreldrar hennar voru
að heiman tók hún mig með sér
uppá herbergið sitt og í myrkrinu
stjakaði ég henni niðurá legu-
bekkinn; en þegar ég beygði mig
yfir hana kveikti hún ljósið, brosti
lævíslega upptil mín og í skjanna-
björtu Ijósinu sá ég Hitler hanga á
veggnum, litmynd, og á róslitað
veggfóðrið höfðu verið hengdir
upp menn, harðúðugir á svip og
mynduðu hjarta umhverfis Hitler.
Þetta voru kort, fest með teikni-
bólum, karlmenn með stálhjálma
og allir klipptir útúr myndablaði.
Égskildi stúlkuna eftir liggjandi á
legubekknum, kveikti mér í
vindlingi og fór út. Seinna skrif-
uðu báðar stúlkurnar mér póst-
kort í stríðið. þar stóð að ég hefði
hagað mér illa en ég svaraði þeim
ekki...
Ég beið lengi eftir Önnu, reykti
marga vindlinga í myrkrinu,
hugsaði um margt og þegar lykl-
inum var stungið í skrána var ég of
hræddur til að standa upp og sjá
andlit hennar. Ég heyrði hana
opna herbergið. ganga raulandi
fram og aftur þar inni og seinna
stóð ég og beið í forstofunni. Mjög
skyndilega varð hljótt í herbergi
hennar. Hún gekk ekki lengur
fram og aftur, söng heldur ekki
lengur og ég var hræddur við að
banka. Ég heyrði í Júgóslavanum
hávaxna sem gekk fram og tilbaka
í herbergi sínu og muldraði lágt,
ég heyrði vatnið sjóða í eldhúsi
húsmóður minnar. En í herbergi
Önnu var áfram hljótt og í gegn-
um opnar dyrnar á mínu sá ég
svarta blettina eftir vindlingana
sem ég hafði drepið í á veggfóðr-
inu.
31