Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 43
Kröfur yfirmanna á farskipum lagöar fram Kröfur Farmanna- og fiskimannasambands íslands vegna Skip- stjórafélags íslands, Stýrimannafélags íslands, Vélstjórafélags ís- lands, Félags íslenskra loftskeytamanna, Félags bryta og Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öldunnar voru lagðar fram 17. mars. Fara þær hér á eftir. Skýringar við sameiginlegar kröfur eru eftir Baldur Halldórsson stýrimann, formann samninganefndar. I. Sameiginlegar kröfur 1. Verðbætur reiknast af óskertri framfærsluvísitölu, og greiðist hlutfallslegar verðbætur á öll laun. 2. Byrjunarlaun 3. stýrimanns og4. vélstjóra í flokki „b“ verði kr. 412.144,- miðað við laun í des. 1979. 3. Vaktaálag (sjóálag) verði 36.2% og greiðist á alla daga skráningartímabilsins. 4. Tímakaup verði 162.6: í mánaðarlaun fyrir 40 st. vinnu- viku, af hverri stöðu. B taxti yfirvinnu verði: Mánaðar- laun: 162.6 A taxti yfirvinnu verði: Mánaðar- laun: 162.6 + 80% Eftirlitsþóknun skipstjóra og yfirvélstjóra hækki í samræmi við yfirvinnu annarra stétta. Þegar unnin er yfirvinna skulu matar- og kaffitímar veittir, sé það ekki unnt skulu þeir greiddir. 5. 19. gr. Stýrimannasamnings orðist svo: Þegar hafnarvaktir eru staðnar, telst vinnutími vera 8 klst., frá kl. 08:00—12:00 ogfrá 13:00—17:00, en vinna á öðrum tíma, sam- kvæmt ósk útgerðar, verði greidd með yfirvinnutaxta A. 20. gr. Stýrimannasamnings. Upphaf hennar verði: Þegar stýrimenn skiptast á um að standa hafnarvaktir skal vinnufyrirkomulag vera o.s.frv. Stoppitörn hefst þegar vinnu lýkur. Stoppitörn telst í stoppi- tarnarbútum sé unnið eftir kl. 17:00, að lestun eða losun. Tilsvarandi orðalag verði í vél- stjórasamningum. 6. Athuga útköll á frívakt og úttekt frídaga í heimahöfn. 7. Bætist inní frídagagrein: Þegar menn taka út orlof og/eða frídaga skal greiða þá tyllidaga sern falla á virkan dag á frítímabili. 8. Álagsgreiðsla korni á greidda frídaga sem eru umfram tekinn frídagarétt. Orlofsfé greiðist í santræmi við orlofsrétt. 9. Aukafrí 12 virka daga á ári fyrir þá, sem náð hafa 55 ára aldri. Aukafrí 24 virkir dagar á ári fyrir þá, sem náð hafa 60 ára aldri, og haldi þó óskertum réttindum hvað varðar sumarfrí, einkennis- föt, læknishjálp, fæðispeninga, veikindakaup o.fl. 10. Fæðispeningar verði kr. 5.000,- pr. dag. 11. Hafi yfirmaður (skipstjóri eða yfirvélstjóri) samþykkt með undirskrift sinni yfirvinnublöð, skal sú viðurkenning vera endan- leg og ófrávíkjanleg. 12. Brottför skips frá heima- höfn verði boðuð með 12 klst. fyrirvara. Dragist boðuð brottför VÍKINGUR 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.